Skipulags- og byggingarnefnd nr.151

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
151. fundur

þriðjudaginn 7. september 2021 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Umhverfismatsdagurinn 2021 – Mál nr. 2108004
Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fór fram á Nauthóli miðvikudaginn 1. september sl.
Málið kynnt

Fundargerð

2. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 62 – Mál nr. 2106003F
Fundargerð lögð fram til kynningar
2.1 2106003 – Dagverðarnes 210, umsókn um byggingarleyfi
2.2 2101002 – Vatnsendahlíð 211, umsókn um byggingarleyfi
2.3 2106012 – Vatnsendahlíð 128, viðbygging
2.4 2106014 – Bátaskýli í Vatnsendahlíð áfanga 1
2.5 2106013 – Refsholt 30, Umsókn um byggingarleyfi

Skipulagsmál

3. Vatnsendi, skilmálar 1-4.áfanga, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101004
Skipulags- og byggingarskilmálar eru ekki í gildi fyrir 1.-4. áfanga frístundabyggðar í landi Vatnsenda þar sem samþykkt hreppsnefndar um mitt árið 1997 á þeim var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Niðurstaða um þetta liggur fyrir eftir skoðun embættisins, Skipulagsstofnunar og Stjórnartíðinda. Lögð er fram tillaga að skipulags- og byggingarskilmálum fyrir 1.-4. áfanga frístundabyggðar í landi Vatnsenda sem unnir hafa verið í samráði við landeigendur.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytingu deiliskipulags 1.-4. áfanga frístundabyggðar í landi Vatnsenda er varðar skipulags- og byggingarskilmála fyrir umrædda áfanga sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingin kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum með opnum degi sbr. 3. mgr. 40. gr. sömu laga og að því loknu verði breytingin auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4. Refsholt 30, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2107001
Sótt er um breytingu á mænishæð og vegghæð langhliðar. Samkvæmt deiliskipulagi frístundabyggðar Hálsaskógar, IV. áfanga, Refsholt 30-66 er heimiluð hámarks mænishæð 480 cm og hámarks vegghæð langveggja 250 cm. Óskað er eftir að hámarks mænishæð verði 515 cm og hámarks vegghæð langhliðar verði 296 cm. Breyting deiliskipulags er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að heimila óverulega breytingu deiliskipulags og hún grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðarhöfum Refsholt 31, 32, 33, 49, 59, 60, 61, 62 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5. Dagverðarnes 111, svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2104002
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 22. júlí til 22. ágúst 2021. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

6. Dagverðarnes 101, svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2103003
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 22. júlí til 22. ágúst 2021. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

7. Vatnsendahlíð 183, 8.áfangi, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2106002
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 29. júlí til 29. ágúst 2021. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

8. Dagverðarnes 51, byggingarmál – Mál nr. 1705002
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 4. júní til 4. júlí 2021. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

9. Furuhvammur 4, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101007
Óskað er eftir breytingu á Deiliskipulagi Hvammsskógi neðri er varðar lóð Furuhvamms 4. Breytingin varðar stækkun á byggingarreit til norðurs, aukið byggingarmagn lóðar úr 185 fm í 300 fm og heimilt verði að vera með tvær auka stakstæðar/sjálfstæðar byggingar á lóð, þ.e. geymsla og bátaskýli. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Furuhvamms 1, 2, 3, 5, 6 og landeigendum.

10. Umsögn um breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022-Húsafell – Mál nr. 2108005
Óskað er umsagnar um breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin varðar svæði sunnan Hálsasveitarvegar (518) sem skilgreina á að hluta sem verslunarsvæði, þjónustusvæði, íbúða- og frístundabyggð.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur ekki athugasemdir við framlagða lýsingu breytingar Aðalskipulags Borgarbyggðar.

11. Refsholt 22, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2101001
Tölvupóstur barst frá lóðarhafa Refsholts 24 þar sem þess er óskað að mál Refsholts 22 verður endurupptekið.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki sé ástæða til endurupptöku málsins þar sem óveruleg breyting deiliskipulags er í samræmi við stefnumörkun Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar reglur í kafla 5.3 um frístundabyggð.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:00.