Skipulags- og byggingarnefnd nr. 152

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

152. fundur

þriðjudaginn 19. október 2021 kl.09:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SV var á fjarfundi undir lið 2.

Þetta gerðist:

1.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 63    – Mál nr. 2109001F
Fundarerð lög fram til kynningar

1.1  1910007 – Dagverðarnes 111 umsókn um byggingarleyfi
1.2   2108002 – Dagverðarnes 59, umsókn um byggingarleyfi
1.3  2109002 – Vatnsendahlíð 200, Umsókn um stöðuleyfi
1.4  2109003 – Vatnshorn, breyting á húsi
1.5  2108003 – Vatnsendahlíð 117, bygging garðhús

Byggingarleyfismál

2.  Vatnshorn, breyting á húsi    – Mál nr. 2109003

Endurgerð á eyðibýli, sótt er um að nýta núverandi hús, 193,5 m2 sem frístundarhús. Mannvirki er innan verndarsvæðis í byggð sbr. lögum um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að þar sem mannvirki er innan verndarsvæðis í byggð að leitað sé álits Minjastofnunar, og byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram. Afgreiðslu málsins frestað

Skipulagsmál

3.  Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag    – Mál nr. 2103006

Málinu var frestað á 147. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Gerðar hafa verið breytingar á tillögu deiliskipulags í samræmi við ábendingar nefndarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að auglýsa deiliskipulag frístundalóða Dagverðarness 300, 301, 302, 303, 304, 305 og 306 á svæði 9, sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s. br. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnis þar sem allar megin forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Lagt er til að skipulagstillaga verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Veðurstofu Íslands. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:50.