Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
153. fundur
þriðjudaginn 16. nóvember 2021 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn mál
2. Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 2103005
Á 150. fundi nefndarinnar var byggingarfulltrúa falið að kynna sér mál er varðar umsagnir á leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar um rafrænar undirskriftir. Byggingarfulltrúi mun vinna greinargerð og senda á nefndina í kjölfar fundar.
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 64 – Mál nr. 2110003F
Fundargerð lögð fram til kynningar
1.1 2109001 – Dagverðarnes 101, umsókn um byggingarleyfi
1.2 1307003 – Refsholt 18, bygg.mál
1.3 2111002 – Mófellsstaðakot, smáhýsi.
1.4 2111004 – Refsholt 33, umsókn um byggingarleyfi
Skipulagsmál
3. Furuhvammur 4, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101007
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. september til 21. október 2021. Tvær athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma.
Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að hafa samband við skipulagshönnuð.
4. Refsholt 30, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2107001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. september til 21. október 2021. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
5. Refsholt 33, Umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 2111004
Sótt er um að byggja frístundahús 124,5 m2 á lóðinni. Málinu var vísað frá 64.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa til skipulags- og byggingarnefndar þar sem þakform er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag þessa svæðis.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar byggingarleyfisumsókn þar sem hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag frístundabyggðar í Hálsaskógi, IV. áfanga, Refsholt 30-66.
6. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 – Mál nr. 2111001
Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir þéttbýlin Krossland og Melahverfi ásamt sveitarfélagsuppdrætti.Aðalskipulagið er enn á vinnslustigi, en nú gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir áður en tillaga fer í formlegt auglýsingaferli.Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum rennur út þriðjudaginn 30. nóvember 2021
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að ábendingar verði sendar til Hvalfjarðarsveitar í samræmi við umræður á fundinum og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
SV var á fundi undir lið 2 og 5.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:30.