Skipulags- og byggingarnefnd nr. 154

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

154. fundur

miðvikudaginn 15. desember 2021 kl.09:00, hélt  skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri.  Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

SV var á fundi í gegnum fjarfundarbúnað

Þetta gerðist: 

Almenn mál

1.   Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa    – Mál nr. 2103005
Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins. Honum falið að vinna málið áfram.

Byggingarleyfismál

2.   Fitjahlíð 97a, niðurfelling lóðar    – Mál nr. 2112001
Landeigendur Fitjahlíðar 97a L201031 og Fitja L133958 óska eftir að lóðin, Fitjahlíð 97a verði felld niður og lóðin sameinuð Fitjum.
Erindi samþykkt og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulagsmál

3.   Vatnsendi, skilmálar 1-4.áfanga, breyting deiliskipulags    – Mál nr. 2101004
Breyting deiliskipulags var auglýst sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 28. september til 9. nóvember 2021. Engin athugasemd barst á auglýsingartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytingu deiliskipulags sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga og í kjölfarið að birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20.