Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
154. fundur
miðvikudaginn 15. desember 2021 kl.09:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SV var á fundi í gegnum fjarfundarbúnað
Þetta gerðist:
Almenn mál |
||
1. | Rafræn undirskrift erinda frá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 2103005 | |
Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu málsins. Honum falið að vinna málið áfram. | ||
Byggingarleyfismál |
||
2. | Fitjahlíð 97a, niðurfelling lóðar – Mál nr. 2112001 | |
Landeigendur Fitjahlíðar 97a L201031 og Fitja L133958 óska eftir að lóðin, Fitjahlíð 97a verði felld niður og lóðin sameinuð Fitjum. | ||
Erindi samþykkt og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram. | ||
Skipulagsmál |
||
3. | Vatnsendi, skilmálar 1-4.áfanga, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2101004 | |
Breyting deiliskipulags var auglýst sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 28. september til 9. nóvember 2021. Engin athugasemd barst á auglýsingartíma. | ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytingu deiliskipulags sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga og í kjölfarið að birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:20.