Skipulags- og byggingarnefnd nr. 157

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
157. fundur

þriðjudaginn 8. febrúar 2022 kl.14:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Gestir fundarins voru Guðný Elíasdóttir, deildarstjóri skipulags- og byggingarmála hjá Borgarbyggð, og Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar. Þær sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað undir lið 1. SGÞ og SÓÁ tóku einnig þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Þetta gerðist:

Framkvæmdarleyfi

1. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006
Á fund nefndarinnar komu fulltrúar Orkustofnunar og sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Farið var vítt og breytt yfir efnið með fulltrúum Orkustofnunar. Fulltrúar Orkustofnunar yfirgáfu fundinn kl. 15.

Gestir
Harpa Þórunn Pétursdóttir – Lögfræðingur Orkustofnunar
Kristján Geirsson – Verkefnastjóri hjá Orkustofnun

2. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006
Nefndin fór yfir stöðu málsins eftir fund með Orkustofnun.
Nefndin gerir alvarlegar athugasemdir við greinargerð Verkís er varðar fyrirspurn um matsskyldu. Skipulagsfulltrúa er falið að koma þeim á framfæri við Skipulagsstofnun ásamt því að upplýsa stofnunina um að fyrirliggjandi gögn í matsfyrirspurn séu svo ófullnægjandi að ekki er hægt að veita umsögn um það hvort að framkvæmd þurfi að fara í umhverfismat framkvæmda að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 16:00.