Skipulags- og byggingarnefnd nr. 161

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

161. fundur

þriðjudaginn 24. maí 2022 kl.10:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

SGÞ var á fundi kl. 11:30-13:00

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Leiðbeiningablað um brunavarnir í frístundabyggðum – Mál nr. 2205015

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) annast gerð leiðbeininga um brunavarnir. Leiðbeingar þessar eru meginreglur og í stöðugri endurskoðun. Komin eru í kynningu ný drög að leiðbeiningum, „Leiðbeining við reglugerð 747/2018 við gr. 18, Húsnæði og fyrirkomulag slökkvistöðva og útstöðva.“ og „Leiðbeining við lög nr. 75/2000 um brunavarnir við 23.gr. Brunavarnir í frístundabyggð.“ Hagsmunaaðilum er hér með gefinn kostur á að kynna sér efni leiðbeininganna og senda athugasemdir, leiðréttingar og viðbætur, ef einhverjar eru, á netfangið brunavarnasvid@hms.is. Frestur til að skila athugasemdum er 30 dagar frá því að drögin birtast á vefsíðu HMS.

Skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

2. Gönguleiðir í Skorradalshreppi – Mál nr. 2205013

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi er að undirbúa gönguleiðaverkefni 2022. Núverandi vinna við greinagerðir gönguleiða 2021 er í vinnslu. Þær leiðir sem SSV eru með til skoðunar hjá sér er: Gönguleið meðfram Skorradalsvatni, Skorradalsveg upp að Eiríksfossi, Selsskóg og Vatnshornsskóg. Óskað er eftir fleiri hugmyndum um gönguleiðir innan hreppsins.

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á kort og leiðarlýsingu Skarðsheiðarhringsins og Hvalfjarðarhringsins og Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 þar sem gönguleiðir eru skilgreindar.

3. Gönguleið um Stálpastaðaskóg – Mál nr. 2205014

Samtöku sveitarfélaga á Vesturlandi eru að vinna að markaðssetningu gönguleiða. Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir gönguleið í landi Stálpastaða. Samþykki landeiganda liggur fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að skilgreind verði gönguleið í landi Stálpastaða og gerir ekki athugasemd við framlagða legu hennar, en bendir á að leggja þarf fram breytingu á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 til að hún öðlist skipulagslegt gildi.

Fundargerð

4. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 66 – Mál nr. 2202003F

Fundargerð lögð fram til kynningar

4.1 2201001 – Hvammsskógur 11 smáhýsi

4.2 2202010 – Vatnsendahlíð 217, ums. byggingal.

4.3 2201005 – Grenihvammur 5, umsókn um byggingarleyfi

4.4 2201003 – Refsholt 42, Umsókn um byggingarleyfi

4.5 2106013 – Refsholt 30, Umsókn um byggingarleyfi

 

5. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 67 – Mál nr. 2205003F

Fundargerð lögð fram til kynningar

5.1 2102017 – Skógarás 3, ums um byggl. geymsla

5.2 2205011 – Hagaland umsókn um stöðuleyfi

5.3 2205010 – Lambaás 5, umsókn um stöðuleyfi

5.4 1411015 – Fitjahlíð 81, bygg.mál

5.5 2205009 – Vatnsendahlíð 50 Umsókn um byggingarleyfi f. stækkun

5.6 2204022 – Refsholt 32, ums um byggl.

5.7 2111004 – Refsholt 33, Umsókn um byggingarleyfi

5.8 2205008 – Vatnsendahlíð 174, Umsókn um byggingarleyfibyggingarheimild

5.9 2103010 – Fitjahlíð 41, umsókn um byggingarleyfi viðbygging

5.10 1103005 – Dagverðarnes 74b, viðbygging

Skipulagsmál

6. Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun – Mál nr. 2205001

Landsnet hf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um framkvæmd Holtvörðuheiðarlínu 1, sbr. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Óskað er eftir að hreppurinn gefi umsögn um matsáætlun framkvæmdarinnar eigi síðar en 8. júní nk. Í umsögn þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.

Nefndin gerir alvarlegar athugasemdir við matsáætlun Landsnets og mun senda umsögn til Skipulagsstofnunar í samræmi við umræður á fundinum.

7. Úttekt á bátaskýlum við Skorradalsvatn. – Mál nr. 1403004

Lögð fram úttekt á stöðu bátaskýla við Skorradalsvatn, dags. maí 2022, sem lögð er til grundvallar breytingar Aðalskipulags 2010-2022 er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn.

Úttektin lögð fram og kynnt.

8. Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags – Mál nr. 2204006

Lögð fram lýsing breytingar Aðalskipulags Skorradalshrepps er varðar stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að óskað verði umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010.

9. Refsholt 36, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2205002

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Refsholt 36 í landi Hálsa. Breytingin varðar stækkun á byggingarreit, fjölgun húsa innan reitsins, aukið byggingarmagn og hækkun á mænishæð. Óskað er eftir að byggingarreitur verði 10 m frá lóðamörkum, húsum fjölgað um eitt sem verður geymsla, byggingarmagn verði 204,3 fm í stað 165 fm, hámarksstærð gestahúss og/eða geymslu má vera 35 fm í stað 15 fm gestahús og mænishæð 530 cm í stað 480 cm. í gildandi deiliskipulagsáætlun.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 32, 34, 38, 42, 51, 53 og landeigendum.

Framkvæmdarleyfi

10. Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704004

Erindi barst frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi, dags. 12. maí 2022, vegna lögreglumáls nr. 313-2017-13291. Niðurstaða lögreglustjóra er að málið er fellt niður. Unnt er að kæra ákvörðun til Ríkissaksóknara innan mánaðar, þ.e. 12. júní nk. sbr. 2. mgr. 147. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að kæra beri niðurstöðu lögreglustjóra til Ríkissaksóknara og það gert fyrir 12. júní nk. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að leita aðstoðar lögmanns sveitarfélagsins við að kæra til Ríkissaksóknara f.h. sveitarfélagsins.

Gestir

Ómar Karl Jóhannesson – lögmaður hjá Pacta

11. Skógrækt í Vatnshorni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 2205012

Erindi hefur borist til sveitarfélagsins þar sem óskað er afstöðu sveitarstjórnar hvort krafist er framkvæmdaleyfis vegna áforma um skógrækt á jörðinni Vatnshorni sbr. reglugerð nr. 772/2012. Um er að ræða skógrækt á 136 ha lands. Í erindinu kemur fram að leitast verði við að hafa ásýnd skógarins eins fjölbreytta, náttúrulega og þægilega fyrir augað eins og kostur er. Hugað verður sérstaklega að jöðrum skógarins og forðast beinar línur eins og kostur er. Fyrirhuguð framkvæmd er ekki í samræmi við Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 þar sem svæðið er ekki skilgreint sem skógræktarsvæði.

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 er mörkuð sú stefna að vinna eigi að stækkun friðlands birkiskógarvistkerfis skv. lögum um náttúruvernd nr. 44/1999, er taki til allrar jarðarinnar Vatnshorns, að undanskildum lóðum vestast á jörðinni, sem eru í einkaeign og svæði sem afmarkast af merkjum við Bakkakot að austan, Fitjaá að norðan, Skorradalsvatni að vestan og vegaslóða að sunnan, en þetta svæði er hverfisverndað m.t.t. menningarsögulegs gildis.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:00.