Skipulags- og byggingarnefnd nr. 167

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
167. fundur

miðvikudaginn 16. nóvember 2022 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Sigrún Guttormsdóttir Þormar, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SV sat fundinn undir lið 1
SGÞ sat fundinn undir lið 9

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Byggingarfltr. ONE Robot tenging við HMS byggingargátt – Mál nr. 2210004
Ingimar Arndal og Hrafnkell Erlendsson hjá One Systems kynntu OneRobot (afgreiðsla byggingarmála) og OneLandPlanning (afgreiðsla skipulagsmála).
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og leita tilboða

Gestir
Hrafnkell Erlendsson – One Systems
Ingimar Arndal – One Systems

2. Upplýsingafundur um málefni Andakílsárvirkjunar – Mál nr. 2211010
Haldinn var upplýsingafundur fyrir íbúa, landeigendur og aðra hagsmunaaðila um málefni Andakílsárvirkjunar þann 2. nóv. sl. í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
PD fór fyrir hönd sveitarfélagsins og gerði grein fyrir fundinum.

Skipulagsmál

3. Skipulagsdagurinn 2022 – Mál nr. 2211006
Skipulagsdagurinn 2022 verður haldinn þann 17. nóv. 2022. Fjallað verður um stafræna vegferð, fæðuöryggi, skipulag bæjarrýmis og orkuskipti.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi sitji fundinn í streymi.

4. Skálalækjarás 22, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2211001
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags við Skálalæk í landi Indriðastaða, fyrir lóð Skálalækjarás 22. Breytingin varðar aukið byggingarmagn á lóð úr 120 fm í 238 fm og mænishæð verði 5,4 m í stað 4,5 m. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Skálalækjarás 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 24, og landeigendum.

5. Dagverðarnes, svæði 9, nýtt deiliskipulag – Mál nr. 2103006
Embættið hefur sent Skipulagsstofnun samþykkt skipulag til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindi barst frá Skipulagsstofnun þar sem stofnunin hefur farið yfir framlögð gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þar sem ekki liggur fyrir undanþága frá vegi sbr. gr. 5.3.2.5., lið d í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 frá stofn- og tengivegum. Á 171. fundi hreppsnefndar var nýtt deiliskipulag frístundabyggðar 7 lóða í landi Dagverðarness á svæði 9 samþykkt sbr. 3. mgr. 41 gr. sömu laga.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að fjarlægð byggingarreita á frístundalóðum Dagverðarness 300 og 302 verði 50 m í stað 100 m frá Skorradalsvegi (508) og farið verði þess á leit við Innviðaráðherra að veita undanþágu frá gr. 5.3.2.5. d-lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 þannig að fjarlægð verði 50 m í stað 100 m frá Skorradalsvegi.

Framkvæmdarleyfi

6. Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku – Mál nr. 2211003
Sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Horns. Um er að ræða að fjarlægja eyri í ós Hornsár ásamt bakkavörn og bakkavörn neðarlega á austurbakka Hornsár neðan Mófellsstaðavegar. Ekki verði farið í virkan farveg árinnar og ekki niður fyrir yfirborð hennar. Magn efnistöku verði 285 m3. Umsögn Fiskistofu liggur ekki fyrir en umsögn Minjastofnunar Íslands liggja fyrir. Landlíkan liggur fyrir og hnitfest afmörkun efnistökustaða.
Skipulags- og byggingarnefnd álitur að ekki sé um framkvæmdleyfisskilda efnistöku að ræða, þar sem um er að ræða lítið magn og til eigin nota. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir efnistökuna með fyrirvara um leyfi Fiskistofu og leggur til að gerð verði úttekt að framkvæmd lokinni. Vinnslutími efnistöku miðast við leyfi Fiskistofu.

7. Álfsteinsá, umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku – Mál nr. 2211004
Sótt er um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Horns og Efri Hrepps. Um er að ræða að fjarlægja á tveimur svæðum samtals 3946 m3 möl úr eyrum í Álfsteinsá neðan Mófellsstaðavegar. Á svæði 6 yrðu teknar um 2886 m3 af möl og á svæði 3 um 1060 m3. Umsögn Fiskistofu liggur ekki fyrir en umsögn Minjastofnunar Íslands liggja fyrir. Landlíkan liggur fyrir og hnitfest afmörkun efnistökustaða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistöku 3946 m3. Lagt er til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem samþykki landeiganda Efri Hrepps liggur fyrir og umsækjandi er fulltrúi landeiganda Horns. Vinnslutími efnistöku miðast við leyfi Fiskistofu.

8. Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi til vegagerðar – Mál nr. 2211005
Sótt er um framkvæmdaleyfi til vegagerðar í landi Horns. Um er að ræða 900 m langa heimreið að nýju íbúðarhúsi á Litla Sandhóli ofan Mófellsstaðavegar. Hækkun vegar í landi er um 40 m. Áætlað efnismagn í veginn er 3500 m3. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur ekki fyrir. Landlíkan liggur fyrir og hnitfest lega vegar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til vegagerðar. Lagt er til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem fulltrúi landeiganda er umsækjandi. Framkvæmdaleyfi verði veitt til eins árs.

9. Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun – Mál nr. 2205001
Fundur með hreppsnefnd Skorradalshrepps og Landsnet þar sem verkefnið var kynnt.

Gestir
Hugrún Gunnarsdóttir – Verkís
Bryndís Skúladóttir – Landsnet

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:20.