Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps nr. 162

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
162. fundur

þriðjudaginn 21. júní 2022 kl.10:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingólfur Steinar Margeirsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1. Kosning formanns og varaformanns – Mál nr. 2206019
Pétur Davíðsson var kjörinn formaður og Ingólfur Margeirsson var kjörinn varaformaður. Formaður situr afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og til vara er varaformaður.

2. Skógrækt í Skorradal – Mál nr. 2206021
Skógræktin hefur óskað eftir fundi með embætti skipulagsfulltrúa. Hrefna Jóhannesdóttir, skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, sat fundinn um fjarfundarbúnað.

Hrefna fór yfir skógræktarframkvæmdir í landi Stóru Drageyrar og Bakkakots. Einnig fór hún yfir kröfur Skógræktarinnar vegna skipulagsmála í Skorradal. Hrefna óskaði eftir að Skógræktinn fengi að leggja fram bókun. Bókun barst ekki fyrir lok fundar, en verður lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.

Gestir
Hrefna Jóhannesdóttir –

3. Umsögn um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1112021 – Mál nr. 2201006
Á 160. fundi skipulags- og byggingarnefndar var Sókn lögmannsstofu falið að vinna umsögn fyrir Skorradalshrepp vegna fyrirspurnar um matsskyldu í flokki B vegna framkvæmda í og við lón Andakílsárvirkjunar.
Umsögn lögð fram og kynnt, ásamt uppfærðu minnisblaði og bréfi til Orkustofnunar.

Skipulagsmál

4. Vatnsendahlíð 188, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2204001
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 10. maí til 10. júní 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og óskað verði eftir undanþágu hjá ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Fjarlægð byggingarreits verður 90 m eftir breytingu. Þegar undanþága liggur fyrir verði skipulagsfulltrúa falið að senda inn samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

5. Refsholt 42, breyting deiliskipulags – Mál nr. 2204002
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 10. maí til 10. júní 2022. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýst um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. ISM tók ekki þátt í afgreiðslu málsins

6. Holtavörðuheiðarlína 1, matsáætlun – Mál nr. 2205001
Umsögn skipulags- og byggingarnefndar, dags. 27.5.2022, um matsáætlun framkvæmdar Holtavörðuheiðarlínu 1 var send inn til Skipulagsstofnunar.

Umsögn lögð fram og kynnt.

7. Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1704004
Á 161. fundi skipulags- og byggingarnefndar var skipulagsfulltrúa falið að leita aðstoðar lögmanns sveitarfélagsins við að kæra til Ríkissaksóknara f. h. sveitarfélagsins.

Kæra lögð fram og kynnt.

Framkvæmdarleyfi

8. Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd – Mál nr. 2206012
Á 168. fundi hreppsnefndar staðfesti hreppsnefnd stöðvun tveggja framkvæmda í landi Stóru Drageyrar. Skipulagsfulltrúa var falið að vinna málin áfram og í samstarfi við skipulagsnefnd.

Minnisblað skipulagsfulltrúa lagt fram og kynnt. Óskað hefur verið eftir gögnum frá Skógræktinni til að vinna málið áfram.

9. Skógrækt í Vatnshorni, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 2205012
Viðbótargögn frá Skógræktinni, þ.e. ræktunaráætlun lögð fram. Í ljósi áforma Skógræktarinnar um skógrækt á landi þar sem mörkuð er sú stefna í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022 að vinna eigi að stækkun friðlands birkiskógarvistkerfis í Vatnshorni þarf nefndin að ákveða næstu skref friðlýsingar.

Skipulagsfulltrúa falið að afla upplýsinga um friðlýsingu Vatnshornsskógar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:30