Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 184

Haldinn á Hvanneyri,
26.11.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ástríður Guðmundsdóttir Aðalmaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2410002F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 76
Fundargerð lögð fram til kynningar
1.1. 2408004 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Refsholt 34 - Flokkur 1
Óskað er eftir byggingarheimild, flytja tilbúið hús, 47,9 m2 á lóðina Refsholt 34.
Byggingaráformin eru samþykkt.
1.2. 2104004 - Dagverðarnes 60, umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um byggingarheimild til stækkunar húss og geymslu, húsið er 118,1 m2, verður 126,9 m2 , geymslan er 10,5 m2, verður 18,6 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt
1.3. 2405008 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Indriðastaðahlíð 150 - Flokkur 2
Umsókn um byggingu á geymslu/gistihúss 48,5 m2
Byggingaráformin eru samþykkt.
1.4. 2405007 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Indriðastaðahlíð 148 - Flokkur 2
Umsókn um byggingu á byggingu geysmlu/gistihúss 48,5 m2
Byggingaráformin eru samþykkt.
1.5. 2405006 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Indriðastaðahlíð 146 - Flokkur 2
Umsókn um byggingu á byggingu geysmlu/gistihúss 48,5 m2
Byggingaráformin eru samþykkt.
1.6. 2405005 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Indriðastaðahlíð 144 - Flokkur 2
Umsókn um byggingu á geymslu/gistihúss 48,5 m2
Byggingaráformin eru samþykkt.
1.7. 2410005 - Fyrirspurn v. bygg.skilmála í Indriðastaðahlíð
Óskað er upplýsinga um túlkun á mænishæð í landi sem hallar mjög mikið sbr. Indiðastaðhlíð 115
Í ljósi aðstæðna er óskað eftir nánari upplýsingum sem sýna snið lands og húss.
Skipulagsmál
2. 1402009 - Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
Brugðist hefur verið við umsögnum á kynningartíma vinnslutillögu sem var frá 24. janúar til 7. febrúar 2024. Breyting var gerð á byggingarskilmálum er varðar vegg- og salarhæð, en hún er gefin frjáls. Breyting var gerð á lóðamörkum milli Fitjahlíðar 54 og 56. Gerðar voru breytingar á köflum 2.7 Veitur og sorp og 2.2 Samgöngur.
Fjarlægð bygginga frá Skorradalsvegi (580) skal vera 100 m samanber d. lið gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Byggðin á Kiðhúsbala byggðist upp fyrir gildistöku reglugerðarinnar og byggingar standa nær vegi en 100 m. Óska þarf því eftir undanþágu hjá innviðaráðherra ef á að heimila stækkun frístundahúsa eða auka hús á lóð. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að þar sem lóðir eru litlar og þröngar og áhugi er fyrir því að stækka frístundahúsin og byggingu auka húsa innan lóðar sé það mikilvægt að fá undanþágu hjá innviðarráðherra frá ofangreindri reglugerð og að fjarlægð byggingarreita megi vera 25 m frá Skorradalsvegi (508).

Skipulags og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillögu deiliskipulags frístundabyggðar Kiðhúsbala í landi Fitja til auglýsingar sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sótt verði um undanþágu á d. lið gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 hjá innviðarráðherra um fjarlægð byggingarreita frá Skorradalsvegi verði 25 m í stað 100 m. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
d970-Fitjahlíð_20241118.pdf
3. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
Skipulagstofnun hefur yfirfarið og staðfest, 14. nóvember 2024, breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sem samþykkt var í hreppsnefnd 22. október 2024. Afrit af auglýsingu um staðfestinguna verður birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Gögn framlögð og kynnt.
Staðfesting Skipulagsstofnunar.pdf
ASK breyting_bls_1_2_20241108.pdf
Úttekt.pdf
4. 2309002 - Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037
Unnið er að endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037. Vinnslutillaga var til auglýsingar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 frá 26.9.2024-14.11.2024.
Nefndin gerir athugasemdir við legu sveitarfélagamarka sem liggja að Skorradalshreppi. Bent er á í því samhengi á þinglýst gögn jarðamarka og vinnu Gylfa Más Guðbergssonar frá 1996 er varðar skráningarblöð jarða og annarra landareigna. Enn fremur er bent á að Skorradalsvegur (F508) er flóttaleið sem liggur austur út úr Skorradalshreppi og mikilvægt að hugað sé að því við gerð Aðalskipulags Borgarbyggðar. Skipulagsfulltrúa falið að upplýsa Borgarbyggð um málið.
Framkvæmdarleyfi
5. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1
Lögð er fram drög að umsögn er varðar umhverfismat Holtavörðuheiðarlínu 1.
Skipulags- og byggingarnefnd felur formanni að vinna áfram umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Fundargerð_2024.07.01-Skorradalshreppur.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45 

Til bakaPrenta