Gjaldskrá

fyrir afgreiðslu umsókna, leyfisveitingar og þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps

1.gr – Almenn ákvæði

Skorradalshreppur hefur ákveðið að setja gjaldskrá til innheimtu kostnaðar við útgáfu byggingaleyfis, framkvæmdaleyfis og vegna vinnu við skipulagsmál. Gjaldskráin tekur til útgáfu leyfa, skjalagerðar, yfirlestur gagna, auglýsinga, kynninga og allrar annarrar umsýslu og þjónustu sem embætti skipulags- og byggingarfulltrúa í Skorradal veitir, svo sem vegna bygginga og framkvæmda sem bundnar eru leyfum, gerð skipulagsáætlana og breytingu á þeim, samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 m.s. br. og mannvirkjalögum nr. 160/2010 m.s.br..

 

Tekjum sveitarfélagsins skv. gjaldskrá þessari skal varið til að standa undir hluta kostnaðar embættis skipulags- og byggingarfulltrúa.

2.gr – Skilgreiningar

Afgreiðslugjald:

Gjald sem greitt er við móttöku umsóknar byggingarleyfis, framkvæmdaleyfis og um nýja skipulagsáætlun eða breytingar á skipulagsáætlun. Í afgreiðslugjaldi felst kostnaður við móttöku og skráningu umsóknar.

 

Umsýslugjald:

Kostnaður Skorradalshrepps vegna yfirferðar gagna, afgreiðslu umsóknar, útgáfu leyfis, eftirlits, úttektar og útgáfu vottorðs.

 

Auglýsingagjald:

Kostnaður Skorradalshrepps vegna kynningar, birtinga, auglýsinga og póstkostnaður sem og annar útlagður kostnaður vegna umsýslu umsóknar.

 

Auka yfirferð:

Yfirferð breyttra gagna þar sem umsókn og móttaka gagna hefur áður átt sér stað.

 

Úttektargjald:

Gjald sem greiðist vegna útmælinga, eftirlits eða auka úttektar,  skipulags- og byggingarfulltrúa á framkvæmdastað.

 

3. gr – Innheimta

Innheimta skal afgreiðslugjald vegna umsóknar um byggingarleyfi, framkvæmdaleyfi og nýja skipulagsáætlun eða breytingar á skipulagsáætlun.  Innheimta skal byggingarleyfisgjald og framkvæmdaleyfisgjald við veitingu leyfis.  Innheimta skal skipulagsgjald vegna meðferðar skipulagsmála. Skorradalshreppur skal innheimta gjöld samkvæmt þessari gjaldskrá.

 

4. gr – Byggingarleyfisgjöld

Byggingarleyfisgjald er fyrir veitta þjónustu og verkefni byggingarfulltrúa, m.a. fyrir undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, yfirferðar hönnunar- og aðaluppdráttar, útgáfu byggingarleyfis byggingarfulltrúa, útgáfu stöðuleyfa, útmælingu, eftirlit, úttektir og vottorð sem byggingarfulltrúi lætur í té. Gjald miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta.

 

  • Afgreiðslugjald við móttöku byggingarleyfisumsóknar, 11.750 kr.
  • Fermetragjald af nýbyggingu eða viðbyggingu, 85 kr.
  • Rúmmetragjald af nýbyggingu eða viðbyggingu, 85 kr.
  • Yfirferð aðaluppdrátta, 18.300 kr.
  • Afgreiðslugjald vegna hverrar úttektar, 11.750 kr.
  • Áfangaúttekt/stöðuúttekt, 39.200 kr.
  • Fokheldisúttekt og vottorð, 35.000 kr.
  • Lokaúttekt og vottorð, 56.200 kr.
  • Úttekt vegna meistaraskipta, 39.200 kr.
  • Úttekt vegna byggingarstjóraskipta, 39.200 kr.
  • Gjald fyrir útkall þegar verk reynist ekki úttektarhæft, 11.750 kr.
  • Mæling lóðar, 56.000 kr.
  • Mæling fyrir húsi á lóð, 56.000 kr.
  • Stöðuleyfi til hálfs árs fyrir hverja einingu, 19.600 kr.
  • Framlenging á stöðuleyfi til hálfs árs fyrir hverja einingu, 19.600 kr.
  • Umsýsla vegna stofnunar lóðar eða breytingar á lóð, 18.300 kr.
  • Húsaleiguúttekt íbúðarhúsnæði, hvert fastanúmer, 35.000 kr.
  • Húsaleiguúttekt atvinnuhúsnæði, hvert fastanúmer, 45.000 kr.
  • Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, 1-5 fastanúmer í húsi, 35.000 kr.
  • Viðbót vegna eignaskiptayfirlýsinga, hvert fastanúmer umfram 5 í húsi, 7.500 kr.
  • Yfirferð nýrra eða breyttra hönnunargagna eftir útg. bygg.leyfis, lágmark 10.000 kr.
  • Yfirferð nýrra eða breyttra hönnunargagna eftir útg. bygg.leyfis, hámark 85.000 kr.

5. gr. – Framkvæmdaleyfisgjöld

Framkvæmdaleyfisgjald er fyrir veitta þjónustu og verkefni skipulagsfulltrúa, m.a. fyrir undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, yfirferðar framkvæmdaleyfisgagna, útgáfu framkvæmdaleyfis skipulagsfulltrúa, útmælingu, eftirlit, úttektir og vottorð sem skipulagsfulltrúi lætur í té. Umsýslugjald miðast við eina yfirferð framkvæmdaleyfisgagna og eina úttekt.  Skipulagsfulltrúi áætlar umfang útmælinga, eftirlitsferða og úttekta við útgáfu framkvæmdaleyfis og leggur gjöld vegna þeirra við útgáfu leyfisins.  Vinna vegna aðkeyptrar þjónustu við framkvæmdaleyfi sem nauðsynleg er vegna útgáfu þess skal innheimta sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni.

  • Afgreiðslugjald við móttöku framkvæmdaleyfisumsóknar 10.500 kr.
  • Umsýslugjald framkvæmdaleyfis skv. 13. gr. skipulagslaga 50.000 kr.
  • Umsýslugjald framkvæmdaleyfis skv. 13. og 14. gr. skipulagslaga 50.000+200.000 kr.
  • Umsýslugjald framkvæmdaleyfis skv. 13. og 44. gr. skipulagslaga 50.000+30.000 kr.
  • Auka yfirferð framkvæmdaleyfisgagna 10.500 kr./klst.
  • Auka úttektargjald 10.500 kr./klst.
  • Óveruleg framkvæmd skv. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012, þ.e. graftrarleyfi 30.000 kr.
  • Umsýsla vegna afhendingar landupplýsinga 10.500 kr.

 

6. gr. – Skipulagsgjöld vegna breytinga á aðalskipulagi

Skipulagsgjald er fyrir veitta þjónustu og verkefni skipulagsfulltrúa, m.a. fyrir undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, yfirferð skipulagsgagna og skjalfærslu gagna. Gjald miðast við eina yfirferð skipulagsgagna.

 

  • Afgreiðslugjald við móttöku umsóknar um breytingu aðalskipulags 10.500 kr.
  • Umsýslugjald vegna breytinga á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga 290.000 kr.
  • Umsýslugjald vegna óverulegra breytinga á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 190.000 kr.
  • Útlagður kostnaður vegna auglýsinga skipulagsáætlana skal innheimta sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni
  • Auka yfirferð skipulagsgagna 10.500 kr./klst.
  • Umsýsla vegna afhendingu landupplýsinga 10.500 kr.

 

7. gr. – Skipulagsgjöld vegna deiliskipulagsáætlana

Skipulagsgjald er fyrir veitta þjónustu og verkefni skipulagsfulltrúa, m.a. fyrir undirbúning, svo sem vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, yfirferð skipulagsgagna og skjalfærslu gagna. Gjald miðast við eina yfirferð skipulagsgagna.

 

  • Afgreiðslugjald við móttöku umsóknar 10.500 kr.
  • Umsýslugjald vegna lýsingar skipulagsáætlunar 50.000 kr.
  • Umsýslugjald vegna nýs deiliskipulags skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga 138.600 kr.
  • Umsýslugjald vegna verulegrar breytinga á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 138.600 kr.
  • Umsýslugjald vegna óverulegrar breytinga á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 46.200 kr.
  • Umsýslugjald vegna grenndarkynningar skv. 1. mgr. 44. gr. skipulaglaga 46.200 kr.
  • Útlagður kostnaður vegna auglýsinga skipulagsáætlana skal innheimta sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni
  • Auka yfirferð skipulagsgagna 10.500 kr./klst.
  • Umsýsla vegna afhendingu landupplýsinga 10.500 kr.

 

8. gr. – Gjalddagi, lögveð

 

Afgreiðslugjald fellur í gjalddaga við móttöku erindis og skal vera greitt áður en fjallað er um erindi.

 

Umsýslu- og auglýsingagjald skal greiða fyrir útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfis.

 

Umsýslu- og auglýsingagjald skal greiða áður en skipulagstillaga er auglýst eða grenndarkynnt.

 

Afgreiðslugjöld eru óafturkræf þótt umsókn sé synjað, leyfi falli úr gildi eða umsókn dregin til baka.  Leyfis- og auglýsingagjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru ekki endurkræf, þótt ekki verði af framkvæmd.

 

Heimilt er að gera skriflegan samning um greiðslur.  Afgreiðslu-, umsýslu-, auglýsinga-, byggingar-, framkvæmda- og skipulagsgjöld fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð og gjaldfallin gjöld má innheimta með fjarnámi.

 

9. gr. – Verðlagsbreytingar

Gjöld skv. gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu með grunnvísitölu 131,6 í september 2016.  Gjöldin taka mánaðarlegum breytingum í samræmi við breytingar á vísitölunni.

 

10. gr – Gildistaka o.fl

Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af hreppsnefnd Skorradalshrepps, tekur gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Með samþykkt gjaldskrár þessarar fellur úr gildi gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Skorradalshrepps sem auglýst var með auglýsingu nr. 834 í B-deild Stjórnartíðinda þann 9. september 2011.

 

Skorradal  26. október 2016

F.h. sveitarstjórnar Skorradalshrepps,

Árni Hjörleifsson, oddviti.

Gjaldskrá Skorradalshrepps vegna skipulags- og byggingamála á PDF formi