Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 193

Haldinn á Hvanneyri,
21.02.2024 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1606002 - Samningur v. þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradal
Lagður fram til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi samning til seinni umræðu.
Þjónustusamningur vegna þjónustu Borgarbyggðar gagnvart íbúum Skorradalshrepps, ódagsettur.

Samþykkt með 4 atkvæðum.
PD sat hjá við afgreiðslu málsins.

26.01.2024_Borgarbyggð_og_Skorradalshreppur_aðalsamningur.pdf
2. 2209014 - Erindi frá oddvita
Lagður fram samningur við T.S.V. sf. um starf byggingarfulltrúa.
Samningur samþykktur samhljóða og oddvita heimilað að undirrita samninginn.
3. 2401004 - Íbúafundur
Lagt fram erindi frá Huldu Guðmundsdóttur vegna borgarafundar Skorradalshrepps sem haldinn var í Brún 29. janúar 2024 sl. þar sem lagt er til við hreppsnefnd Skorradalshrepps að hún aðhafist ekkert frekar í sameiningarmálum hreppsins á þessu kjörtímabili. Jafnframt að haldinn verði opinn íbúafundur um framtíð hreppsins án milliliða. Undir erindið rita 12 íbúar Skorradalshrepps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun.
"Þakkar fyrir erindið og sér ekki ástæðu til að verða við erindinu."
GE og KJ styðja bókun oddvita.

ÓRÁ leggur fram eftirfarandi bókun.
"Þakkar líka fyrir erindi íbúa Skorradalshrepps. Lýsir furðu sinni að ekki sé hlustað á íbúa sveitarfélagsins og það séu fleiri íbúar sem styðja þessa tillögu. Þar af leiðindi er full ástæða fyrir sveitarfélagið að kanna hug íbúanna áður en verður farið lengra í sameiningarviðræðum."
Óli Rúnar Ástþórsson

Tillaga oddvita samþykkt með 3 atkvæðum.
Tillögu ÓRÁ er hafnað af meirihluta hreppsnefndar en ÓRÁ og PD greiða atkvæði með henni.



Fwd: Til hreppsnefndar.pdf
4. 2309008 - Sameiningarmál
Lögð fram svarbréf innviðarráðuneytisins og Samband íslenskra sveitarfélaga um hæfi og vanhæfi hreppsnefndarmanna til að taka þátt í viðræðum um óformlegar sameiningarviðræður við Borgarbyggð.
JEE, GE og KJ leggja fram eftirfarandi bókun: "Samkvæmt svari frá Innviðarráðuneytinu dags 16/ 1 2024 fæst ekki séð að neinn hreppsnefndamaður standist ekki hæfi , hvorki til afgreiðslu í hreppsnefnd né til setu í vinnuhópi vegna sameiningaviðræðna milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Þetta er einnig staðfest í svari frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 17/1 2024.
Því stendur bókun frá 191. fundi hreppsnefndar dags 18/12 2023 tölusett nr 2. En þar segir
Meirihluti hreppsnefndar samþykkir að hefja óformlegar sameiningarviðræður á milli sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í því skyni að kanna fýsileika á sameiningu. Lagt er til að gengið verði til samninga við KPMG um verkefnastjórn vegna viðræðnanna. Viðræðurnar hefjist í janúar 2024 og stefnt er að því að skila niðurstöðum eigi síðar en 1. maí 2024.


Hvort sveitarfélag um sig þarf að skipa tvo fulltrúa inn í verkefnastjórn sem mun leiða verkefnið fyrir hönd sveitarstjórnanna. Lagt er til að fyrir hönd Skorradalshrepps muni sitja Jón E. Einarsson og Guðný Elíasdóttir og að sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í Borgarbyggð verði starfsmaður verkefnastjórnar og tengiliður við verkefnastjóra."


Samþykkt með 3 atkvæðum JEE, GE og KJ


Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"GE er talin hæf, sbr. 7. mgr. 20 gr. sveitarstjórnarlaga til að greiða atkvæði um að hefja óformlega viðræður um sameiningu við Borgarbyggð og sitja í viðræðustjórn um sameiningu sveitarfélaga."

JEE, GE og KJ samþykkja tillöguna. ÓRÁ og PD greiða atkvæði gegn tillögunni.


ÓRA og PD bóka eftirfarandi:
"Í ljósi samþykktar meirihluta hreppsnefndar um hæfi GE, þá áskilur minnihlutinn sér rétt til að óska eftir því, með kæru til Innviðaráðuneytisins, að ráðuneytið úrskurði um hæfi allra hreppsnefndarmanna í ljósi 2. mgr. 20 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011, um að taka þátt í afgreiðslu á tillögum um að fara í óformlegar sameiningarviðræður við Borgarbyggð. Jafnframt um hæfi allra sveitastjórnarmanna til að sitja í viðræðunefnd um sameiningu, sbr. vísun í sömu lagagrein.
Ástæða efasemda um hæfi GE er að GE er einn af þremur sviðstjórum Borgarbyggðar og skapar það efasemdir um að viljaafstaða hennar mótist eða líti út fyrir að mótast af þeirri stöðu en ekki eingöngu af eigin sannfæringu eða hagsmunum Skorradalshrepps. Skapaðist því umræða um hæfi allra hreppsnefndarmanna og er því rétt að ráðuneytið úrskurði um hæfi okkar allra.
Einnig áskilur minnihlutinn sér rétt til að óska eftir áliti Innviðaráðuneytisins á grundvelli 112 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 á fyrrnefndri ákvörðun og eins afgreiðslu 2. liðar frá fundi 18. desember s.l. og öllum ferlinum í tengslum við ákvörðunina. Við teljum að báðar bókanir í 2. lið 18. desember hafi ekki verið afgreiddar á þeim fundi."
Óli Rúnar Ástþórsson
Pétur Davíðsson

GE leggur eftirfarandi bókun:
"GE vill lýsa yfir vanhæfi á PD um að fjalla um sameiningarmál sveitarfélagana tveggja Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. PD hefur sýnt mikla andstöðu við sameiningarferlið í orðum og gjörðum en í gegnum árin hefur hann haft mikinn fjárhagslegan ávinning af sveitarfélaginu Skorradalshrepp, bæði í launagreiðslum og greiðslum sveitarfélagsins á hagsmunaverkefnum. Því hefur sameining Skorradalshrepps við annað sveitarfélag fjárhagsleg áhrif á hann og því er hann vanhæfur."
Guðný Elíasdóttir

PD vill bóka eftirfarandi: "Í ljósi bókunar GE, þá vill ég undirstrika að ég lagði fram bókun á fundi hreppsnefndar þann 18. desember s.l. um að gerð yrði valkostagreining á sameiningarmöguleikum Skorradalshrepps við önnnur sveitarfélög í nágrenninu. Sú tillaga hefur ekki verið afgreidd. Eins á fundi hreppsnefndar 18. október s.l. lagði ég fram tillögu um að skoða eða hefja samtal við Akranesskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð. Því var hafnað af meirihluta hreppsnefndar.Launagreiðslur til undirritaðs á s.l. árum eru einungis vegna nefndarstarfa samkvæmt samþykkt sveitarfélagsins og greiðslur samkvæmt verktakasamningi við félag undirritaðs um vinnu fyrir sveitarfélagið. Sú vinna r unnin er að beiðni oddvita og/eða sveitarstjórnar. Allir eru reikningar yfirfarnir af oddvita og gerð árlega, meiri sérstakalega grein fyrir þeim við endurskoðun ársreiknings hjá KPMG ehf. "
Pétur Davíðsson

JEE, KJ og GE vilja benda PD og ÓRA á að öllum er heimilt til að leggja fram kærur, ábendingar og kvartanir til innviðaráðuneytisins hvort sem það eru kjörnir fulltrúar sveitarstjórnar eða íbúar. Á þeim forsendum þurfa PD og ÓRA ekki að áskilja sér þann rétt í bókun sveitarstjórnar. Ef til þess kemur að PD og ÓRA leggi inn kæru til innviðaráðuneytisins vilja JEE, KJ og GE að það komi skýrt fram að sveitarfélagið muni hvorki greiða kostnað sem hlýst af því ferli né fresta óformlegum sameiningaviðræðum þar til niðurstaða innviðaráðuneytisins er skilað inn til kærenda.
FS: Fwd Hæfivanhæfi hreppsnefndarmanna í Skorradalshrepp.pdf
FS: Fwd Hæfivanhæfi hreppsnefndarmanna í Skorradalshrepp.pdf
5. 2309008 - Sameiningarmál
Framlagður samningur við KPMG vegna þjónustu og ráðgjafar við að vinna gögn sem gera sveitarstjórnum Borgarbyggðar og Skorradalshrepps kleift að taka ákvörðun um hvort kosið skuli um sameiningu sveitarfélaganna.
Oddviti leggur fram eftirfarandi:
"Sveitarstjórn Skorradalshrepps staðfestir framlagðan samning við ráðgjafarasvið KPMG ehf., Oddvita falið að undirrita samninginn."


ÓRÁ og PD bóka eftirfarandi:
"Undirritaðir leggja til að farið verði yfir eftirtalin atriði og þau lagfærð og bætt inn í samningin um þjónustu KPMG ehf.
1. Ekki liggur fyrir samþykki Jöfnunarsjóðs um greiðslu kostnaðar og samþykki verkáætlunar vegna hugsanlegra óformlegra viðræðna við Borgarbyggð.
2. Ekki koma fram nein takmörk eða hámörk á tímafjölda vegna þjónustu KPMG ehf eða systurfyrirtækis KPMG ehf um aðkomu að verksamningum.
3. Hvorki kemur fram hver fylgist með tímaskráningum né eftirfylgni með framvindu verksins eða hver samþykkir verkreikninga. Nauðsynlegt er að ábyrgðaaðilar séu tilgreindir"

JEE, GE og KJ samþykkja bókun oddvita og leggja til að gerður verði viðauki við samning KPMG ehf. þar sem fram koma upplýsingar varðandi áætlaðan tímafjölda við vinnu KPMG ehf. í óformlegum viðræðum. Einnig upplýsingar um þann aðila sem heldur utan um framvindu verks með eftirfylgni tímafjölda og fundargerðum ásamt þeim aðila sem samþykkir verkreikninga fyrir hönd sveitarfélagana

PD og ÓRÁ samþykkja sína bókun. ÓRÁ ítrekar að nauðsynlegt er að samþykki Jöfnunarsjóðs liggi fyrir til að koma í veg fyrir að kostnaður leggist á Skorradalshrepp ef framlög Jöfnunarsjóðs duga ekki, sbr. t-póst Róberts Ragnarssonar. Vék einnig athygli á því að 7 millj.kr. þóknun KPMG sé sama fjárhæð og reiknað er með í mun stærra sameiningarverkefni KPMG á Suðurnesjum. Það væri nær lagi að reikna með 2 til 2,5 millj. kr. fyrir verkefnið hér.


Borgarbyggð-Skorradalshreppur_samningur.pdf
6. 2402006 - Fulltrúi í Ungmennaráð Vesturlands
Val fulltrúa Skorradalshrepps í Ungmennaráð Vesturlands. Ungmenni á aldrinum 14-26 ára eiga rétt á setu í ungmennaráðinu.
Oddviti leggur til eftirfarandi: Kosning til eins árs.

Aðalmaður: Hlynur Blær Tryggvason
Varamaður: Erla Ýr Pétursdóttir


Samþykkt samhljóða.
Ungmennaráð Vesturlands.pdf
7. 2402007 - Boðun á Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga nr. XXXIX
XXXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið fimmtudaginn 14. mars nk. í Silfurbergi í Hörpu.
Lagt fram.
Boðun landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.pdf
8. 2402010 - Fulltrúi á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Fulltrúi á aðalfund SSV, sem haldinn verður 20. mars n.k.

Samþykkt samhljóða að Pétur Davíðsson verði fulltrúi Skorradalshrepps á fundinum. Til vara Jón. E. Einarsson. Oddviti hefur einnig seturétt á fundinum.

GE óskar eftir að ganga út úr stjórn SSV. sem fulltrúi Skorradalshrepps.
Samþykkt að PD verði fulltrúi í stjórn SSV og JEE til vara.
Aðalfundarboð 2024.pdf
9. 2402011 - Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands árið 2024
Fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lagt fram.
Aðalfundur verður haldinn 20. mars n.k.

Samþykkt samhljóða að oddviti verði fulltrúi Skorradalshrepps á fundinum.
10. 2402012 - Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands ehf árið 2024
Fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands ehf. lagt fram.
Aðalfundur verður haldinn 20. mars n.k.

Samþykkt samhljóða að oddviti verði fulltrúi Skorradalshrepps á fundinum.
11. 2402013 - Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands árið 2024
Fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands lagt fram.
Aðalfundur verður haldinn 20. mars n.k.

Samþykkt samhljóða að oddviti verði fulltrúi Skorradalshrepps á fundinum.
12. 2402008 - Beiðni um samstarf - samráð gegn heimilisofbeldi á Vesturlandi
Undanfarið hafa Ríkislögreglustjóri og Lögreglustjórinn á Vesturlandi verið í samstarfi við SSV og unnið að mótun svæðisbundins samráðs gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi. Er þetta í samræmi við samskonar verkefni í öðrum landshlutum. Í lok síðasta árs fóru fram þrír kynningarfundir um verkefnið í Borgarnesi, Akranesi og Ólafsvík.
Óskað er því eftir að fulltrúi frá sveitarfélaginu mæti til undirritunar á yfirlýsingu á samstarfinu. Jafnframt er óskað eftir að málið hafi fengið formlega afgreiðslu í viðeigandi nefnd þannig að bæði samþykkt á samráðinu og umboð til undirritunar liggi fyrir.

Samstarfsyfirlýsingin samþykkt af sveitarstjórn og oddvita heimilað að undirrita hana.

Samþykkt samhljóða.
Samstarfsyfirlýsing Sveitarfélög.pdf
13. 2401004 - Íbúafundur
Haldinn var íbúafundur í Brún 29.janúar sl. Minnispunktar lagðir fram til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
14. 2401003F - Skipulags- og byggingarnefnd - 179
Lögð fram fundargerð frá 30. janúar s.l.
Fundargerðin samþykkt, einn fundarliður.
14.1. 2312007 - Varnarstífla og uppmokstur á seti í inntakslóni Andakílsárvirkjunar, umsókn um framkvæmdaleyfi
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir tímabundina styrkingu á jarðvegsstíflu við inntakslón Andakílsárvirkjunar. Um er að ræða 2500 m3 af stórgrýti sem verður hlaðið loft megin við núverandi stíflu. Efninu verði hlaðið í sömu hæð og núverandi stífla, um 59 m y.s. Búið er að sækja um þennan hlut framkvæmdarinnar áður og verið fjallað um það á 174. og 176. fundi nefndarinnar. Í þessar framkvæmdaleyfisumsókn er enn fremur sótt um að fjarlægja setefni úr botni nyrðri hluta lónsins. Setefnið verður flutt til haugsvæða í nágrenni inntakslónsins í Borgarbyggð, magn efnis sem um ræðir er 70.000 m3 (plús/mínus 15.000 m3). Framkvæmdartími er áætlaður á árinu 2024. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir framkvæmdasvæðið. Leyfi landeiganda liggur ekki fyrir. Virkjanaleyfi liggur ekki fyrir. Gögn eru ekki í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Fyrir fundinum liggur samantekt skipulagsfulltrúa á gögnum sem vantar og atriðum sem talin eru þess eðlis að umsókn fullnægi ekki 7. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gefa umsækjanda kost á að afla þeirra gagna sem þar er rætt um, eða leggja fram rökstuðning fyrir þeirri skoðun að ekki sé þörf á að afla þeirra, sé það skoðun umsækjanda. Að því gerðu verði málið tekið fyrir að nýju af nefndinni og ákvörðun tekin.
Fundargerðir til kynningar
15. 2402005 - Fundargerð nr. 941 og 942 í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagðar fram.
16. 2402009 - Fundargerð 16. fundar stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Lögð fram.
16.fundur ABHS.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:35 

Til bakaPrenta