Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 190

Haldinn á Hvanneyri,
14.12.2023 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301004 - Ljóspunktur ehf.
PD fer yfir stöðu mála.
Samþykkt að fá ráðgjafa Ljóspunkts ehf. á næsta fund.
2. 2312004 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2023
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2023 málsnr.2210007
Viðauki gerir ráð fyrir kostnaði upp á 2.850.000 en aftur móti tekjum vegna sölu fasteignar upp á 10.000.000 kr.
Viðaukinn samþykktur.
3. 2208002 - Fjárhagsstaða sveitarfélagsins
Farið yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
PD fór yfir stöðuna og lagði fram málaflokkayfirlit vegna ársins í ár.
4. 2311007 - Fjárhagsáætlun 2024
Til seinni umræðu.
Fjárhagsáætlun samþykkt með breytingum. Áætlun samþykkt með afgangi.
Hreppsnefnd samþykkir að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2024 verði óbreytt frá fyrra ári, fyrir A-stofn 0,45% og fyrir C-stofn 1,28%.
aaetlun 24.pdf
5. 2311013 - 3 ára fjárhagsáætlun 2025-2027
Lögð fram til seinni umræðu.
Áætlunin samþykkt.
2025-2027 .pdf
6. 2206017 - Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs.
Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs.
Meirihluti leggur til að KPMG verði með endurskoðun vegna ársins 2023, kosning til eins árs.

Samþykkt.
7. 2310011 - Umsögn innviðaráðuneytisins um álit sveitarstjórnar
Umsögn innviðarráðuneytisins um álit sveitarstjórnar Skorradalshrepps lagt fram til fyrri umræðu.
Álitið hefur verið í kynningu á heimasíðu Skorradalshrepps frá 18.október 2023. Meiri hluti hreppsnefndar hafði þegar tekið ákvörðun um að fara í valkostagreiningu þegar að álitið barst. Erindinu vísað til seinni umræðu.
Umsögn um álit Skorradalshrepps 2023.pdf
Skorradalshreppur.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
8. 2311001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 176
Lögð fram fundargerð frá 28.nóvember s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 7 liðum.
8.1. 2309014 - Þinglýst jarðamerki og sveitarfélagamörk
Á 174. fundi nefndarinnar voru m.a. þinglýst jarðamerki á milli Syðstu-Fossa og Efri Hrepps lögð fram og kynnt og engar athugasemdir gerðar. Umrædd jarðamerki eru sveitarfélagamörk á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Borist hefur úrskurður frá Sýslumanni á Vesturlandi varðandi þinglýsingu umrædds skjals nr. 442-M-000340/2023 þar sem það er fellt úr gildi. Umrætt skjal er vísað frá þinglýsingu á grundvelli lokamálsliðar 2. mgr. 7. gr. þinglýsingarlaga nr. 39/1978.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að erindi verði sent á Sýslumanninn á Vesturlandi og enn fremur verði óskað eftir fundi með embættinu. Skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins verði falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins.
8.2. 2309003 - Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn
Við vinnslu málsins hafa komið fram ýmsar upplýsingar sem þarf að kanna frekar.
Í ljósi stöðu mála og framkominna upplýsinga er byggingarfulltrúa falið að kanna stöðu og heimildir mannvirkja við lón Andakílsárvirkjunar og ósa Skorradalsvatns.
8.3. 2306003 - Endurskoðun stefnumörkunar skógræktar, breyting aðalskipulags
Farið yfir stöðu málsins.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
8.4. 2206012 - Stóra Drageyri, óleyfisframkvæmd
Greinargerð er varðar umfang og leiðir til úrbóta vegna óleyfisframkvæmda í landi Stóru Drageyrar lögð fram og kynnt. Minnisblað lögmanns sveitarfélagsins lagt fram.
Vísað er til fyrirætlana skipulagsfulltrúa að krefjast úrbóta á óleyfisframkvæmdum á vegum Skógræktarinnar í landi Stóru Drageyrar. Fyrir liggur álit um mögulegar leiðir til að færa landið til fyrra horfs og/eða skapa aðstæður til þróunar í þá átt. Lagt er til að hreppsnefnd taki til umfjöllunar um að ákveða dagsektir að fjárhæð kr. 50.000,-, sem muni falla á Skógræktina hafi úrbætur ekki farið fram fyrir 1. júlí 2024. Jafnframt verði oddvita sveitarfélagsins falið að láta sveitarfélagið vinna umræddar úrbætur á kostnað Skógræktarinnar, eftir að liðnir eru 30 dagar frá 1. júlí 2024, sbr. 2. mgr. 54. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skógræktinni verði veittur andmælaréttur áður en ákvörðun verður tekin.
8.5. 2206020 - Bakkakot, óleyfisframkvæmd
Greinargerð er varðar umfang og leiðir til úrbóta vegna óleyfisframkvæmda í landi Bakkakots lögð fram og kynnt. Minnisblað lögmanns sveitarfélagsins lagt fram.
Vísað er til fyrirætlana skipulagsfulltrúa að krefjast úrbóta á óleyfisframkvæmdum á vegum Skógræktarinnar í landi Bakkakots. Fyrir liggur álit um mögulegar leiðir til að færa landið til fyrra horfs og/eða skapa aðstæður til þróunar í þá átt. Lagt er til að hreppsnefnd taki til umfjöllunar um að ákveða dagsektir að fjárhæð kr. 50.000,-, sem muni falla á Skógræktina hafi úrbætur ekki farið fram fyrir 1. júlí 2024. Jafnframt verði oddvita sveitarfélagsins falið að láta sveitarfélagið vinna umræddar úrbætur á kostnað Skógræktarinnar, eftir að liðnir eru 30 dagar frá 1. júlí 2024, sbr. 2. mgr. 54. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skógræktinni verði veittur andmælaréttur áður en ákvörðun verður tekin.
8.6. 2309003 - Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn
Málinu var vísað frá á 174. fundi nefndarinnar þann 19.9.2023 á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn eru ekki fullnægjandi og að virkjanaleyfi liggur ekki fyrir. Erindi hefur borist frá ON þar sem krafist er að málið verði tekið til afgreiðslu.
Fyrir fundinum liggur samantekt skipulagsfulltrúa á gögnum sem vantar og atriðum sem talin eru þess eðlis að umsókn fullnægi ekki 7. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gefa umsækjanda kost á að afla þeirra gagna sem þar er rætt um, eða leggja fram rökstuðning fyrir þeirri skoðun að ekki sé þörf á að afla þeirra, sé það skoðun umsækjanda. Að því gerðu verði málið tekið fyrir að nýju af nefndinni og ákvörðun tekin.
8.7. 2311002 - Vatnsveitufélag frístundalóðaeigenda Indriðastaðalands, fyrirspurn
Vatnsveitufélag frístundalóðaeigenda Indriðastaða leggur fram fyrirspurn um hvort að framkvæmd sem Vatnsveitufélagið hyggst fara í til að auka vatnsöflun á vatnstökusvæði félagsins ofan Hrísáss í landi Indriðastaða sé framkvæmdaleyfisskyld.
Það er mat skipulags- og byggingarnefndar miðað við framlögð gögn að framkvæmd sé framkvæmdaleyfisskyld sbr. 5. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi 772/2012. Gögn framkvæmdaleyfisumsóknar skulu vera í samræmi við 7. gr. sömu reglugerðar og samþykki landeiganda skal liggja fyrir.
9. 2312001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 177
Lögð fram fundargerð frá 7. desember s.l.
Fundargerðin samþykkt í 2 liðum.
9.1. 2309014 - Þinglýst jarðamerki og sveitarfélagamörk
Málið var tekið fyrir á 174. fundi nefndarinnar þann 19.9.2023 og einnig á 176. fundi nefndarinnar þann 28.11.2023 þar sem jarðamerkin voru lögð fram og kynnt án athugasemda. Formaður, skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi funduðu með settum sýslumanni þann 5. desember sl. og fóru yfir málið með honum. Jarðamerkin eru einnig sveitarfélagamörk á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.
Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framlögð jarðamerki á milli Syðstu Fossa og Efri Hrepps. Enn fremur jarðamerki á milli Syðstu Fossa annars vegar og Efri Hrepps, Horns og Mófellsstaðakots hins vegar. Nefndin felur byggingarfulltrúa að árita framlögð gögn og vinna málið áfram.
9.2. 2312002 - Lóðir tengdar mannvirkjum Andakílsárvirkjunar
Í ljósi fundar með settum Sýslumanni þann 5. des. sl. er lagt fram minnisblað er varðar lóðir tengdum mannvirkjum Andakílsárvirkjunar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að minnisblaðið verði sent sýslumannsembættinu til skoðunar og úrvinnslu. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fundargerðir til kynningar
10. 2312005 - Fundargerð 187.fundar heilbrigðsnefndar Vesturlands
Lögð fram ásamt fylgigögnum.
HEV_Arsskyrsla-2022.pdf
187_2023_1204_Samþykkt_fundargerð.pdf
Bokun Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.pdf
11. 2312006 - Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr.236
Lögð fram.
12. 2312003 - Fundargerð nr. 938-939 í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðir lagðar fram.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 938.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 939.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:15 

Til bakaPrenta