Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 189

Haldinn á Hvanneyri,
21.11.2023 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311007 - Fjárhagsáætlun 2024
Lögð fram til fyrri umræðu.
PD fór yfir áætlunina. Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.
2. 2311013 - 3ja ára fjárhagsáætlun 2025-2027
3ja ára fjárhagsáætlun lögð fram til fyrri umræðu.
Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.
3. 2311012 - Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2024
Oddviti leggur fram tillögu um útsvarsprósentu fyrir árið 2023, leggur til að hækka prósentuna frá 12,44% í um 14%.
Nokkrar umræður urðu um málið. Samþykkt að útsvarsprósentan verði fyrir árið 2024 verði 13%
4. 2311004 - Styrkbeiðni frá Aflið, samtök fyrir þolendur ofbeldis.
Lögð fram styrkbeiðni.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
5. 2311009 - Umsókn um styrk til forvarna.
Beiðni um styrk um styrk til forvarna frá Bergi Jónssyni.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

KJ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
6. 2311006 - Niðurfelling á fasteignagjöldum
Óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda fyrir ellilífeyrisþega.
Afgreiðslu frestað, oddvita falið að skoða málið.
7. 2209016 - Birkimói 5
Lagt fram kauptilboð á Birkimóa 5.
Samþykkt var á símafundi þann 7. nóvember sl. að taka kauptilboðinu.
8. 1706004 - Birkimói 2, 4 og 6
Búið er að skila inn lóðinni að Birkimóa 2.
Oddvita falið að auglýsa Birkimóa 2 og 4 til úthlutunar aftur.
9. 2209014 - Erindi frá oddvita
Farið yfir stöðu byggingar- og skipulagsmála.
Oddviti leggur til að draga til baka að auglýsa embætti skipulags- byggingarfulltrúa. Það fellt með 3 atkvæðum.
Oddvita falið að útbúa lokaútgáfu auglýsingu og leggja fyrir næsta fund.
Fundargerðir til kynningar
10. 2311005 - Fundargerðir nr. 935, 936 og 937 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram
11. 2311008 - Fundargerð 186.fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands
Lögð fram.
12. 2311010 - Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, fundir nr. 177
Lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00 

Til bakaPrenta