Til bakaPrenta
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 73

Haldinn á Hvanneyri,
23.02.2024 og hófst hann kl. 09.30
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Aðalmaður,
Sæmundur Víglundsson Embættismaður,
Fundargerð ritaði: Sæmundur Víglundssson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Byggingarleyfismál
1. 2311003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Refsholt 60 - Flokkur 1,
Sótt er um að byggja 100,6 m2, frístundarhús í umfangsflokki 1, á lóðinni.
Byggingaráformin eru samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa.
2. 2311001 - Refsholt 34 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,
Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhús í landi Hálsa, sbr.meðfylgjandi rissi.
Stöðuleyfi veitt til 6 mánaða.
3. 2311014 - Fitjahlíð 89a,91, 91a, 93 og 93a lóðateikning
Sótt um viðbót við skráningu lóða, uppfærð skráning í hnitum og stærðum.
Samþykkt og byggingarfulltrúa falið að ganga frá skráningu.
4. 2402003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hvammsskógur 39 - Flokkur 1
Sótt er um byggingarheimild til að byggja 87,3 m2 frístundarhús, umfangsflokkur 1, með 27,4 m2 millilofti.
Byggingaráformin eru samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda byggingarfulltrúa
5. 2201007 - Indriðastaðahlíð 166, umsókn um breytingu á útgefnu byggingarleyfi.
Lagðar fram nýjar teikningar þar sem sótt er um breyta timburpalli í steypta verönd. Rými í kjallara breytist úr uppfyllt í óuppfyllt. Útlit breytist þannig að þær hliðar sem áður voru sökkulveggir í jörðu eru nú sjáanlegar.
Vísað til skipulags- og bygginganefndar, sbr minnisblað byggingarfulltrúa.
Stöðuleyfi
6. 2305009 - Horn Ístak umsókn um vinnubúiðir
Sótt er um framlengingu á stöðuleyfi fyrir vinnubúðir.
Samþykkt til 6 mánaða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.00 

Til bakaPrenta