| |
1. 2407005 - Tilkynning um undirskriftarsöfnun | |
Oddviti lagði fram erindið.
PD og SGÞ óska eftir að bóka eftirfarandi:
„Við PD og SGÞ tökum undir ósk ábyrgðaraðila, um að fram fari almenn atkvæðagreiðsla meðal íbúa Skorradalshrepps um þá ákvörðun 3/5 hreppsnefndar 4. júlí sl., að hefja formlegar viðræður um sameiningu hreppsins við Borgarbyggð. Er það í samræmi við óskir frá nokkrum íbúum sem komu fram á sameiginlegum íbúafundi Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í Brún 31. maí s.l. og á íbúafundi í janúar um að rétt væri að skoða afstöðu íbúa Skorradalshrepps til sameiningar áður en lengra væri farið í sameiningarviðræður. Sjáum við ekki neinn galla á tilkynningu ábyrgðaraðila og leggjum til að undirskriftasöfnunin fari fram dagana 7. ágúst til a.m.k. 31. ágúst n.k. Ef 20% íbúa Skorradalshrepps á kjörskrá, skrifa undir þá er ljóst að það verður að fara fram kosning á meðal íbúa Skorradalshrepps um ákvörðun 3/5 hreppsnefndar. Þá er ljóst að ákvörðun meirihlutar sveitarstjórnar um að hefja formlegar viðræður um sameiningu Skorradalshrepps við Borgarbyggð er komin í uppnám, þar til að atkvæðagreiðslan hefur farið fram. Þá viljum við benda á að ólíklegt er að Jöfnunarsjóður samþykki að greiða allan kostnað við formlegar sameiningarviðræður þegar ekki er ljóst hvort verði af þeim.
Sigrún G Þormar Pétur Davíðsson"
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Hreppsnefnd heimilar að farið verði í undirskriftarsöfnun vegna almennrar atkvæðagreiðslu á ákvörðun hreppsnefndar, sem þegar hefur verið samþykkt og snýr að formlegum sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Umrætt beiðni hamlar ekki undirskriftarsöfnun samkvæmt 108 gr. 3 m.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Hreppsnefnd samþykkir einnig að undirskriftarsöfnun megi hefjast þann 14. ágúst n.k. og megi standa til 11. september n.k.
Hreppsnefnd samþykkir tillögu oddvita.
| Sbizhubc25324071810540.pdf | FS: Tilkynning.pdf | 2024061471 - Vegna beiðnar um fyrirhugaða atkvæðagreiðslu skv. sveitarstjórnarlögum [413].pdf | | |
|
2. 2309008 - Sameiningarmál | |
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Tekur til síðari umræðu skipun Jóns Einarssonar og Kristínar Jónsdóttur sem aðalmenn og til vara Pétur Davíðsson og Sigrúnu G Þormar í þeirri röð sem hér er ritað í samstarfsnefnd sem skal kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna í formlegum viðræðum.
SGÞ og PD leggja fram eftirfarandi: "Við vísum í bókanir okkar frá síðasta hreppsnefndarfundi frá 4. júlí s.l., undir fundarlið nr. 5. Við greiðum því eins og þá, atkvæði gegn tillögunni"
Oddviti leggur til afgreiðslu áður framlagða tillögu sína.
JEE, GE og KJ samþykkja tillöguna. SGÞ og PD greiða atkvæði gegn tillögunni.
Tillagan samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum.
| Borgarfjörður-18.06.24.pdf | Bréf verkefnisstjórnar til sveitarstjórnar Skorradalshrepps 31.5.2024.pdf | FS: Uppfærð gögn.pdf | | |
|
3. 2306010 - Skólaakstur | |
Farið yfir samningin og oddvita heimilað að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.
KJ vék af fundi og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. | | |
|
4. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1 | |
Lögð fram fundargerð frá fundinum 1. júlí s.l. | Fundargerð_2024.07.01-Skorradalshreppur.pdf | | |
|