Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 179

Haldinn á Hvanneyri,
30.01.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ástríður Guðmundsdóttir Aðalmaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Framkvæmdarleyfi
1. 2312007 - Varnarstífla og uppmokstur á seti í inntakslóni Andakílsárvirkjunar, umsókn um framkvæmdaleyfi
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir tímabundina styrkingu á jarðvegsstíflu við inntakslón Andakílsárvirkjunar. Um er að ræða 2500 m3 af stórgrýti sem verður hlaðið loft megin við núverandi stíflu. Efninu verði hlaðið í sömu hæð og núverandi stífla, um 59 m y.s. Búið er að sækja um þennan hlut framkvæmdarinnar áður og verið fjallað um það á 174. og 176. fundi nefndarinnar. Í þessar framkvæmdaleyfisumsókn er enn fremur sótt um að fjarlægja setefni úr botni nyrðri hluta lónsins. Setefnið verður flutt til haugsvæða í nágrenni inntakslónsins í Borgarbyggð, magn efnis sem um ræðir er 70.000 m3 (plús/mínus 15.000 m3). Framkvæmdartími er áætlaður á árinu 2024. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir framkvæmdasvæðið. Leyfi landeiganda liggur ekki fyrir. Virkjanaleyfi liggur ekki fyrir. Gögn eru ekki í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Fyrir fundinum liggur samantekt skipulagsfulltrúa á gögnum sem vantar og atriðum sem talin eru þess eðlis að umsókn fullnægi ekki 7. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að gefa umsækjanda kost á að afla þeirra gagna sem þar er rætt um, eða leggja fram rökstuðning fyrir þeirri skoðun að ekki sé þörf á að afla þeirra, sé það skoðun umsækjanda. Að því gerðu verði málið tekið fyrir að nýju af nefndinni og ákvörðun tekin.
Umsókn um framkvæmdaleyfi Skorradalshreppur des 2023.pdf
Fylgiskjal 3. Yfirlýsing um heimild til afnota af landi OR.pdf
Minnisblað skipulagsfulltrúa-20240130.pdf
Minnisblað - virkjunarleyfi.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45 

Til bakaPrenta