Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 186

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
18.08.2023 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2306010 - Skólaakstur
Rætt um skólaakstur í Skorradal.
Ýmsar tillögur voru ræddar en ákveðið var að skoða betur málin og fresta fundi til sunnudagsins 20.ágúst.
Fundi frestað kl. 20:40

Sunnudaginn 20. ágúst kl.21:00 var svo haldið áfram með umræðuna. Oddviti fór yfir niðurstöðu verðkönnunar. Ákveðið var að semja við Tryggva Val Sæmundsson á Hálsum um akstur í Skorradal að Hvanneyri og aftur heim frá skóla.

Einnig ákveðið að þessi væntanlegur samningur gildi til 1 árs með möguleika á framlengingu að undangenginni nýrri verðkönnun.

Einnig samþykkt að semja svo við Borgarbyggð um akstur frá Hvanneyri að Kleppjárnsreykjum og síðan til baka á Hvanneyri að loknum skóla.

Oddvita falið að vinna áfram að samningsgerðinni og klára þá.
2. 2306010 - Skólaakstur
Annar skólaakstur barna í Skorradal
Einnig var samþykkt að greiða foreldrum styrk til aksturs barna sinna sem ekki geta nýtt sér skólarútu.

Oddvita falið að ganga frá samningum við þá foreldra.

GE vék af fundi undir þessum lið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45 

Til bakaPrenta