Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 204

Haldinn á Hvanneyri,
19.02.2025 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir, varaoddviti


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2406009 - Kvörtun vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins
Framlagt svarbréf Innviðaráðuneytisins nr. IRN24040132 er varðar meintrar ólögmætra stjórnsýslu og vanhæfi hreppsnefndarfulltrúa til þátttöku í óformlegum sameiningaviðræðum sveitarfélaga.
Hreppsnefnd leggur fram svarbréf Innviðaráðuneytisins sem segir að ekki sé tilefni til að gera athugasemdir við ákvarðanatöku eða afgreiðslu á fundum hreppsnefndar þann 18.12.2023 og 21.2.2024, né hæfi hreppsnefndarfulltrúa til þátttöku í þeim málum er varða óformlegar viðræður og skipun í viðræðustjórn um sameiningu sveitarfélaganna.

Lagt fram.
IRN24040132.pdf
2. 2410012 - Kvörtun vegna stjórnsýslu Skorradalshrepps
Framlagt svarbréf Innviðaráðuneytisins nr. IRN24100008 er varðar samþykki meirihluta hreppsnefndar um vanhæfi málshefjanda á fundi hreppsnefndar þann 4.7.2024.
Hreppsnefnd leggur fram svarbréf Innviðaráðuneytisins sem telur að ekki sé tilefni til að fjalla formlega um ákvörðun meirihluta hreppsnefndar, enda samræmist sú framkvæmd 7.mgr. 20.gr. sveitarstjórnarlaga.

Lagt fram.
IRN24100008.pdf
3. 2411003 - Erindi frá Innviðarráðuneytinu vegna óska íbúa um almenna atkvæðagreiðslu ákvörðun hreppsnefndar í Skorradalshreppi
Framlagt svarbréf Innviðaráðuneytisins nr. IRN24110042 er varðar samþykki hreppsnefndar að farið verði í almenna atkvæðagreiðslu vegna formlegra sameiningaviðræðna ásamt ósk um álit ráðuneytis um hvort sú kosning sé bindandi eða ráðgefandi.
Hreppsnefnd leggur fram svarbréf Innviðaráðuneytisins og í samandreginni niðurstöðu segir:
„Að mati ráðuneytisins var ákvörðun sveitarstjórnar Skorradalshrepps sem tekin var á fundi hennar þann 1. ágúst 2024, um að sveitarstjórnarlög hamli því ekki að haldin verði almenn atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélagsins um ákvörðun sveitarstjórnar, sem tekin var á fundi hennar 4. júlí 2024, að hefja formlegar sameiningarviðræður, skv. 119. gr. sveitarstjórnarlaga við sveitarfélagið Borgarbyggð, ekki í samræmi við 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga. Ákvörðunin er felld úr gildi sbr. 114. gr. sveitarstjórnarlaga.“
Í ljósi niðurstöðu ráðuneytisins er bókun hreppsnefndar sem samþykkt var á 198. fundi hreppsnefndar þann 1.8.2024 felld úr gildi og verður ekki haldin almenn atkvæðagreiðsla á vegum sveitarfélagsins.

Lagt fram.
4. 2502009 - Spillefnagámur
Lagt fram tilboð frá Íslenska gámafélaginu vegna sérhannaða spilliefnagáma sem áætlað er að verði staðsettir á gámasvæðinu við Mófellsstaði.
Hreppsnefnd felur oddvita að skoða málið áfram og leggja fyrir næsta hreppsnefndarfund.

Samþykkt samhljóða.
5. 2502010 - Styrkur til ungmenna
Að börn og ungmenni 10-18 ára fái afhent heilsukort líkt og börn og ungmenni í Borgarbyggð hafa fengið sem snýr að því að þessi aldurshópur fær frítt í sund og þreksal Borgbyggðar.
Hreppsnefnd samþykkir að kaupa heilsukort fyrir börn og ungmenni í Skorradalshrepp og felur oddvita að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða.
6. 2206017 - Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs.
Lagt fram tilboð frá KPMG vegna endurskoðunar ársreiknings 2024.
Hreppsnefnd samþykkir tilboð KPMG um endurskoðun og gerð ársreiknings fyrir árið 2024. Oddvita er falið að ganga frá samningum við KPMG.

Samþykkt samhljóða.
ÓRÁ vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
7. 2301003 - Verktakasamningar
Lögð eru fram drög að verksamning vegna skönnunar á teikningum og öðrum gögnum sem tilheyra byggingar og skipulagsmálum.
Hreppsnefnd felur oddvita að ganga frá samningum við ÓRÁ.

Samþykkt samhljóða.
8. 2502012 - Rafrænar undirritanir
Lagt er fram hugmynd um innleiðinug rafrænna undirritana.
Hreppsnefnd samþykkir að hefja innleiðingu á rafrænum undirritunum og felur oddvita að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
9. 2502013 - Styrkumsókn
Miðstöð slysavarna barna óskar er eftir styrk að upphæð 50.000 kr. til gerðar myndbands um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum.
Hreppsnefnd hafnar umsókn um styrk Miðstöðvar slysavarnar þar sem Skorradalshreppur hefur það að leiðarljósi að styrkja félagasamtök í nærsamfélaginu.

Samþykkt samhljóða.
styrkur myndband slysavarnir Skorradalshreppur.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2502001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 187
Lögð er fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá fundi nr.187.
Fundargerð lögð fram.

Samþykkt samhljóða.
10.1. 2502004 - Verkefnis- og matslýsing fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034
Verkefnis- og matslýsing fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025 - 2034 er komin út, sjá á eftirfarandi slóð: https://landsnet.is/utgafa-og-samskipti/frettir/frett/?documentid=21c7280f-29e3-4f66-b8ff-53ac983af8dd .
Í matslýsingu er meðal annars gerð grein fyrir meginforsendum kerfisáætlunar og hvernig efnistök umhverfisskýrslu eru fyrirhuguð. Fram kemur hvaða þættir áætlunarinnar eru taldir að verði helst fyrir áhrifum, í hverju valkostagreining mun felast, hvaða gögn verða lögð til grundvallar ásamt matsspurningum og viðmiðum við mat á vægi og umfangi umhverfisáhrifa.
Megintilgangur umhverfismats kerfisáætlunar er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið.
Kynning og samráð vegna umhverfismatsvinnu kerfisáætlunar er í samræmi við lög um umhverfismat áætlana og verða öll helstu gögn birt á www.landsnet.is.
Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt "verk- og matslýsing".
Frestur til að senda athugasemdir er til og með 7. mars 2025.
Skipulagsfulltrúa er falið að rýna verkefnis- og matslýsingu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034 miðað við eldri umsögn sveitarfélagsins og vinna umsögn í samráði við nefndina fyrir 7. mars nk..
10.2. 2501001 - Vindorkugarður í landi Hæls og Steindórsstaða í Borgarbyggð, umhverfismat
Á 186. fundi nefndarinnar var skipulagsfulltrúa falið að vinna að umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Umsögnin lögð fram
10.3. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1
Borist hefur frá Skipulagsstofnun, viðbrögð Landsnets, við innsendum umsögnum við umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 1.
Viðbrögð lögð fram og kynnt. Teknar voru saman ábendingar nefndarinnar við viðbrögðum Landsnets og formanni nefndarinnar falið að senda þær til Skipulagsstofnunar.
Fundargerð skip bygg nefndar-187.pdf
Fundargerðir til kynningar
11. 2502014 - Fundargerðir stjórnar Faxaflóahafnar sf. 2025
Fundargerð aðalfundar Faxaflóahafnar 2024 lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
12. 2502011 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 961, 962 og 963
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta