| |
1. 2406009 - Kvörtun vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins | |
Hreppsnefnd leggur fram svarbréf Innviðaráðuneytisins sem segir að ekki sé tilefni til að gera athugasemdir við ákvarðanatöku eða afgreiðslu á fundum hreppsnefndar þann 18.12.2023 og 21.2.2024, né hæfi hreppsnefndarfulltrúa til þátttöku í þeim málum er varða óformlegar viðræður og skipun í viðræðustjórn um sameiningu sveitarfélaganna.
Lagt fram. | IRN24040132.pdf | | |
|
2. 2410012 - Kvörtun vegna stjórnsýslu Skorradalshrepps | |
Hreppsnefnd leggur fram svarbréf Innviðaráðuneytisins sem telur að ekki sé tilefni til að fjalla formlega um ákvörðun meirihluta hreppsnefndar, enda samræmist sú framkvæmd 7.mgr. 20.gr. sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram. | IRN24100008.pdf | | |
|
3. 2411003 - Erindi frá Innviðarráðuneytinu vegna óska íbúa um almenna atkvæðagreiðslu ákvörðun hreppsnefndar í Skorradalshreppi | |
Hreppsnefnd leggur fram svarbréf Innviðaráðuneytisins og í samandreginni niðurstöðu segir: „Að mati ráðuneytisins var ákvörðun sveitarstjórnar Skorradalshrepps sem tekin var á fundi hennar þann 1. ágúst 2024, um að sveitarstjórnarlög hamli því ekki að haldin verði almenn atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélagsins um ákvörðun sveitarstjórnar, sem tekin var á fundi hennar 4. júlí 2024, að hefja formlegar sameiningarviðræður, skv. 119. gr. sveitarstjórnarlaga við sveitarfélagið Borgarbyggð, ekki í samræmi við 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga. Ákvörðunin er felld úr gildi sbr. 114. gr. sveitarstjórnarlaga.“ Í ljósi niðurstöðu ráðuneytisins er bókun hreppsnefndar sem samþykkt var á 198. fundi hreppsnefndar þann 1.8.2024 felld úr gildi og verður ekki haldin almenn atkvæðagreiðsla á vegum sveitarfélagsins.
Lagt fram.
| | |
|
4. 2502009 - Spillefnagámur | |
Hreppsnefnd felur oddvita að skoða málið áfram og leggja fyrir næsta hreppsnefndarfund.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
5. 2502010 - Styrkur til ungmenna | |
Hreppsnefnd samþykkir að kaupa heilsukort fyrir börn og ungmenni í Skorradalshrepp og felur oddvita að ganga frá málinu.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
6. 2206017 - Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs. | |
Hreppsnefnd samþykkir tilboð KPMG um endurskoðun og gerð ársreiknings fyrir árið 2024. Oddvita er falið að ganga frá samningum við KPMG.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
ÓRÁ vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
| 7. 2301003 - Verktakasamningar | |
Hreppsnefnd felur oddvita að ganga frá samningum við ÓRÁ.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
8. 2502012 - Rafrænar undirritanir | |
Hreppsnefnd samþykkir að hefja innleiðingu á rafrænum undirritunum og felur oddvita að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
9. 2502013 - Styrkumsókn | |
Hreppsnefnd hafnar umsókn um styrk Miðstöðvar slysavarnar þar sem Skorradalshreppur hefur það að leiðarljósi að styrkja félagasamtök í nærsamfélaginu.
Samþykkt samhljóða. | styrkur myndband slysavarnir Skorradalshreppur.pdf | | |
|
| |
10. 2502001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 187 | |
Fundargerð lögð fram.
Samþykkt samhljóða. | 10.1. 2502004 - Verkefnis- og matslýsing fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034 Skipulagsfulltrúa er falið að rýna verkefnis- og matslýsingu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034 miðað við eldri umsögn sveitarfélagsins og vinna umsögn í samráði við nefndina fyrir 7. mars nk.. | 10.2. 2501001 - Vindorkugarður í landi Hæls og Steindórsstaða í Borgarbyggð, umhverfismat Umsögnin lögð fram | 10.3. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1 Viðbrögð lögð fram og kynnt. Teknar voru saman ábendingar nefndarinnar við viðbrögðum Landsnets og formanni nefndarinnar falið að senda þær til Skipulagsstofnunar. | Fundargerð skip bygg nefndar-187.pdf | | |
|
| |
11. 2502014 - Fundargerðir stjórnar Faxaflóahafnar sf. 2025 | |
Lagt fram. | | |
|
12. 2502011 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025 | |
Lagt fram. | | |
|
Í matslýsingu er meðal annars gerð grein fyrir meginforsendum kerfisáætlunar og hvernig efnistök umhverfisskýrslu eru fyrirhuguð. Fram kemur hvaða þættir áætlunarinnar eru taldir að verði helst fyrir áhrifum, í hverju valkostagreining mun felast, hvaða gögn verða lögð til grundvallar ásamt matsspurningum og viðmiðum við mat á vægi og umfangi umhverfisáhrifa.
Megintilgangur umhverfismats kerfisáætlunar er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið.
Kynning og samráð vegna umhverfismatsvinnu kerfisáætlunar er í samræmi við lög um umhverfismat áætlana og verða öll helstu gögn birt á www.landsnet.is.
Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt "verk- og matslýsing".
Frestur til að senda athugasemdir er til og með 7. mars 2025.