Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 214

Haldinn á Hvanneyri,
26.09.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Jón Eiríkur Einarsson, oddviti


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2509003 - Kaldavatnsmál í Birkimóa
JEE og ÓRÁ fara yfir stöðu mála.
Sveitarstjórn fór yfir þá möguleika sem fyrir liggja varðandi kaldavatnsöflun í Birkimóa. Í samræmi við umræður á fundinum er JEE og ÓRÁ falið að ræða við söluaðila á köldu vatni á svæðinu. Einnig er þeim falið að skoða kostnað á tengingu og notkun á köldu vatni.

Samþykkt samhljóða.
2. 2509015 - Niðurstaða íbúakosningar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradals
Tillaga um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps var samþykkt í báðum sveitarfélögum í íbúakosningum sem fram fóru dagana 5.-20. september sl.
Í Borgarbyggð voru 3.137 á kjörskrá. Alls greiddu 501 atkvæði eða 16%. Já sögðu 417 eða 83,2% greiddra atkvæða, Nei sögðu 82 eða 16,4%. Tveir seðlar voru auðir. Í Skorradalshreppi var 61 á kjörskrá. Alls greiddu 54 atkvæði eða 88,5%. Já sögðu 32 eða 59,3% en 22 sögðu nei eða 40,7%.
Í ljósi niðurstöðu íbúakosninganna skulu hlutaðeigandi sveitarstjórnir skipa tvo til þrjá fulltrúa hvor í stjórn til undirbúnings að stofnun nýs sveitarfélags skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga. Lagt er til að stjórnin verði skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og þremur til vara.

Sveitarstjórn Skorradalshrepps þakkar samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps og sameiginlegri kjörstjórn sveitarfélaganna fyrir vel unnin störf við undirbúning íbúakosninga um sameiningartillögu. Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leiti, að stjórn til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags (hér eftir nefnd undirbúningsstjórn) skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga skuli skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og að Lilja Björg Ágústsdóttir starfi með undirbúningsstjórn með málfrelsi og tillögurétt á fundum hennar.
Sveitarstjórn skipar Jón Eirík Einarsson, Kristínu Jónsdóttur og Sigrúnu Guttormsdóttur Þormar í undirbúningsstjórn skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga fyrir sína hönd og Óla Rúnar Ástþórsson, Pétur Davíðsson og Guðnýju Elíasdóttur til vara.

Samþykkt samhljóða.
3. 2509016 - Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnalögum í samráðsgátt
Lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta