Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 201

Haldinn á Hvanneyri,
26.11.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2411002 - Ákvörðun útsvarsprósentu fyrir árið 2025
Oddviti leggur fram tillögu um útsvarsprósentu fyrir árið 2025, leggur til að hækka prósentuna frá 13% í um 14,97%.
Nokkrar umræður urðu um málið. Samþykkt að útsvarsprósentan fyrir árið 2025 verði 13,5%

Samþykkt.
2. 2409004 - Fjárhagsáætlun 2025
Lögð fram til seinni umræðu
Til seinni umræðu.
Fjárhagsáætlun samþykkt með breytingum.
Áætlunin samþykkt af hreppsnefnd með afgangi.

Lagt til að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir árið 2025 verði fyrir A-stofn 0,40% og fyrir C-stofn 1,28%.
Samþykkt.

aaetlun 25.pdf
3. 2410014 - 3 ára fjárhagsáætlun 2026 - 2028
3 ára áætlun lögð fram til seinni umræðu.
Lögð fram til seinni umræðu.
Áætlunin samþykkt.
Sbizhubc25324112619460.pdf
4. 2407005 - Tilkynning um undirskriftarsöfnun
Samkvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 155/2013 þá á Þjóðskrá að afhenda ábyrgðaraðila söfnunarinnar niðurstöður söfnunarinnar og ábyrgðaraðili afhendir svo sveitarfélaginu niðurstöðuna. Í því bréfi sem ábyrgðaraðilinn fékk er listi yfir alla þá sem skrifuðu undir.
Í upphafi óskaði ÓRÁ eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:

"PD sendi Innviðaráðuneytinu fyrirspurn þann 8. nóvember s.l. eftir að okkur í hreppsnefnd í Skorradalshreppi barst deginum áður, fundargerð nr. 3 samstarfsnefndar frá 28. október s.l. Kom þá í ljós að samstarfsnefnd Skorradalshrepps og Borgarbyggðar hefur byrjað að funda, fyrir 23. september s.l., þar sem er vísað í að fundur nr. 2 hafi verið haldinn þann dag, þrátt fyrir að seinni umræða í sveitarstjórn Borgarbyggðar um skipun fulltrúa sveitarstjórnar Borgarbyggðar í samstarfsnefndinna hafi ekki farið fram. Ekki kemur fram hvenær fyrsti fundurinn hefði farið fram. Ekki var minnst orði á það á síðasta hreppsnefndarfundi þann 22. október eða lagðar fram fundargerðir að samstarfsnefndin hefði verið þá þegar búin að funda tvisvar sinnum.
Á hreppsnefndarfundi þann 1. ágúst s.l. lagði oddviti fram tölvupóst frá Róberti Ragnarssyni hjá KPMG ráðgjöf í tengslum við ósk um almenna atkvæðagreiðslu um ákvörðun hreppsnefndar að óska eftir sameiningarviðræðum við Borgarbyggð. Þar stendur meðal annars í tölvupóstinum: “Undirbúningur kosningar tekur ca 5-6 vikur, þannig hún gæti farið fram í nóvember eða byrjun desember í fyrsta lagi. Þið hafið hins vegar heilt ár til að koma kosningunni til framkvæmda, en væntanlega er gott að klára þetta svo sameiningarviðræðurnar geti haldið áfram. “
Í ljósi þessa ákvað PD að óska eftir áliti við Innviðaráðuneytið hvort íbúakosningar að frumkvæði íbúa væru bindandi eða ekki. Við það að nægjanlegur fjöldi íbúa á kjörskrá væru búnir að skrifa undir þessar ósk, þá mætti segja að ákvörðunin sem væri búið að taka, að stjórnsýsluleg áhrif hennar frestist þar til kosning fari fram , svo lengi að niðurstaða kosninganna sé bindandi.
Teljum við því að fresta beri viðræðum í samstarfsnefnd þar til að ráðuneytið gefur út sitt álit, en ráðuneytið hefur þegar tekið málið til skoðunar.
Óli Rúnar Ástþórsson
Pétur Davíðsson"

JEE oddviti lagði eftirfarandi bókun:
"Fyrir liggur bréf frá innviðaráðuneytinu dags 12 nóvember s.l. þar sem óskað er eftir umsögn um lagasjónarmið sem lágu að baki ákvörðun um atkvæðagreiðslu skv . 2. mgr . 108. gr. Sveitarstjórnalaga varðandi ákvörðun hreppsnefndar sem þegar hafði verið tekin. Svarfrestur er til dagsins í dag, 26. nóvember. Í ljósi þessa leggur JEE að fresta afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

JEE, GE og KJ samþykkja framlagða bókun JEE.


5. 2411003 - Kosning um ákvörðun sveitarstjórnar
Lagt fram bréf frá ráðuneytinu vegna erindis Péturs Davíðssonar, hreppsnefndarfulltrúa Skorradalshrepps, vegna fyrirhugaðrar íbúakosningar í sveitarfélaginu sem fram á að fara á grundelli 108. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Oddviti lagði fram drög að umsögn til IRN.

Meirihluti hreppsnefndar samþykkti umsögnina.

ÓRA og PD áskilja sér rétt að senda inn umsögn fyrir minnihluta hreppsnefndar.
IRN24110042.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
7. 2411001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 184
Lögð fram fundargerð frá í dag, 26. nóvember
Fundargerðin samþykkt í öllum 5 liðum.
7.1. 2410002F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 76
Fundargerð lögð fram til kynningar
7.2. 1402009 - Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
Brugðist hefur verið við umsögnum á kynningartíma vinnslutillögu sem var frá 24. janúar til 7. febrúar 2024. Breyting var gerð á byggingarskilmálum er varðar vegg- og salarhæð, en hún er gefin frjáls. Breyting var gerð á lóðamörkum milli Fitjahlíðar 54 og 56. Gerðar voru breytingar á köflum 2.7 Veitur og sorp og 2.2 Samgöngur.
Fjarlægð bygginga frá Skorradalsvegi (580) skal vera 100 m samanber d. lið gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Byggðin á Kiðhúsbala byggðist upp fyrir gildistöku reglugerðarinnar og byggingar standa nær vegi en 100 m. Óska þarf því eftir undanþágu hjá innviðaráðherra ef á að heimila stækkun frístundahúsa eða auka hús á lóð. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að þar sem lóðir eru litlar og þröngar og áhugi er fyrir því að stækka frístundahúsin og byggingu auka húsa innan lóðar sé það mikilvægt að fá undanþágu hjá innviðarráðherra frá ofangreindri reglugerð og að fjarlægð byggingarreita megi vera 25 m frá Skorradalsvegi (508).
Skipulags og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillögu deiliskipulags frístundabyggðar Kiðhúsbala í landi Fitja til auglýsingar sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sótt verði um undanþágu á d. lið gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 hjá innviðarráðherra um fjarlægð byggingarreita frá Skorradalsvegi verði 25 m í stað 100 m. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
7.3. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
Skipulagstofnun hefur yfirfarið og staðfest, 14. nóvember 2024, breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 sem samþykkt var í hreppsnefnd 22. október 2024. Afrit af auglýsingu um staðfestinguna verður birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Gögn framlögð og kynnt.
7.4. 2309002 - Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037
Unnið er að endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037. Vinnslutillaga var til auglýsingar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010 frá 26.9.2024-14.11.2024.
Nefndin gerir athugasemdir við legu sveitarfélagamarka sem liggja að Skorradalshreppi. Bent er á í því samhengi á þinglýst gögn jarðamarka og vinnu Gylfa Más Guðbergssonar frá 1996 er varðar skráningarblöð jarða og annarra landareigna. Enn fremur er bent á að Skorradalsvegur (F508) er flóttaleið sem liggur austur út úr Skorradalshreppi og mikilvægt að hugað sé að því við gerð Aðalskipulags Borgarbyggðar. Skipulagsfulltrúa falið að upplýsa Borgarbyggð um málið.
7.5. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1
Lögð er fram drög að umsögn er varðar umhverfismat Holtavörðuheiðarlínu 1.
Skipulags- og byggingarnefnd felur formanni að vinna áfram umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Fundargerðir til kynningar
6. 2309008 - Sameiningarmál
Lagðar fram fundargerðir nr. 1, 2, 3, og 4 úr formlegum sameiningarviðræðum við Borgarbyggð.
1. fundur samstarfsnefndar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.pdf
2. fundur samstarfsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.pdf
Borgfirðingar - 3. fundur samstarfsnefndar v2.pdf
4. fundur samstarfsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.pdf
Skipulagsmál
8. 1402009 - Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala
Brugðist hefur verið við umsögnum á kynningartíma vinnslutillögu sem var frá 24. janúar til 7. febrúar 2024. Breyting var gerð á byggingarskilmálum er varðar vegg- og salarhæð, en hún er gefin frjáls. Breyting var gerð á lóðamörkum milli Fitjahlíðar 54 og 56. Gerðar voru breytingar á köflum 2.7 Veitur og sorp og 2.2 Samgöngur.
Fjarlægð bygginga frá Skorradalsvegi (580) skal vera 100 m samanber d. lið gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Byggðin á Kiðhúsbala byggðist upp fyrir gildistöku reglugerðarinnar og byggingar standa nær vegi en 100 m. Óska þarf því eftir undanþágu hjá innviðaráðherra ef á að heimila stækkun frístundahúsa eða auka hús á lóð. Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að þar sem lóðir eru litlar og þröngar og áhugi er fyrir því að stækka frístundahúsin og byggingu auka húsa innan lóðar sé það mikilvægt að fá undanþágu hjá innviðarráðherra frá ofangreindri reglugerð og að fjarlægð byggingarreita megi vera 25 m frá Skorradalsvegi (508).
Skipulags og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillögu deiliskipulags frístundabyggðar Kiðhúsbala í landi Fitja til auglýsingar sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sótt verði um undanþágu á d. lið gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 hjá innviðarráðherra um fjarlægð byggingarreita frá Skorradalsvegi verði 25 m í stað 100 m. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Hreppsnefnd samþykkir tillögu deiliskipulags frístundabyggðar Kiðhúsbala í landi Fitja til auglýsingar sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br. í Morgunblaðinu og Lögbirtingarblaðinu, og að sótt verði um undanþágu á d. lið gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 hjá innviðarráðherra um fjarlægð byggingarreita frá Skorradalsvegi (508) verði 25 m í stað 100 m. Lagt er til að skipulagstillaga verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Veðurstofu Íslands og Slökkviliðs Borgarbyggðar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
d970-Fitjahlíð_20241118.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta