Á 172. fundi nefndarinnar var Sókn lögmannsstofu falið að fara yfir minnisblað Orkustofnunar dags. 22.3.2023 og gera athugasemdir við það.
Lögð fram drög að minnispunktum frá Sókn lögmannsstofu. Sókn lögmannsstofu falið að svara Orkustofnun.
4.2. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Innviðaráðuneytinu hefur borist erindi frá Landsneti þar sem lögð er fram aftur beiðni um skipan sérstakrar raflínunefndar á grundvelli 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Áður en málið verður tekið til frekari afgreiðslu óskar ráðuneytið eftir afstöðu Skorradalshrepps til hinnar framkomnu nýju beiðni Landsnets. Er þess óskað að hún berist ráðuneytinu, ásamt rökstuðningi eftir því sem við á, eigi síðar en þriðjudaginn 31. des nk.
Formanni og lögmanni nefndarinnar falið að svara ráðuneytinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samkvæmt 46. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal deiliskipulag unnið á stafrænu formi frá og með 1. janúar 2025. Það felur í sér að skipulagsgögn eru unnin í landupplýsingakerfi með samræmdum hætti, auk þess að deiliskipulagið er sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum eins og verið hefur. Um er að ræða nýja nálgun sem hefur í för með sér nýjar aðferðir og verklag sem skipulagsráðgjafar og skipulagshönnuðir þurfa að tileinka sér. Til að tryggja samræmd vinnubrögð og farsæla innleiðingu stafræns deiliskipulags hefur Skipulagsstofnun gefið út gagnalýsingu og leiðbeiningar um gerð stafræns deiliskipulags og sniðmát.
Málið kynnt og nánari upplýsingar má nálgast á www.island.is/skipulag