Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 193

Haldinn á Hvanneyri,
14.10.2025 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar Aðalmaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2504009 - Kerfisáætlun 2025-2034, umhverfismat áætlana
Á 212. fundi hreppsnefndar var málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar til upplýsingar. Tölvupóstur barst frá Hlín Benediktsdóttur hjá Landsneti um að framkvæmdaráætlun kerfisáætlunar 25-34 hefði breyst. Breytingar voru gerðar á tímalínu Holtavörðuheiðarlínu 1 og hún færð fyrir aftan Holtavörðuheiðarlínu 3. Samkvæmt framkvæmdaráætlun munu framkvæmdir hefjast í lok árs 2028 eða byrjun árs 2029.
Breytingin er tilkomin vegna samræmingar við aðrar línuframkvæmdir á svæðinu, þ.e. Blöndulínu 3 og Holtavörðuheiðarlínu 3. Ekki er talið æskilegt að framkvæmdir við fleiri en eina 220 kV loftlínu fari fram samtímis, meðal annars vegna:
- Nýta fjárfestingargetu flutningsfyrirtækisins með hagkvæmari hætti
- Vegna óvissu um aðgang að verktökum/mannafla
- Til að milda áhrif á flutningsgjaldskrá
Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að víxla tímaröð Holtavörðuheiðarlínu 1 og 3 til að ná fram þeim kerfislega ávinningi sem felst í spennusetningu Holtavörðuheiðarlínu 3.
Ekki verði þó slegið slöku við í undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 1. Stefnt er á að samningaviðræður við landeigendur hefjist núna í haust og unnið verður með sveitarfélögum að skipulags- og öðrum leyfismálum. Fari svo að undirbúningsferlið gangi betur en áætlanir gera ráð fyrir þá verður staðan endurskoðuð. Uppfærð framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 25-34 var send til Raforkueftirlitsins 1. sept. sl.

Lagt fram og kynnt.
2. 2509009 - Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands
Lagt fram erindi vegna áhrifa 16. gr. laga nr. 55/1992, en hún verndar sjóðinn og gætir hagsmuna heildarinnar gagnvart því að bótasjóðnum sé almennt ekki ráðstafað til að greiða bætur þar sem hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni. NTÍ undirstrikar að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum eru á ábyrgð viðkomandi skipulagsyfirvalda og þeirra aðila sem að byggja og reka mannvirki á slíkum stöðum. Kaupendur húseigna geta ekki gengið út frá því sem vísu að tjónabætur verði greiddar þegar þeir kaupa eignir sem byggðar eru á svæðum þar sem hættan er fyrir fram þekkt eða endurtekin. Ábyrgð skipulagsyfirvalda er því mikil og vill stjórn NTÍ vekja sérstaka athygli sveitarfélaga á henni.
Erindi frá NTÍ lagt fram og kynnt
Bréf til sveitarfélaga frá NTÍ 10. september 2025 (1).pdf
Fundargerð
3. 2509005F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 81
Fundargerð lögð fram til kynningar
3.1. 2507009 - Refsholt 35, Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi Flokkur 1
Sótt er um að byggja 146,3 m2 sumarhús á lóðinnni Refsholt 35
Byggingaráformin eru samþykkt
3.2. 2502006 - Þrætueyri o.fl
Fyrirspurn vegna áætlunar um byggingu, staðsetningu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið svo fremi að byggingin sé a.m.k. 100 metra frá vegi og 50 m frá Skorradalsvatni.
3.3. 2201007 - Indriðastaðahlíð 166, umsókn um byggingarleyfi
Lagðar fram nýjar uppfærðar teikningar þar sem stoðveggir hafa verið skilgreindir og bætt inná teikningar.
Málinu frestað til næsta fundar
3.4. 2503002 - Dagverðarnes 12 - Flokkur 1 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -
Sótt er um að byggja frístundarhús, 129 m2 og geymslu 8,1 m2.
Samþykkt hefur verið deiliskipulagsbreyting á lóðinni, til samræmis við umsókn um byggingarheimild.
Byggingaráformin eru samþykkt.
3.5. 2508009 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fitjar 133958 - Flokkur 2
Sótt er breytingu á skráningu húss.
Samþykkt
3.6. 2510001 - Fitjahlíð 36, merkjalýsing
Merkjalýsing lögð fram til samþykkis.
Merkjalýsing samþykkt.
3.7. 2509017 - Vatnsendahlíð 86, umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1
Sótt er um stækka frístundarhúsið á lóðinni um 22,2 m2. Samkvæmt fasteignaskrá er húsið 52,9 m2, verður 75,1 m2.
Á lóðinni er einnig geymsluhús 8,4 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt
Byggingarleyfismál
4. 2506017 - Stóra-Drageyri 4 umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -Flokkur 1
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 11.9.2025 til 9.10.2025 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynning fór fram í skipulagsgátt sjá á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1090 . Ein umsögn barst á kynningartíma frá Minjastofnun Íslands.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Grenndarkynnt gögn.pdf
5. 2510002 - Indriðastaðir 33, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi, flokkur 1
Óskað er eftir heimild til að stækka frístundarhúsið um 22,2 m2, alls verður húsið eftir stækkun, 68,3 m2. Lóðin er 2500 fm að stærð. Byggingarmagn er í samræmi við Aðalskipulag sveitarfélagsins. Ekkert deiliskipulag er fyrir svæðið.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 25, 26, 27, 32, 34, 49, 50, 51 og landeigendum sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br.. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Skipulagsmál
6. 2509007 - Skipulagsdagurinn 2025
Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Ráðstefnan verður haldinn 23. október 2025.
Skipulags- og byggingarnefnd felur formanni nefndarinnar að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins.
7. 2504007 - Vatnsendahlíð 189, 8. áfangi, breyting deiliskipulags
Undanþága liggur fyrir hjá félags- og húsnæðismálaráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Fjarlægð byggingarreits frá Skorradalsvegi (508) verður 90 m. Auglýsing um samþykkt hreppsnefndar þann 16.7.2025 um breytingar deiliskipulags mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda þann 20. okt. nk. og öðlast þá deiliskipulagsbreytingin gildi.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Afstaða - Vatnsendahlíð, Skorradalshreppi.pdf
Framkvæmdarleyfi
8. 2409012 - Stóra-Drageyri, Bakkakot og Stálpastaðir, úrbætur vegna óleyfisframkvæmda
Embætti skipulagsfulltrúa veitti Landi og skógi framkvæmdaleyfi þann 19.9. 2024 sem fól í sér meðal annars að lagfæra hlíðar Dragafells þar sem ruddur var slóði í óleyfi.
Verkefnið er í vinnslu hjá Landi og skógi, Iðunn Hauksdóttir sérfræðingur fór yfir framkvæmdina og kynnti næstu skref.
Framkvæmdaleyfi.pdf
 
Gestir
Iðunn Hauksdóttir - 09:00
9. 2510005 - Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands
Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands lögð fram og kynnt.
Lögð fram og kynnt.
Bréf með ályktun_ v_aðalskipulag sveitarfélaga_Sveitarstjórnir.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta