Til bakaPrenta
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 82

Haldinn á Hvanneyri,
15.10.2025 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Aðalmaður,
Sæmundur Víglundsson Embættismaður,
Fundargerð ritaði: Sæmundur Víglundssson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Byggingarleyfismál
1. 2201007 - Indriðastaðahlíð 166, umsókn um byggingarleyfi
Frestað mál frá síðasta fundi.
Lagðar fram nýjar uppfærðar teikningar þar sem stoðveggir hafa verið skilgreindir og eftir þörfum bætt inná teikningar.

Farið í vettvangsskoðun og í framhaldi var afgreiðslu á byggingaráformum frestað.
Ekki eru heimilar neinar framkvæmdir á lóðinni við gerð stoðveggja og því tilheyrandi.
2. 2510002 - Indriðastaðir 33, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi, flokkur 1
Sótt er um að stækka frístundarhúsið um 22,2 m2, alls verður húsið eftir stækkun, 68,3 m2.
Vísað til skipulags- og bygginganefndar þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir svæðið.
3. 2510003 - Grenihvammur 5, Umsókn um byggingarh. Flokkur 1
Sótt er um stækka lagnakjallara úr 33,6 m2 í 55,9 m2. Alls verður því húsið 193,1 m2 og 577,2 m3.
Lóðin er skráð 4089 m2, heimildað nýtingarhlutfall er 0,05 = 204 m2.

Byggingaáformin eru samþykkt
4. 2510006 - Stráksmýri 9, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi flokkur 1
Sótt er um að byggja 100 m2 og 351m3 frístundarhús á lóðinni.
Byggingaráformin eru samþykkt
5. 2510004 - Dagverðarnes 204, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi flokkur 1
Sótt er um að byggja 15 m2, gestahús. Fyrir er á lóðinni frístundarhús 99,6 m2. Samtals byggingamagn verður því 114,6 m2. Heimilt byggingarmagn á lóðinni eru 125 m2.
Byggingaráformum er hafnað þar sem gestahúsið er utan byggingarreits.
6. 2307011 - Erindi vegna Indriðastaðahlíðar 166
Farið er fram á að framkvæmdir á lóðinni Indriðstaðahlíð 166 verði stöðvaðar er varða byggingu á háum vegg. Auk þess, að ef ekki stendur til að reisa vegg, er farið fram á grendarkynningu á framkvæmdum.
Nefndarmenn fóru í vettvangsferð og skoðuðu aðstæður. Ekki hafa verið heimilar neinar framkvæmdir á Indriðastaðahlíð 166, umfram útgefna byggingarheimild sem veitt var í janúar 2022. Í þeirri heimild er ekki gert ráð fyrir byggingu á "háum vegg", hinsvegar er gert ráð fyrir lágreistum stoðveggjum. Hvað grendarkynningu varðar að þá er ekki venjan, í Skorradal, að grendarkynna byggingaleyfisumsóknir þegar umsóknin er innan deiliskipulagsmarka.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta