Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 183

Haldinn á Hvanneyri,
22.10.2024 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ástríður Guðmundsdóttir Aðalmaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Skipulagsmál
1. 2410002 - Skipulagsdagurinn 2024
Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Ráðstefnan var haldinn þann 17. október sl.
Skipulagsfulltrúi tók þátt.
2. 2410003 - Fundur Skipulagsstofnunar með skipulagsfulltrúum
Skipulagsstofnun hélt fund með skipulagsfulltrúum þann 18. október sl.
Skipulagsfulltrúi tók þátt.
3. 2204006 - Stefnumörkun um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn, breyting aðalskipulags
Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Fiskistofu, Slökkviliði Borgarbyggðar, Landi og skógi, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Umhverfisstofnun. Athugasemdir bárust frá Sumarhúsafélaginu í Hvammi, lóðarhöfum fjögurra lóða í Fitjahlíð og einum lóðarhafa á Indriðastöðum. Umsagnir höfðu ekki áhrif á auglýsta tillögu, en brugðist var við athugasemdum lóðarhafa í Fitjahlíð og bátalægi fært fjær umræddum lóðum. Svör til þeirra sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu lögð fram.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar stefnu sveitarfélagsins um bátaskýli og bátaaðstöðu við Skorradalsvatn verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna, athugasemdir og umsögn nefndarinnar um þær, innan tólf vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir rann út skv. 31. gr. sömu laga. Jafnframt skal senda þeim aðilum er athugasemdir gerðu afgreiðslu og umsögn nefndarinnar og auglýsa niðurstöðu hennar.
a1220-Breyting_Bátaskýli_Bls1_2_20241018_opt.pdf
Framkvæmdarleyfi
4. 2309003 - Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn
Á 195. fundi hreppsnefndar var samþykkt að framkvæmdaleyfisumsókn yrði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að sýnt sé fram á að jarðvegsstífla sé staðfastlega og sannarlega innan lóðar umsækjanda, en engin frekari gögn hafa borist frá umsækjanda er varðar það. Í gr. 5.9.2 í skipulagsreglugerð er kveðið á um að með bréfi til nágranna skuli fylgja hönnunargögn, sbr. grein 5.9.7. Það er mat nefndarinnar að ef gögn eru ófullnægjandi að þá á ekki að fara með málið í grenndarkynningu. Ef sveitarfélag fer með mál í grenndarkynningu þá kunna að skapast hjá viðkomandi hagsmunaaðilum réttmætar væntingar um að öll gögnin séu fullnægjandi og í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi og skipulagsreglugerð. Hagsmunir nágranna kunna enn fremur að skaðast/skerðast vegna ófullnægjandi gagna og andmæli og/eða athugasemdir nágranna kunna einnig að vera öðruvísi ef gögnin væru fullnægjandi.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fara þess á leit við umsækjanda framkvæmdaleyfisumsóknar að afhenda fullnægjandi grenndarkynningar gögn svo hægt verði að grenndarkynna hana í ljósi afstöðu nefndarinnar.
5. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn hreppsins um umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 1. Málið liggur inni á Skipulagsgátt og er númer 1187/2024 og er á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1187 þar sem hægt er að kynna sér skýrsluna. Skila þarf inn umsögn eigi síðar en 29.11.2024. Opið hús verður á Hótel Hamri í Borgarnesi þann 24.október nk. kl. 19:30-21:30 þar sem fólk getur komið og kynnt sér skýrsluna, niðurstöður matsins og starfsfólk Landsnets og Verkís verður á staðnum til að veita nánari upplýsingar um umhverfismatið.
Unnin verður umsögn með nefndarmönnum.
Holtavörðuheiðarlína 1 Umhverfismatsskýrsla - Bréf út_Kynning Umhverfismatsskýrslu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta