Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 187

Haldinn á Hvanneyri,
20.09.2023 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2309006 - Erindi frá varaslökkviliðsstjóra
Bjarni Þorsteinsson vara slökkviliðsstjóri óskar eftir því að sveitarfélagið búi til og setji upp varanleg upplýsingaskilti á nokkrum tungumáli um varúð um eldhættu í þurrkatíð.
Samþykkt að fela oddvita ræða við bréfritara.
2. 2309007 - Umsókn um rekstrarleyfi til rekstur veitingarstaðar í flokki II sem rekinn verður í Hreppslaug
Sýslumannsembættið á Vesturlandi óskar eftir umsagnarbeiðni vegna umsóknar Ungmennafélagsins Íslendings um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, sem rekinn verður í Hreppslaug.
Hreppsnefnd gefur jákvæða umsögn.
3. 1606002 - Samningur v. þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradal
Lagðir fram til fyrri umræðu.
Farið yfir samninginn og rætt nokkur atriði.
Samningurinn samþykktur með áorðnum breytingum til seinni umræðu.
Einnig samþykkt að samningsdrögin fari til yfirlestrar í Innviðarráðuneytinu áður en hann kemur til seinni umræðu.
4. 2309009 - Ósk um styrk til ADHD samtakanna
Erindi ADHD samtakanna til sveitarfélagsins með ósk um samstarf um málefni fólks með ADHD og/eða styrk.
Ekki hægt að verða við erindinu.
5. 2309016 - Skólaakstur á þjóðvegum
Vegagerðin óskaði eftir hjá SSV upplýsingum um skólaakstursleiðir sveitarfélaganna á Vesturlandi.
Oddvita falið að svara Vegagerðinni og eins ítreka það setja Dragaveg 520 undir vetrarþjónustu að nýju vegna öryggis á hringveginum.
6. 2309015 - Samningur um refaveiðar erindi frá Umhverfisstofnun
Samningur um refaveiðar vegna endurgreiðslna ríkissjóðs vegna refaveiða sveitarfélaga, sbr. 10. og 11. gr. reglugerðar um refa- og minkaveiðar nr. 437/1995, sbr. 4. mgr. 12. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, fyrir árin 2023-2025. Þá má í viðhengi finna áætlun Umhverfisstofnunar um refaveiðar fyrir árin 2023-2025.
Samningurinn samþykktur.
7. 2208002 - Fjárhagsstaða sveitarfélagsins
Farið yfir stöðu mála.
8. 2309008 - Sameiningarmál
Oddviti leggur fram minnisblað um sameiningu sveitarfélaga.
Minnisblað oddvita rætt. Samþykkt að hreppsnefnd fari í valkostagreiningu.

minniblað_sameining.pdf
9. 2303004 - Umsögn um rekstrarleyfi gististaða
Málinu var frestað á 179.fundi hreppsnefndar þar sem sýslumaðurinn á Vesturlandi óskaði eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki II í Mófellsstaðakoti. Skorradalshreppi hefur nú borist bréf þar sem staðfesting Skipulagsstofnunar um óverulega breytingu á aðalskipulagi fyrir Mófellsstaðakot liggur fyrir og sömuleiðis afriti af auglýsingu fyrir B-deild Stjórnartíðinda. Í breytingunni felst heimild til að stunda ferðaþjónustu eða minniháttar atvinnustarfsemi því tengt með gistingu allt að 15 gesti er heimil.
Hreppsnefnd gefur jákvæða umsögn. Varaoddvita falið að vinna málið áfram.

JEE vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2309001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 174
Lögð fram fundargerð frá í gær, 19. september.
Fundargerðin samþykkt í öllum 10 liðum.
10.1. 2309014 - Þinglýst jarðamerki og sveitarfélagamörk
Fyrir liggur þinglýst jarðamerki á milli Syðstu-Fossa og Horns. Einnig liggur fyrir þinglýst jarðamerki að hluta á milli annars vegar Syðstu-Fossa og hins vegar Efri-Hrepps og Mófellsstaðakots. Umrædd jarðamerki eru einnig sveitarfélagamörk á milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.
Gögn lögð fram og kynnt.
10.2. 2309013 - Andakílsárvirkjun, fyrirspurn frá landeigendum Efri-Hrepps
Borist hefur fyrirspurn frá landeigendum í Efri-Hrepp þar sem óskað er upplýsinga um stöðu mannvirkja og framkvæmda sem eru á eignarlandi landeigenda Efri-Hrepps og leyfi vegna þeirra frá Skorradalshreppi. Það er að segja stöðu suðurhluta inntaksstíflunnar, yfrfallsstíflunnar, gerð farvegs í framhaldi af yfirfallsstíflugerð og hækkun lónsins sem var allt framkvæmt eftir 1970, en Skorradalshreppur varð skipulagsskyldur fyrir árið 1970.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara fyrirspurninni og taka saman þau gögn sem til eru um málið.
10.3. 2307001F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 72
Fundargerð lög fram til kynningar
10.4. 2307006 - Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi
Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 72. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sem haldinn var 24. júlí 2023. Ekkert deiliskipulag er í gildi í Fitjahlíð. Á lóð Fitjahlíðar 100 er engin bygging. Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 185,0 m2 frístundahúsi. Samanlagt byggingarmagn á lóð er 185 m2. Lóðin er 6599 m2 að stærð. Byggingarleyfisumsókn samræmist stefnu aðalskipulags um nýtingarhlutfall sem er 0.05.
Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Fitjahlíð 99, 101 og landeigendum Fitja sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að uppfærð gögn berist. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
10.5. 2301006 - Fitjahlíð 67B, Umsókn um byggingarheimild
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. apríl til 21. maí 2023 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynning var framlengd gagnvart einum granna fram til 21. júní 2023 þar sem grenndarkynningargögn voru endursend í pósti. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
10.6. 2309005 - Hnitsetning lóðar, Dagverðarnes 44
Óskað er eftir að hnitsetning á afmörkun frístundalóðar Dagverðarness 44 í landi Dagverðarness verði samþykkt af sveitarfélaginu svo hægt verði að þinglýsa eignarmörkum. Í gildi er deiliskipulag sem samþykkt var af skipulagsstjóra ríkisins þann 19. júní 1991. Uppdráttur er ekki hnitfestur. Lóð er innan svæðis 2.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar málinu þar sem beðið er eftir leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.
10.7. 2309001 - Skipulagsdagurinn 2023
Árlegt málþing Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál verður haldið þann 19. október nk.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni nefndarinnar að sækja málþingið fyrir hönd sveitarfélagsins.
10.8. 2309002 - Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037
Óskað er eftir umsögn um lýsingu endurskoðaðs Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037. Umsagnarfrestur er til 18.9. 2023.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi vinni umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
10.9. 2309004 - Brunndæla í Hvammi, framkvæmdaleyfisumsókn
Sótt er um framkvæmdaleyfi til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi í landi Hvamms. Framkvæmdaleyfisumsókn er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir Hvammskóg neðri.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli gildandi deiliskipulags Hvammsskóga neðri og sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Veiðifélags Skorradalsvatns, Hafrannsóknarstofnunar liggur fyrir og leyfi Fiskistofu til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi.
10.10. 2309003 - Jarðvegsstífla við inntakslón Andakílsárvirkjunar, framkvæmdaleyfisumsókn
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir tímabundina styrkingu á jarðvegsstíflu við inntakslón Andakílsárvirkjunar. Um er að ræða 2500 m3 af stórgrýti sem verður hlaðið loftmegin við núverandi stíflu. Framkvæmdin fór í gegnum fyrirspurn um matsskyldu og var ákvörðun Skipulagsstofnunar að endurbóta- og viðhaldsframkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Efninu verði hlaðið í sömu hæð og núverandi stífla, um 59 m y.s. Framkvæmdartími er áætlaður á fjórða ársfjórðungi þessa árs og reiknað er með að framkvæmdin taki um 2 mánuði. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir framkvæmdasvæðið. Leyfi landeiganda liggur ekki fyrir. Virkjanaleyfi liggur ekki fyrir. Gögn eru ekki í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Skipulags- og byggingarnefnd vísar málinu frá á grundvelli þess að fyrirliggjandi gögn eru ekki fullnægjandi og að virkjanaleyfi liggur ekki fyrir.
Fundargerðir til kynningar
11. 2309011 - Fundargerðir nr. 932 stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 932.pdf
12. 2309010 - Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr.233
Lögð fram
233. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf. 30.06.2023-.pdf
13. 2309012 - Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, fundir nr. 164-176
Lagðar fram
164 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
165 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
166 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
167 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
168 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
170 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
171 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
172 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
173 fundur stjórnar SSV - fundargerð.pdf
Byggingarleyfismál
14. 2307006 - Fitjahlíð 100, Umsókn um byggingarleyfi
Ekkert deiliskipulag er í gildi í Fitjahlíð. Á lóð Fitjahlíðar 100 er engin bygging. Óskað er efir byggingarleyfi fyrir 185,0 m2 frístundahúsi. Samanlagt byggingarmagn á lóð er 185 m2. Lóðin er 6599 m2 að stærð. Byggingarleyfisumsókn samræmist stefnu aðalskipulags um nýtingarhlutfall sem er 0.05. Skipulag- og byggingarnefnd samþykkti á 174. fundi sínum að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Fitjahlíð 99, 101 og landeigendum Fitja sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að uppfærð gögn berist.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Fitjahlíð 99, 101 og landeigendum Fitja sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að uppfærð gögn berist. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
15. 2301006 - Fitjahlíð 67B, Umsókn um byggingareimild
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 21. apríl til 21. maí 2023 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynning var framlengd gagnvart einum granna fram til 21. júní 2023 þar sem grenndarkynningargögn voru endursend í pósti. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Framkvæmdarleyfi
16. 2309004 - Brunndæla í Hvammi, framkvæmdaleyfisumsókn
Sótt er um framkvæmdaleyfi til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi í landi Hvamms. Framkvæmdaleyfisumsókn er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir Hvammskóg neðri. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli gildandi deiliskipulags Hvammsskóga neðri og sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Veiðifélags Skorradalsvatns, Hafrannsóknarstofnunar liggur fyrir og leyfi Fiskistofu til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi.
Hreppsnefnd samþykkir að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli gildandi deiliskipulags Hvammsskóga neðri og sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar umsögn Veiðifélags Skorradalsvatns, Hafrannsóknarstofnunar liggur fyrir og leyfi Fiskistofu til að setja upp vatnsdælu fyrir brunavarnakerfi. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:15 

Til bakaPrenta