Umsókn byggingarleyfis var grenndarkynnt á vormánuðum 2023 og þá var gert ráð fyrir geymslu, en nú er verið að óska eftir að byggja gestahús í stað geymslunnar. Byggingarmagn er óbreytt og samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps og fjarlægð gestahúss er 11 m frá lóðamörkum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að byggingarleyfisumsókn gestahúss verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 24, 26, 31, 32, 33 og landeigendum sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br. með fyrirvara um yfirferð byggingarfulltrúa á byggingarleyfisumsókn gestahússins.
3. 2501001 - Vindorkugarður í landi Hæls og Stendórsstaða í Borgarbyggð, umhverfismat
Zephyr Iceland áformar að reisa vindorkugarð í landi Hæls og Steindórsstaða í Flókadal í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Uppsett heildarafl gæti orðið allt að 150 MW og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum. Gert er ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði um 20-30 og að afl hverrar vindmyllu verði 5-7 MW. Skipulagsstofnun leitar umsagna umsagnaraðila vegna matsáætlana fyrir framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sjá slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1550 . Í umsögn umsagnaraðila skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Umsagnarfrestur er til 27.1.2025.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna að umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Framkvæmdarleyfi
4. 2205001 - Holtavörðuheiðarlína 1
Ekki hafa borist viðbrögð frá Skipulagsstofnun við innsendri umsögn frá í nóvember sl.. Ábending hefur komið fram um að Holtavöruheiðarlínu 1 samræmist ekki stefnumörkun stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Formanni falið að koma ofangreindu á framfæri við Skipulagsstofnun sem heldur utan um kynningu og auglýsingu umhverfismats Holtavörðuheiðarlínu 1.