Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 205

Haldinn á Hvanneyri,
19.03.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2503008 - Heimsókn til sveitarfélaganna á Vesturlandi
Fulltrúi Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands kemur í heimsókn til að eiga samtal um starfsemi sína og samstarf við sveitarfélagið, - og heyra hvað sveitarfélagið hefur að segja um ferðamálin á sínu svæði.
Margrét Björk kynnti starfsemina og fór yfir næstu verkefni.
 
Gestir
Margrét Björk Björnsdóttir -
2. 2503006 - Drög að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Samþykkt var á símafundi 4. mars sl. að oddviti myndi senda inn athugasemdir í samráðsgátt við drögum að frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráði við sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
3. 2208002 - Fjárhagsstaða sveitarfélagsins
Farið yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
PD lagði fram yfirlit.
4. 2503005 - Bréf til sveitarfélaga
Samtökin Landsbyggðin lifi leita eftir samstarfi við sveitafélög í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu ?Coming, Staying, Living ? Ruralizing Europe?.
Hreppsnefnd þakkar erindið og sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.
Bréf til sveitafélaga v CLS feb 2025.pdf
5. 2007003 - Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar.
Staða Laugarhús við Hreppslaug. ÓRÁ fer yfir stöðu mála.
Rætt um drög af væntanlegri skýrsli. Málinu frestað.
6. 2503009 - Ósk um úrskurð um hæfi/vanhæfi hreppsnefndarmanna
Hreppsnefnd barst svarbréf frá Innviðarráðuneytinu við kæru PD dags. 26.júli 2024 sem lýtur að hæfi hreppsnefndarmanna í Skorradalshreppi og afgreiðslu hreppsnefndar frá 4.júlí sama ár.

Að mati ráðuneytisins fellur hvorki ákvörðun sveitarfélagsins um hæfi sveitarstjórnarfulltrúa til að taka þátt í meðferð tiltekins máls né ákvörðun um að hefja formlegar viðræður um sameiningu undir hugtaksskilgreiningu stjórnvaldsákvörðunar. Er mál þetta því ekki tækt til úrskurðar á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga. Er kærunni því vísað frá ráðuneytinu.

Lagt fram.
31f7e177-0be7-4e41-b4f7-01ad3e8becb3-IRN24040132_frávísun.pdf
7. 2501006 - Afsláttur af fasteignagjöldum.
Álagning fasteignagjalda fyrir 2025.
Hreppsnefnd leggur til ekki verði veittir afslættir af fasteignaskatti til ellilífeyrisþega.

Gjalddagar verða óbreyttir.
8. 2503013 - Aðalfundarboð SSV 26.mars 2025
Aðalfundur SSV fer fram á Hótel Hamri 26.mars n.k. Líkt og verið hefur munu aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands fara fram sama dag.
PD verður fulltrúi á aðalfundi SSV. JEE til vara.
Aðalfundarboð 2025.pdf
Fundargerðir til kynningar
9. 2502011 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr.964, 965, 966, 967, 968, 969, 970, 971 og 972.
Lagðar fram.
10. 2503007 - Fundargerðir stjórnar SSV 2025
Lögð fram fundargerð nr. 186
11. 2503010 - Fundargerð Heilbrigðsnefndar Vesturlands
Lögð fram fundargerð nr.194.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25 

Til bakaPrenta