Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 183

Haldinn á Hvanneyri,
15.05.2023 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305001 - Ársreikningur Skorradalshrepps 2022
Lagður fram til seinni umræðu ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG.
Ársreikningurinn lagður fram til seinni umræðu. Fulltrúar KPMG, Lilja Dögg Karlsdóttir og Haraldur Örn Reynisson tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir ársreikning og endurskoðendaskýrslu.
Ársreikningurinn samþykktur.
 
Gestir
Lilja Dögg Karlsdóttir, KPMG -
Haraldur Örn Reynisson, KPMG -
2. 2206011 - Aðalskipulag Skorradalshrepps
Innan árs frá sveitarstjórnarkosningum 2022 skal taka ákvörðun um hvort endurskoða eigi aðalskipulag sveitarfélagsins. Málið áður á dagskrá á 168.fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps 11.júní 2022, þá frestað.
Hreppsnefnd telur að ekki sé þörf á heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Skorradalshrepps. Það samþykkt.
3. 2305013 - Beiðni um þátttöku í kostnaði barnamenningarhátíðar
Ekki er hægt að verða við erindinu að þessu sinni.
4. 2206021 - Skógrækt í Skorradal
Lagt fram erindi frá Þresti Eysteinssyni skógræktarstjóra hjá Skógræktinni.
Í erindinu kemur fram m.a. eftirfarandi:
"Eins og kom fram á fundi með sveitarstjórn 17. apríl s.l. vill Skógræktin nú horfa til framtíðar og vinna að lausn mála í góðri sátt.
Skógræktin óskar eftir því að Skorradalshreppur og Skógræktin semji sameiginlega yfirlýsingu um að aðilar vinni að breytingum á aðalskipulagi Skorradalshrepps sem opni á að hægt verði að stunda nýskógrækt á umsjónarlöndum Skógræktarinnar í Skorradalshreppi.
Skógræktin rekur í dag starfsstöð í Hvammi í Skorradal þar sem starfsmenn
Skógræktarinnar á þjóðskógasviði og sviði skógarþjónustu á Vesturlandi hafa aðstöðu.
Skógræktin stefnir á að efla þá starfsstöð á næstu árum og vill leita leiða til að eiga í góðu samstarfi við Skorradalshrepp um þá uppbyggingu.
Í anda samstarfs og sáttfýsi óskar Skógræktin eftir því við Skorradalshrepp að kæra hreppsins til lögreglu verði dregin til baka.



Hreppsnefnd þakkar fyrir erindið og vonast eftir góðu samstarfi, en hafnar að gerð verði sameiginleg yfirlýsing. Sömuleiðis hafnar hreppsnefnd því, að kæran til lögreglu verði dregin til baka.

KJ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
5. 2005005 - Stóra-Drageyri, umsókn um niðurrif húsa
Erindi frá Þresti Eysteinssyni skógræktarstjóra um niðurrif húsa í Hvammi og Stóru-Drageyri
Erindinu vísað til byggingarfulltrúa og honum falið að ganga frá málinu.
6. 1909016 - Hvammur, umsókn um niðurrif mannvirkja
Erindi frá Þresti Eysteinssyni skógræktarstjóra um niðurrif húsa í Hvammi og Stóru-Drageyri
Erindinu vísað til byggingarfulltrúa og honum falið að ganga frá málinu.
7. 2305011 - Skipulag skógræktar í landinu
Bréf frá Sveini Runólfssyni sem sent er til allra sveitarstjórna í landinu um skipulag á skógrækt í landinu.
Hreppsnefnd þakkar fyrir bréfið.
8. 2305012 - Fjallskilasamþykkt - endurskoðun
Stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps óskar eftir að allar nefndir og ráð sem fjalla um fjallskil innan sveitarfélaganna fjalli um gildandi fjallskilasamþykkt og sendi ábendingar um nauðsynlegar breytingar til stjórnar, eigi síðar en 31. ágúst.
Lagt fram.
Fundargerðir til kynningar
9. 2305014 - Fundargerð nr. 925 stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:15 

Til bakaPrenta