| 1. 2510001F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 82 |
| Fundargerð lögð fram til kynningar |
1.1. 2201007 - Indriðastaðahlíð 166, umsókn um byggingarleyfi Farið í vettvangsskoðun og í framhaldi var afgreiðslu á byggingaráformum frestað. Ekki eru heimilar neinar framkvæmdir á lóðinni við gerð stoðveggja og því tilheyrandi. |
1.2. 2510002 - Indriðastaðir 33, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi, flokkur 1 Vísað til skipulags- og bygginganefndar þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir svæðið. |
1.3. 2510003 - Grenihvammur 5, Umsókn um byggingarh. Flokkur 1 Byggingaáformin eru samþykkt |
1.4. 2510006 - Stráksmýri 9, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi flokkur 1 Byggingaráformin eru samþykkt |
1.5. 2510004 - Dagverðarnes 204, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi flokkur 1 Byggingaráformum er hafnað þar sem gestahúsið er utan byggingarreits. |
1.6. 2307011 - Erindi vegna Indriðastaðahlíðar 166 Nefndarmenn fóru í vettvangsferð og skoðuðu aðstæður. Ekki hafa verið heimilar neinar framkvæmdir á Indriðastaðahlíð 166, umfram útgefna byggingarheimild sem veitt var í janúar 2022. Í þeirri heimild er ekki gert ráð fyrir byggingu á "háum vegg", hinsvegar er gert ráð fyrir lágreistum stoðveggjum. Hvað grendarkynningu varðar að þá er ekki venjan, í Skorradal, að grendarkynna byggingaleyfisumsóknir þegar umsóknin er innan deiliskipulagsmarka. |
|
|
Lagðar fram nýjar uppfærðar teikningar þar sem stoðveggir hafa verið skilgreindir og eftir þörfum bætt inná teikningar.