Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 192

Haldinn á Hvanneyri,
18.08.2025 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar Varamaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2508007 - Umhverfisþing XIV
Umhverfisþing verður haldið dagana 15. - 16. september 2025 í Silfurbergi í Hörpu. Megin þema þingsins verður hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál.
Lagt fram og kynnt.
XIV Umhverfisþing dagskrá.pdf
2. 2508003 - Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar er að hagræða, einfalda stjórnsýslu og sameina stofnanir, https://island.is/samradsgatt/mal/4005 .
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
2508003-Umsögn.pdf
Fundargerð
3. 2508003F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 80
Fundargerð lögð fram til kynningar
3.1. 2507008 - Stóra - Drageyri 2, byggingamál
Sótt er um að breyta skráningu úr sumarbústaður í heilsárshús, íbúðarhús. Lóðin Stóra-Drageyri 2 er ekki á skipulögðu svæði.
Fyrir liggur leyfi landeiganda jarðarinnar Stóru-Drageyri.
Samþykkt þar sem húsið uppfyllir kröfur um íbúðarhús.
3.2. 2508005 - Fitjahlíð 13, merkjalýsing
Sótt er um stækkun lóðarinnar Fitjahlíð 13, skráð stærð er 2000 m2, verður 3241,6 m2 samkvæmt merkjalýsingu.
Samþykkt og vísað til endanlegrar afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.
3.3. 2507009 - Refsholt 35, Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi Flokkur 1
Sótt er um að byggja frístundarhús 88,7 m2 ásamt stakstæðri bílgeymslu 57,6 m2.
Byggingaráform fyrir frístundarhús eru samþykkt.

Byggingaráform fyrir bílgeymslu er hafnað þar sem þau eru ekki í samræmi við deiliskipulag.

Skv. deiliskipulagi má byggja eitt hús allt að 150 m2 að grunnfleti. Því til viðbótar er leyfilegt að byggja allt að 15,0 m2 gestahús sem tengist húsi eða verönd. Samkvæmt aðalskipulagi er hámarksstærð gestahús / geymslu 35,0 m2
Byggingarleyfismál
4. 2508005 - Fitjahlíð 13, merkjalýsing
Á 80. fundi afgreiðslufundar byggingarfulltrúa var málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar. Sótt er um stækkun lóðarinnar Fitjahlíðar 13, skráð stærð er 2000 m2, verður 3241,6 m2 samkvæmt merkjalýsingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að merkjalýsing Fitjahlíðar 13 verði samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Merkjalýsing.pdf
Skipulagsmál
5. 2309002 - Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037
Málinu var frestað á 190. fundi nefndarinnar. Öll gögn málsins liggja á Skipulagsgátt https://skipulagsgatt.is/issues/2023/242 .
Skipulagsfulltrúa falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri við Borgarbyggð.
2309002-Umsögn.pdf
Framkvæmdarleyfi
6. 2508006 - Syðstu-Fossar, 10342025-Grenndarkynning framkvæmdaleyfis
Borgarbyggð óskar eftir umsögn um umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar og undirbúnings tippsvæðis í landi Syðstu-Fossa vegna fyrirhugaðra endurbóta á mannvirkjum við inntakslón Andakílsárvirkjunar, uppmokstur á seti sem og viðhaldi á lóninu sjálfu. Markmið verkefnisins er að tryggja framtíð virkjunarinnar með rekstur, öryggi og umhverfi í huga. Gert er ráð fyrir að vinnuvegur að tippsvæðum ásamt tippsvæðum 1 og 2 verði tilbúin til notkunar eigi síðar en þann 1. júní 2026 þannig að hægt sé að hefja vinnu við uppmokstur og tippun úr Andakílsárlóni. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember það sama ár og aðalverktaki hefur lokið uppmokstri, tippun og landmótun.
Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að samkvæmt jarðamörkum á milli Syðstu-Fossa og Efri-Hrepps er hluti framkvæmdar innan Skorradalshrepps. Skipulagsfulltrúa falið að taka saman upplýsingar er það varðar og senda inn með umsögn.
Verklýsing- Syðstu-Fossar.docx.pdf
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar í landi Syðstu-Fossa.pdf
Kort og teikningar.pdf
Jarðamerki Syðstu Fossa og Neðri Hrepps.pdf
7. 2508004 - Skógrækt í landi Varmalækjar-matsáætlun
Fyrirhuguð er skógrækt á jörðinni Varmalækur, sem staðsett er við minni Flókadals innan sveitarfélagsins Borgarbyggð. Jörðin er 847 ha að stærð og er gert ráð fyrir að 70-80 % þess lands verði nýtt til skógræktar. Markmið skógræktarinnar að rækta síþekjuskóg sem skapar timburnytjar, ásamt fleiri gæðum skógarvistkerfis. Þegar hefur fengist leyfi til skógræktar á um 82,5 ha svæði innan jarðarinnar sem verður plantað á þessu ári.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að upplýsa Borgarbyggð um afstöðu nefndarinnar og senda inn umsögn.
Varmalækur-Matsáætlun.pdf
2508004-Umsögn.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta