Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 181

Haldinn á Hvanneyri,
01.07.2024 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ástríður Guðmundsdóttir Aðalmaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari, Sæmundur Víglundsson Embættismaður.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi
SV var í símasambandi undir fundarlið 1


Dagskrá: 
Skipulagsmál
1. 2201007 - Indriðastaðahlíð 166, umsókn um byggingarleyfi
Málinu var vísað til skipulags- og byggingarnefndar af 73. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Lagðar eru fram teikningar þar sem sótt er um að breyta timburpalli í steypta verönd. Rými í kjallara breytist úr uppfyllt í óuppfyllt. Útlit breytist þannig að þær hliðar sem áður voru sökkulveggir í jörðu eru nú sjáanlegar.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi skal mænishæð frá gólfi fyrir frístundahús vera að hámarki 5.5 m og 3.8 m fyrir aukahús. Haft skal sem viðmið að gólfhæð og hæð verandar yfir landi yfirstígi ekki 1.5 m. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um að kjallari og sökkulveggir verði sjáanlegar þar sem að umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og byggingarskilmálum þess. Byggingarfulltrúa falið að upplýsa um niðurstöðu nefndarinnar.
2006-985 Móðurmál deiliskipulags.pdf
2. 2404014 - Dagverðarnes 123, svæði 3, breyting deiliskipulags
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 13. maí 2024 til 13. júní 2024. Umsagnir bárust frá þremur aðilum en engin athugasemd á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
20240409_Breyt_deilisk Dagverðarness 123 í Skorradalshr.pdf
Framkvæmdarleyfi
3. 2404013 - Dagverðarnes, svæði 4, ný vegtenging, umsókn um framkvæmdaleyfi
Framkvæmdaleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Grenndarkynning fór fram 10.5-21.6.2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Slökkviliði Borgarbyggðar sem ekki gera neinar athugasemdir við framkvæmdina. 9 einstaklingar sendu inn umsagnir. Haldinn var fundur með lóðarhöfum, Vegagerðinni og sveitarfélaginu þann 20. júní 2024 á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem ágreiningur er um legu vegar. Í kjölfar fundar náðist samkomulag um að 2/3 hluti vegar myndi liggja á lóð L192317 og 1/3 hluti vegar myndi liggja á lóð L192318
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja framkomna tillögu um legu aðkomuvegar sbr. yfirlitsuppdrætti, dags. 20. júní 2024, og uppfærða grunnmynd, dags. 3.maí 2024 og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar lokið er að þinglýsa kvöðum um aðkomu inn á svæði 4 í Dagverðarnesi á lóðir L192317 og L192318.
Skorradalshreppur_umsókn um framkvæmdaleyfi, svæði 4.pdf
Grenndarkynnt tillaga.pdf
Skorradalsvegur yfirlitsmynd tenging-samkomulag.pdf
Skorradalsvegur grunnmynd tenging-samkomulag.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45 

Til bakaPrenta