Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 215

Haldinn á Hvanneyri,
21.10.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður
Í upphafi hreppsnefndarfundar vil ég bóka eftirfarandi:

"Þann 1. október s.l. bárust mér 2 tölvupóstar frá Innviðaráðuneytinu um að kærur um sameiningarkosningar og mál tengd þeim, sem ég tengist höfðu verið sendar til umsagnar hjá Borgarbyggð og Skorradalshreppi og sveitarstjórnir hefðu frest til 9. október s.l. að svara.
Þann 9. október s.l. hafði mér ekki borist neinn tilkynning sem sveitarstjórnarmaður um áðurnefnda sendingar Innviðaráðuneytisins og ekki hafði verið boðað til fundar í sveitarstjórn Skorradalshrepps til að ræða áðurnefndar kærur.
Var Innviðaráðuneytinu sendur eftirfarandi tölvupóstur að kvöldi 9. október s.l.

"Í dag er 9. október kominn til enda. Bæði ég og Óli Rúnar Ástþórsson, sem erum báðir í hreppsnefnd Skorradalshrepps, höfum ekki fengið upplýsingar eða staðfestingu á því að Skorradalshreppur hafi borist erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem er óskað er umsagnar sveitarfélagsins um kærur. Ef slíkt erindi hefði borist, þá hefði oddviti átt að kalla saman sveitarstjórn til að fjalla um erindi IRN og hefði þá komið í ljós hver hefði fengið heimild til að veita umsögn um erindið. Vísast til svipaðar afgreiðslu sveitarstjórnar Skorradalshrepps fyrir ári síðan til IRN. Sjá t.d. hér. Fundarlið 13 - https://skorradalur.is/stjornsysla/fundargerd/fundur/?id=nnfsaN0ENEOXzWbWlHiwA1&text=
Þannig ef einhver umsögn hefur borist frá Skorradalshreppi, þá er sú umsögn ólögleg og ekki getur ekki komið til skoðunar í Innviðaráðuneytinu, þar sem erindi IRN hefur ekki verið tekið fyrir í sveitarstjórn enn þá, með þeim fyrirvara að IRN hafi sent erindið á réttan aðila."

Seinnipartinn þann 10. október s.l. kom síðan tölvupóstur frá IRN og fylgdi með sameiginleg umsögn sveitarstjórnar Borgarbyggðar og hreppsnefndar Skorradalshrepps.

Í hvaða umboði hefur oddviti Skorradalshrepps sent inn umsögn í nafni allra hreppsnefndarmanna, þegar málsgögn hafa ekki einu sinni verið sent hreppsnefndarmönnum til skoðunar?
Hvaða lagaheimild, reglugerð eða heimildir í samþykktum um stjórn sveitarfélagsins gefa oddvita heimild að svara í nafni sveitarstjórnar?

Jafnt kom tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu um að viðauki við kæruna hefði verið sendur sveitarstjórnum Borgarbyggðar og Skorradalshrepps til umsagnar og veittur hefði verið frestur til 17. október að svara.

Oddviti framsendi hreppsnefndarmönnum fyrst kærurnar þann 14. október s.l. sem og gögn frá Innviðaráðuneytinu, ásamt viðauka við aðra kærunna.

Þann 17. október s.l. kom einnig í tölvupósti til undirritaðs sameiginleg umsögn um viðauka kærunnar í nafni sveitarstjórnar Borgarbyggðar og hreppsnefndar Skorradalshrepps án þess að nokkur umfjöllun eða heimild væri gefin í hreppsnefnd Skorradalshrepps um að oddviti svaraði í nafni hreppsnefndar.

Ég árétta beiðni mína um að því verði svarað hvaða lögformlegu heimildir oddviti hafði til að svara í nafni hreppsnefndar Skorradalshrepps?

Það er jafnframt skoðun mín að greindar umsagnir séu m.t.t. framangreinds markleysa enda ljóst að þær voru ekki sendar í umboði sveitarstjórnar.

Þess má geta að greindar kærur og erindi hafa ekki verið lögð fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar og fyrst fyrir byggðaráð Borgarbyggðar þann 16. október s.l.

Pétur Davíðsson"


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2510011 - Fjárhagsáætlun 2026
Lögð fram til fyrri umræðu.
Farið yfir áætlunina. Samþykkt að JEE og PD fari yfir áætlunina á milli umræðnanna.
Áætlunin vísað til seinni umræðu. Áætlunin verði kynnt Borgarbyggð á milli umræðna.
2. 2510014 - 3 ára fjárhagsáætlun 2027 - 2029
Lögð fram til fyrri umræðu.
PD fór yfir áætlunina.
Samþykkt að vísa henni til seinni umræðu.
3. 2508002 - Sameiginleg kjörstjórn Borgarbyggðar og Skorradalshrepps vegna sameiningarkosninga.
Lögð fram skýrsla stjórnar ásamt vinnuskýrslu nefndarmanna í sameiginlegri kjörstjórn.
Lagt fram.
Skýrsla kjörnefndar endanleg.pdf
4. 2509003 - Kaldavatnsmál í Birkimóa
JEE og ÓRÁ fara fyrir stöðu mála.
Samþykkt að JEE og ÓRÁ vinni áfram að málinu.
5. 2510008 - Mál IRN25090129 Stjórnskýslukæra vegna kosninga um sameiningarkosningar sveitarfélaganna Skorradalshrepps og Borgarbyggðar
Lögð fram stjórnsýslukæra frá Pétri Davíðssyni vegna framkvæmda og lögmæti kosningar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
Lagt fram.

e106380a-48fa-40c7-b60d-3b0c8c46f8b6-IVR 27-9-25 kaera.pdf
6. 2510009 - Mál nr. IRN25090119 Kærð framkvæmd og lögmæti kosningar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Lögð fram stjórnsýslukæra Péturs Davíðssonar og Óla Rúnars Ástþórssonar, þar sem kærð er framkvæmd og lögmæti kosningar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.
Lagt fram.
d12ee1aa-4bc2-40b7-a0c2-63d9e36bc596-Innviðaráðuneytið 26-9-2025.pdf
Innviðaráðuneytið 9-10-2025.pdf
7. 2510010 - Samningar við Borgarbyggð
Þjónustusamningar við Borgarbyggð eru lausir í janúar 2026 og leggur því oddviti til að hann fái heimild til að leita samninga við Borgarbyggð um framlengingu á núverandi samningum við Borgarbyggð fram 1. júní 2026.
Oddvita veitt heimild að leita samninga við Borgarbyggð.

Samþykkt.
8. 2510013 - Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 2026
Lögð fram fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2026.
2025 1013_Gjalskrá HEV 2026.pdf
Fjárhagsáætlun 2026 Heilb.eftirlit Vesturlands.pdf
2025 1013_Gjalskrá HEV 2026.pdf
Greinargerð með fjárhagsáætlun vegna tillögu um nýjan starfsmann.pdf
9. 2510012 - Breyting á notkun frístundahúsa
Í ljós hefur komið að eitthvað hefur borið á að notkun frístundahúsa hefur verið breytt í íbúðarhúsnæði.
Hreppsnefnd óskar eftir að byggingarfulltrúi lagfæri skráningar á þeim frístundahúsum sem hefur verið breyttí íbúðarhús í samræmi við gildandi aðalskipulag, sem segir að óheimilt sé að hafa íbúðarhúsanæði í skipulögðu frístundasvæði.
Fundargerðir til staðfestingar
10. 2509002F - Skipulags- og byggingarnefnd - 193
Lögð fram fundargerð frá 14. október s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 9 liðum.
10.1. 2504009 - Kerfisáætlun 2025-2034, umhverfismat áætlana
Á 212. fundi hreppsnefndar var málinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar til upplýsingar. Tölvupóstur barst frá Hlín Benediktsdóttur hjá Landsneti um að framkvæmdaráætlun kerfisáætlunar 25-34 hefði breyst. Breytingar voru gerðar á tímalínu Holtavörðuheiðarlínu 1 og hún færð fyrir aftan Holtavörðuheiðarlínu 3. Samkvæmt framkvæmdaráætlun munu framkvæmdir hefjast í lok árs 2028 eða byrjun árs 2029.
Breytingin er tilkomin vegna samræmingar við aðrar línuframkvæmdir á svæðinu, þ.e. Blöndulínu 3 og Holtavörðuheiðarlínu 3. Ekki er talið æskilegt að framkvæmdir við fleiri en eina 220 kV loftlínu fari fram samtímis, meðal annars vegna:
- Nýta fjárfestingargetu flutningsfyrirtækisins með hagkvæmari hætti
- Vegna óvissu um aðgang að verktökum/mannafla
- Til að milda áhrif á flutningsgjaldskrá
Jafnframt hefur verið tekin ákvörðun um að víxla tímaröð Holtavörðuheiðarlínu 1 og 3 til að ná fram þeim kerfislega ávinningi sem felst í spennusetningu Holtavörðuheiðarlínu 3.
Ekki verði þó slegið slöku við í undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 1. Stefnt er á að samningaviðræður við landeigendur hefjist núna í haust og unnið verður með sveitarfélögum að skipulags- og öðrum leyfismálum. Fari svo að undirbúningsferlið gangi betur en áætlanir gera ráð fyrir þá verður staðan endurskoðuð. Uppfærð framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 25-34 var send til Raforkueftirlitsins 1. sept. sl.
Lagt fram og kynnt.
10.2. 2509009 - Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands
Lagt fram erindi vegna áhrifa 16. gr. laga nr. 55/1992, en hún verndar sjóðinn og gætir hagsmuna heildarinnar gagnvart því að bótasjóðnum sé almennt ekki ráðstafað til að greiða bætur þar sem hús eða annað mannvirki, sem skemmist, er reist á stað sem almennt var vitað fyrir fram að var hættulegur með tilliti til náttúruhamfara, t.d. ef mannvirki á sama stað hefur oftar en einu sinni orðið fyrir sams konar tjóni. NTÍ undirstrikar að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum eru á ábyrgð viðkomandi skipulagsyfirvalda og þeirra aðila sem að byggja og reka mannvirki á slíkum stöðum. Kaupendur húseigna geta ekki gengið út frá því sem vísu að tjónabætur verði greiddar þegar þeir kaupa eignir sem byggðar eru á svæðum þar sem hættan er fyrir fram þekkt eða endurtekin. Ábyrgð skipulagsyfirvalda er því mikil og vill stjórn NTÍ vekja sérstaka athygli sveitarfélaga á henni.
Erindi frá NTÍ lagt fram og kynnt
10.3. 2509005F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 81
Fundargerð lögð fram til kynningar
10.4. 2506017 - Stóra-Drageyri 4 umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -Flokkur 1
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 11.9.2025 til 9.10.2025 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynning fór fram í skipulagsgátt sjá á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1090 . Ein umsögn barst á kynningartíma frá Minjastofnun Íslands.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
10.5. 2510002 - Indriðastaðir 33, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi, flokkur 1
Óskað er eftir heimild til að stækka frístundarhúsið um 22,2 m2, alls verður húsið eftir stækkun, 68,3 m2. Lóðin er 2500 fm að stærð. Byggingarmagn er í samræmi við Aðalskipulag sveitarfélagsins. Ekkert deiliskipulag er fyrir svæðið.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 25, 26, 27, 32, 34, 49, 50, 51 og landeigendum sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br.. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
10.6. 2509007 - Skipulagsdagurinn 2025
Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Ráðstefnan verður haldinn 23. október 2025.
Skipulags- og byggingarnefnd felur formanni nefndarinnar að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins.
10.7. 2504007 - Vatnsendahlíð 189, 8. áfangi, breyting deiliskipulags
Undanþága liggur fyrir hjá félags- og húsnæðismálaráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Fjarlægð byggingarreits frá Skorradalsvegi (508) verður 90 m. Auglýsing um samþykkt hreppsnefndar þann 16.7.2025 um breytingar deiliskipulags mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda þann 20. okt. nk. og öðlast þá deiliskipulagsbreytingin gildi.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
10.8. 2409012 - Stóra-Drageyri, Bakkakot og Stálpastaðir, úrbætur vegna óleyfisframkvæmda
Embætti skipulagsfulltrúa veitti Landi og skógi framkvæmdaleyfi þann 19.9. 2024 sem fól í sér meðal annars að lagfæra hlíðar Dragafells þar sem ruddur var slóði í óleyfi.
Verkefnið er í vinnslu hjá Landi og skógi, Iðunn Hauksdóttir sérfræðingur fór yfir framkvæmdina og kynnti næstu skref.
10.9. 2510005 - Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands
Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands lögð fram og kynnt.
Lögð fram og kynnt.
Skipulags- og byggingarnefnd-193.pdf
11. 2510002F - Skipulags- og byggingarnefnd - 194
Lögð fram fundargerð frá 16. október s.l.
Báðir liðir fundargerðarinnar samþykktir.
11.1. 2510001F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 82
Fundargerð lögð fram til kynningar
11.2. 2510007 - ON óskar álits ÚUA um leyfisskyldu vegna jarðvegsstíflu, Andakílsárvirkjun, mál nr. 157-2025
Orka náttúrunnar ohf. og Orkuveita Reykjavíkur (Orkuveitan) hefur óskað eftir því að Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) veiti álit sitt á því hvort fyrirhugaðar framkvæmdir við tímabundna styrkingu stíflumannvirkja við Andakílsárvirkjun séu leyfisskyldar samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 eða skipulagslögum nr. 123/2010. Nánar tiltekið er þess óskað að nefndin úrskurði, með vísan til 4. mgr. 9. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og 8. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, hvort lög áskilji að byggingarleyfi eða framkvæmdaleyfi þurfi að liggja fyrir áður en til framkvæmdanna kemur. Sveitarfélagið hefur frest til 24. október nk. til að koma á framfæri athugasemdum sínum.
Skipulags- og byggingarnefnd felur lögmanni Sóknar lögmannsstofu að koma athugasemdum sveitarfélagsins á framfæri við ÚUA.
Fundargerð skip bygg nefndar-194.pdf
Fundargerðir til kynningar
12. 2508002 - Sameiginleg kjörstjórn Borgarbyggðar og Skorradalshrepps vegna sameiningarkosninga.
Lögð fram fundargerð nr.7
7.fundur sameiginlegrarkjörstjórnar.pdf
13. 2502011 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Lagðar fram fundargerðir nr. 985 og 986
14. 2503010 - Fundargerðir heilbrigðsnefndar 2025
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar nr.197 og 198
197_2025 0918_Samþykkt fundargerð.pdf
198_2025 1013_Samþykkt fundargerð.pdf
15. 2404011 - Fundur verkefnahóps um formlegar sameiningarviðræður Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Lögð fram fundargerð nr.14 verkefnahóps um formlegar sameiningarviðræður Borgarbyggðar og Skorrdalshrepps
14. fundur samstarfsnefnd Borgarbyggð og Skorradalshrepps.pdf
Byggingarleyfismál
16. 2506017 - Stóra-Drageyri 4 umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -Flokkur 1
Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 11.9.2025 til 9.10.2025 þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi af umræddri lóð. Grenndarkynning fór fram í skipulagsgátt sjá á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1090 . Ein umsögn barst á kynningartíma frá Minjastofnun Íslands. Umsögn hefur ekki áhrif á grenndarkynnta byggingarleyfisumsókn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
17. 2510002 - Indriðastaðir 33, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi, flokkur 1
Óskað er eftir heimild til að stækka frístundarhúsið um 22,2 m2, alls verður húsið eftir stækkun, 68,3 m2. Lóðin er 2500 fm að stærð. Byggingarmagn er í samræmi við Aðalskipulag sveitarfélagsins. Ekkert deiliskipulag er fyrir svæðið. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 25, 26, 27, 32, 34, 49, 50, 51 og landeigendum sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br.. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Indriðastöðum 25, 26, 27, 32, 34, 49, 50, 51 og landeigendum sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m. s.br.. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
JEE vill bóka eftirfarandi:

"Ég tel mig í fullum rétti að senda inn andsvör við kærum sem sveitarfélaginu hafa borist sem framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins, þar sem tíminn er stuttur til andssvara.
Ég tel því engin stjórnsýsla hafi verið brotin þó sveitarfélögin hafi sent inn sameiginleg andsvör.

.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta