Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 213

Haldinn á Hvanneyri,
17.09.2025 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2509009 - Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands
Lagt fram erindi vegna:
Áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ.

Vísað til skipulagsnefndar.
Bréf til sveitarfélaga frá NTÍ 10. september 2025 (1).pdf
2. 2509008 - Umsókn um styrk.
Lögð fram styrkumsókn frá Freyjukórnum vegna jólatónleika í nóvember 2025 og afmælisfögnuðar 2026. Kostnaðaráætlun vegna þessara verkefna er 500.000kr.
Samþykkt að veita Freyjukórnum kr. 50.000 í styrk.
unsókn Freyjur.pdf
3. 2509011 - Áform um breytingu á fyrirkomulagi Heilbirgðieftirlits í samráðsgátt stjórnvalda.
Óskað er eftir því að sveitarfélög skili inn athugasemdum um málið í samráðsgátt.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Fréttatilkynning SHÍ 3. september 2025.pdf
4. 2509013 - Áform um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks og aukinnar skilvirkni eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum, mál í Samráðsgátt stjórnvalda
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks og aukinnar skilvirkni með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.
Umræður urðu um málið, oddvita falið að senda inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda.
Samráðsgátt _ Mál_ S-160_2025.pdf
Mat á áhrifum - einföldun regluverks og aukin skilvirkni eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.pdf
Áform um lagasetningu - einföldun regluverks og aukin skilvirkni eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.pdf
5. 2208002 - Fjárhagsstaða sveitarfélagsins
Farið yfir fjárshagsstöðu sveitarfélagsins.
PD lagði fram yfirlit.
6. 2409004 - Fjárhagsáætlun 2025
Lagður fram viðauki nr. 2 við Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.

Viðaukinn felur í sér eftirfarandi:
Í málaflokknum Skatttekjur aukast tekjur um kr. 8.000.000
Í málaflokknum Skipulags- og byggingarmál aukast tekjur af byggingaleyfisgjöldum um kr. 1.000.000
Í málaflokknum Vatnsveita, er sett inn heimild til kostnaðar um kr. 5.000.000

Einnig felur viðaukinn í sér heimild að greiða upp langtímalán og lækka handbært fé um kr. 24.000.000
Í málaflokknum Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld að vaxtagjöld lækka um kr. 634.000.

Hreppsnefnd samþykkir framlagðann viðauka nr. 2.
Sbizhubc25325091721510.pdf
7. 2209014 - Erindi frá oddviti
Á síðasta hreppsnefndarfundi nr. 212 var JEE og PD falið að vinna áfram tillögu að greiða upp lán sveitarfélagsins sem er í Arion banka.
Oddviti leggur til að greiddur verði 14.000.000 í afborgun af láninu ásamt vöxtum. Afgangurinn af láninu greiddur síðar.

8. 2509010 - Haustþing SSV.
Fulltrúar sveitarfélagsins á Haustþing SSV 24.september nk.
Samþykkt að PD verði fulltrúi og JEE verði varafulltrúi á Haustþing SSV.
9. 2509014 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2025
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 2.-3. október 2025
Samþykkt að 1-2 fulltrúar fari á ráðstefnuna.
Fundargerðir til kynningar
10. 2502011 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Lögð fram fundargerð nr. 983.
Lögð fram til kynningar
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 983.pdf
PD lagði fram eftirfarandi bókun í lok fundar.

"Fyrir meira en mánuði síðan lagði ég fram 2 bókanir um að ég óskaði eftir gögnum er varðaði tillögu sameiginlegrar kjörstjórnar um sameiningarkosningar og eins gögn er varðar samstarfsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Voru þessar beiðnir gerðar með vísun til 21. greinar samþykkta um stjórnar sveitarfélagsins Skorradalshrepps og í einnig með vísun í Upplýsingalög nr. 140/2012 um afhendingu gagna, en þar er gefinn sjö daga frestur um að afhenda gögn. Sjá fundargerð sveitarstjórnar Skorradalshrepps frá 13. ágúst s.l.

Á fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps viku seinna, þann 20. ágúst s.l. ítrekaði ég að engin gögn hefðu ennþá borist þrátt fyrir að 7 dagarnir væru að líða og jafnframt óskaði ég eftir að lögð verði fram kostnaðaráætlun vegna sameiningarkosninga og hún yrði lögð fram á næsta fundi hreppsnefndar. Ekki hafði borist nein beiðni, frá aðilum sem áttu að taka saman gögnin, um lengri frest en sjö daganna.

Á fundi hreppsnefndar Skorradalshrepps þann 4. september s.l. var lagður fram tölvupóstur frá sviðsstjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs Borgarbyggðar um að það væri verið að vinna í beiðnunum og svör myndu berast jafnskjótt og hver og einn aðili hefur tekið saman þau gögn sem beiðnirnar ná til um. Engin ósk kom þó fram um að óska eftir lengri fresti en þessir sjö dagar sem Upplýsingalög kveða á um.

Í dag er 17. september og engin gögn lágu fyrir hreppsnefndarfund sem er núna að klárast og liðnir 35 dagar síðan að gagnabeiðninnar voru lagðar fram. Í ljósi þess og á grundvelli 4 mgr. 9 gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og eins 3. mgr. 17 gr. Upplýsingalaga nr. 140/2012 mun ég óska eftir umsögn Úrskurðarnefndar um Upplýsingamál um þennan óhæfilega drátt á afgreiðslu málanna og gagnaafhendingu.

Pétur Davíðsson"
.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00 

Til bakaPrenta