| 1. 2201007 - Indriðastaðahlíð 166, umsókn um byggingarleyfi, frestað mál frá fundi nr. 82 |
|
Rökstuðningi sem fram kemur í greinargerðum sem lagðar hafa verið fram er hafnað. Byggingafulltrúa falið að svara greinagerðunum.
Umsókninni, sem frestað var á afgreiðslufundi byggingafulltrúa nr. 82 er hafnað þar sem að hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, sbr. afgreiðslu Skipulags- og bygginganefndar frá 01.07.2024, hér að neðan.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi skal mænishæð frá gólfi fyrir frístundahús vera að hámarki 5.5 m og 3.8 m fyrir aukahús. Haft skal sem viðmið að gólfhæð og hæð verandar yfir landi yfirstígi ekki 1.5 m. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um að kjallari og sökkulveggir verði sjáanlegar þar sem að umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og byggingarskilmálum þess. Byggingarfulltrúa falið að upplýsa um niðurstöðu nefndarinnar.
Einnig skal á það bent að allar þær framkvæmdir sem eru utan byggingareits eru óleyfisframkvæmdir. |
|
|