Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 191

Haldinn á Hvanneyri,
14.07.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar Varamaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2507002F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 79
Fundargerð lögð fram til kynningar
1.1. 2507003 - Vatnsendahlíð 157, Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
Fyrirspurn þar sem óskað er upplýsinga um byggingamagn og húsgerðir sem bæta má við á lóðinni.
Meðfylgjandi svar sent með tölvupósti til fyrirspyrjanda.
Samkvæmt deiliskipulagsskilmálum má stækka samtals upp í 82 m2, nú eru skráðar byggingar á lóðinni samtals 62,5 m2 og því 19,5 m2 ónýttir.
1.2. 2502006 - Þrætueyri o.fl
Erindi frá Ólafi Guðmundssyni, fh. landeiganda um möguleika á að byggja við núverandi bátskýli, þ.e. stækkun til suðurs og vestur.
Heimilt er að byggja við núverandi bátskýli að því gefni að suð-vesturhorn núverandi byggingar sé a.m.k. 50 m frá Skorradalsvatni.
1.3. 2506017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóra-Drageyri 4 - Flokkur 1
Sótt er um að byggja við núverandi hús 174,5 m2, fyrir eru 54,7 m2. Alls verður byggingarmagn því 2229,2 m2 og nýtingahlutfall lóðar 0,023.
Vísað til Skipulags- og bygginganefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á þessu svæði.
Byggingafulltrúi aflar frekari gagna, m.a. heimild landeiganda.


1.4. 2506016 - Vatnsendahlíð 119, framkvæmdir á lóðamörkum
Bréf var sent lóðarhafa Vatnsendahlíðar 119, vegna framkvæmda á lóðamörkum.
Svar við bréfi byggingafulltrúa hefur borist, barst í gær, þar sem lóðarhafi Vantsendahlíðar 119 leggur til ákveðna lausn. Málinu frestað til næsta fundar.
1.5. 2507005 - HMS drög að leiðbeiningum til umsagnar
Erindi frá HMS.
Óskað er umsagnar við drög að leiðbeiningum við gr. 9.2.5, 9.4.6, 9.6.13 og 9.8.6 í byggingareglugerð.
Málið kynnt og ekki talin ástæða til að gera athugasemdir.
Byggingarleyfismál
2. 2506017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóra-Drageyri 4 - Flokkur 1
Málinu var vísað til nefndarinnar frá 79. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Sótt er um að byggja við núverandi hús 174,5 fm, fyrir er 54,7 fm bygging. Heildar byggingarmagn frístundalóðar verður 229,2 fm, en lóð er 10000 fm og nýtingarhlutfall lóðar verður eftir stækkun 0,023 sem samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Stóru Drageyri 2, 3, 5, 6, 8, 9, 10, landeiganda og umráðanda jarðarinnar.
Skipulagsmál
3. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Innviðaráðuneytinu hefur borist erindi frá Landsneti þar sem lögð er fram í þriðja sinn beiðni um skipan sérstakrar raflínunefndar á grundvelli 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Áður en málið verður tekið til frekari afgreiðslu óskar ráðuneytið eftir afstöðu Skorradalshrepps til hinnar framkomnu nýju beiðni Landsnets. Er þess óskað að hún berist ráðuneytinu, ásamt rökstuðningi eftir því sem við á, eigi síðar en fimmtudaginn 31. júlí nk.
Formanni og lögmanni nefndarinnar falið að svara ráðuneytinu í samræmi við umræður á fundinum.
Útsend_beiðni_um_skipan_raflínunefndar_HH1._27.06.25 (1).pdf
Scan_r07hidu_202507043424_001.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta