1. 2502004 - Verkefnis- og matslýsing fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034
Verkefnis- og matslýsing fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025 - 2034 er komin út, sjá á eftirfarandi slóð: https://landsnet.is/utgafa-og-samskipti/frettir/frett/?documentid=21c7280f-29e3-4f66-b8ff-53ac983af8dd . Í matslýsingu er meðal annars gerð grein fyrir meginforsendum kerfisáætlunar og hvernig efnistök umhverfisskýrslu eru fyrirhuguð. Fram kemur hvaða þættir áætlunarinnar eru taldir að verði helst fyrir áhrifum, í hverju valkostagreining mun felast, hvaða gögn verða lögð til grundvallar ásamt matsspurningum og viðmiðum við mat á vægi og umfangi umhverfisáhrifa. Megintilgangur umhverfismats kerfisáætlunar er að tryggja að tekið verði tillit til umhverfisjónarmiða við ákvarðanir um áætlunina, draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif og upplýsa um hugsanlegar afleiðingar kerfisáætlunar á umhverfið. Kynning og samráð vegna umhverfismatsvinnu kerfisáætlunar er í samræmi við lög um umhverfismat áætlana og verða öll helstu gögn birt á www.landsnet.is. Hægt er að senda athugasemdir og ábendingar um matslýsingu á netfangið landsnet@landsnet.is, merkt "verk- og matslýsing". Frestur til að senda athugasemdir er til og með 7. mars 2025.
Skipulagsfulltrúa er falið að rýna verkefnis- og matslýsingu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034 miðað við eldri umsögn sveitarfélagsins og vinna umsögn í samráði við nefndina fyrir 7. mars nk..
Borist hefur frá Skipulagsstofnun, viðbrögð Landsnets, við innsendum umsögnum við umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 1.
Viðbrögð lögð fram og kynnt. Teknar voru saman ábendingar nefndarinnar við viðbrögðum Landsnets og formanni nefndarinnar falið að senda þær til Skipulagsstofnunar.