Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 209

Haldinn á Hvanneyri,
16.07.2025 og hófst hann kl. 17:30
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2505010 - Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins 2025
Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir 2025 lögð fram til samþykktar.
Samþykkt. Var búið að samþykkja símleiðis á milli sveitarstjórnarmanna 30.maí sl.
Húsnæðisáætlun 2025 - Skorradalshreppur.pdf
2. 2007003 - Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar.
Umræðunni haldið áfram frá síðasta fundi.
ÓRA fór yfir skýrsludrögin varðandi byggingu laugarhúsins. Umsagnir hafa borist.
Frestað til næsta fundar.

Oddviti óskaði eftir heimild til að vinna að tillögum á eignarhlut Skorradalshrepps í Laugarhúsi við Hreppslaug til Ungmennafélagsins Íslendings. Tillögur verða lagðar fram og afgreiddar á næsta fundi hreppsnefndar. Samþykkt.
3. 2505009 - Beiðni um fjárhagsstuðning vegna húsnæðiskaupa
Umræðunni haldið áfram frá síðasta fundi.
Málið rætt áfram. Tekið jákvætt í erindið en afgreiðslu frestað.

KJ vék af fundinum við afgreiðslu málsins.
4. 2311002 - Vatnsveitufélag frístundalóðaeigenda Indriðastaðalands, fyrirspurn
Vatnsveitufélagið í Indriðastaðalandi óskar eftir styrk til að kaupa brunahana fyrir félagið í Indriðastaðalandi, sem yrði staðsettur við vatnsveituskúr félagsins.

Sveitarstjórn þakkar fyrirspurnina en getur ekki orðið við styrkbeiðninni.
5. 2507010 - Skólaakstur veturinn 2025-2026
Skólaaksturinn veturinn 2025-2026. Eitt barn er á grunnskólaaldri næsta vetur.
Hreppsnefnd samþykkir að JEE og ÓRÁ vinni tillögur fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Fundargerðir til staðfestingar
6. 2507001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 190
Lögð fram fundargerð frá 9. júlí s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum.
6.1. 2504009 - Kerfisáætlun 2025-2034, umhverfismat áætlana
Umsögn var sent til Skipulagsstofnunar er varðar umhverfismat áætlana fyrir vinnslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034.
Umsögn lögð fram og kynnt.
6.2. 2506001F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 78
Fundargerð lög fram til kynningar
6.3. 2504007 - Vatnsendahlíð 189, 8. áfangi, breyting deiliskipulags
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 5. júní til 3. júlí 2025. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og óskað verði eftir undanþágu hjá ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Fjarlægð byggingarreits frá Skorradalsvegi (508) verður 90 m eftir breytingu. Þegar undanþága liggur fyrir verði skipulagsfulltrúa falið að senda inn samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
6.4. 2309002 - Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037
Endurskoðað Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 er í auglýsingu frá 24.6.2025 til 28.8.2025 á Skipulagsvefsjá, sjá slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/242.
Lagt fram og kynnt. Málinu frestað.
6.5. 2504001 - Dagverðarnes 12, svæði 1 - Breyting deiliskipulags
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 4. júní 2025 til 8. júlí 2025. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
6.6. 2507001 - Vorfundur skipulagsfulltrúa og Skipulagsstofnunar
Fjarfundur var haldinn af Skipulagsstofnun þann 27. maí 2025 fyrir skipulagsfulltrúa. Farið var yfir innleiðingu stafræns deiliskipulags, tengingu málakerfa við Skipulagsgátt, rafrænt pósthólf, yfirferð leiðbeininga hjá stofnuninni og útgáfu Landsskipulagsstefnu.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundinum.
6.7. 2507002 - Skipulag skógræktar-leiðbeiningar um val á landi til skógræktar
Þeim sem fara með skipulagsmál er falin mikil ábyrgð og ákvarðanir þeirra ráða miklu um hvernig vistkerfi og ásýnd landsins mun mótast til framtíðar. Félagið Vinir íslenskrar náttúru, VÍN, hefur frá árinu 2023 unnið að því með aðstoð allmargra sérfræðinga að útbúa leiðbeiningar fyrir hagaðila um val á landi til skógræktar. Þeir hafa nú birt
leiðbeiningarnar á vefsjá félagsins undir heitinu Rétt tré á réttum stað.
Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru lagt fram og kynnt.
6.8. 2506002 - Refsholt 23 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Málinu var vísað til skipulagsnefndar af 78. fundi Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Byggingarskilmálar deiliskipulags Frístundabyggðar í Hálsaskógi, Skorradal III. áfanga er heimilt að byggja eitt hús á hverri lóð allt að 150 fm að grunnfleti. Því til viðbótar er leyfilegt að byggja allt að 15 fm geymslu sem tengist húsi eða verönd. Tilkynning liggur fyrir um byggingu sem er undanþegin byggingarleyfi, en skv. byggingarreglugerð nr. 112/2012 gr. 2.3.5. segir að mannvirki og framkvæmdir sem eru undanþegnar byggingarheimild og tilkynningarskyldu skv. 2.3.6. gr. enda séu þær í samræmi við deiliskipulag og önnur ákvæði byggingarreglugerðar sem við eiga hverju sinni. Í leiðbeiningum HMS við ofangreinda gr. byggingarreglugerðar segir að smáhýsi er skýli sem almennt er ætlað til geymslu garðáhalda o.þ.h. og er ekki ætlað til gistingar eða búsetu. Smáhýsi er ekki upphitað en heimilt er að tengja rafmagns-, neysluvatns- og fráveitulagnir við það. Ekki kemur fram í umsókn hvort hús sé upphitað eða ekki. Ekki liggja fyrir upplýsingar hvernig það verði tengt frístundahúsi eða palli þess. Einnig skortir upplýsingar um hvort að umrædd bygging sé sannarlega geymsla.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að byggingarfulltrúi afli frekari upplýsinga þannig að hægt sé að afgreiða málið. Málinu frestað.
6.9. 2507004 - Leiðbeiningar um stjórn vatnamála
Umhverfis- og orkustofnun hefur útbúið leiðbeiningar til sveitarfélaga um samræmingu skipulagsáætlana og leyfisveitinga við lög um stjórn vatnamála. Þær eru nú aðgengilegar á heimasíðunni vatn.is undir flipanum Skýrslur.

Leiðbeiningarnar eru ætlaðar sveitarfélögum og fjalla sérstaklega um hvernig samræma skal skipulagsáætlanir og leyfisveitingar við lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Hvað skal koma fram í skipulagsáætlunum sveitarfélaga (svæðis,- aðal- og deiliskipulag) og hvaða kröfur þarf að gera til framkvæmdaraðila við leyfisveitingu til þess að tryggja samræmi við stefnu vatnaáætlunar 2022-2027 og lög um stjórn vatnamála.
Leiðbeiningar lagðar fram og kynntar
7. 2507004F - Skipulags- og byggingarnefnd - 191
Lögð fram fundargerð frá 14. júlí s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum.
7.1. 2507002F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 79
Fundargerð lögð fram til kynningar
7.2. 2506017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóra-Drageyri 4 - Flokkur 1
Málinu var vísað til nefndarinnar frá 79. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Sótt er um að byggja við núverandi hús 174,5 fm, fyrir er 54,7 fm bygging. Heildar byggingarmagn frístundalóðar verður 229,2 fm, en lóð er 10000 fm og nýtingarhlutfall lóðar verður eftir stækkun 0,023 sem samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Stóru Drageyri 2, 3, 5, 6, 8, 9, 10, landeiganda og umráðanda jarðarinnar.
7.3. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Innviðaráðuneytinu hefur borist erindi frá Landsneti þar sem lögð er fram í þriðja sinn beiðni um skipan sérstakrar raflínunefndar á grundvelli 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Áður en málið verður tekið til frekari afgreiðslu óskar ráðuneytið eftir afstöðu Skorradalshrepps til hinnar framkomnu nýju beiðni Landsnets. Er þess óskað að hún berist ráðuneytinu, ásamt rökstuðningi eftir því sem við á, eigi síðar en fimmtudaginn 31. júlí nk.
Formanni og lögmanni nefndarinnar falið að svara ráðuneytinu í samræmi við umræður á fundinum.
Fundargerðir til kynningar
8. 2505014 - Aðalfundur Faxaflóahafna sf.
Lögð fram fundargerð frá aðalfundi Faxaflóahafna frá 4.júní sl.
9. 2502014 - Fundargerðir stjórnar Faxaflóahafnar sf. 2025
Lögð fram fundargerð nr. 258 stjórnar Faxaflóahafna sf.
Skipulagsmál
10. 2504007 - Vatnsendahlíð 189, 8. áfangi, breyting deiliskipulags
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 5. júní til 3. júlí 2025. Engin athugasemd barst á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og óskað verði eftir undanþágu hjá ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Fjarlægð byggingarreits frá Skorradalsvegi (508) verður 90 m eftir breytingu. Þegar undanþága liggur fyrir verði skipulagsfulltrúa falið að senda inn samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að óskað verði eftir undanþágu hjá ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Fjarlægð byggingarreits frá Skorradalsvegi (508) verður 90 m eftir breytingu. Þegar undanþága liggur fyrir verði skipulagsfulltrúa falið að senda inn samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
11. 2504001 - Dagverðarnes 12, svæði 1 - Breyting deiliskipulags
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 4. júní 2025 til 8. júlí 2025. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
12. 2506017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóra-Drageyri 4 - Flokkur 1
Ekkert deiliskipulag er í gildi á Stóru-Drageyri. Á lóð Stóru-Drageyri 4 er er fyrir 54,7 fm bygging. Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 185,0 m2 frístundahúsi. Sótt er um að byggja við núverandi hús 174,5 fm. Heildar byggingarmagn frístundalóðar verður 229,2 fm, en lóð er 10000 fm og nýtingarhlutfall lóðar verður eftir stækkun 0,023 sem samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulag- og byggingarnefnd samþykkti á 191. fundi sínum að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Stóru Drageyri 2, 3, 5, 6, 8, 9, 10, landeiganda og umráðanda jarðarinnar sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Stóru Drageyri 2, 3, 5, 6, 8, 9, 10, landeiganda og umráðanda jarðarinnar sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:20 

Til bakaPrenta