| |
1. 2505010 - Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins 2025 | |
Samþykkt. Var búið að samþykkja símleiðis á milli sveitarstjórnarmanna 30.maí sl. | Húsnæðisáætlun 2025 - Skorradalshreppur.pdf | | |
|
2. 2007003 - Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar. | |
ÓRA fór yfir skýrsludrögin varðandi byggingu laugarhúsins. Umsagnir hafa borist. Frestað til næsta fundar.
Oddviti óskaði eftir heimild til að vinna að tillögum á eignarhlut Skorradalshrepps í Laugarhúsi við Hreppslaug til Ungmennafélagsins Íslendings. Tillögur verða lagðar fram og afgreiddar á næsta fundi hreppsnefndar. Samþykkt. | | |
|
3. 2505009 - Beiðni um fjárhagsstuðning vegna húsnæðiskaupa | |
Málið rætt áfram. Tekið jákvætt í erindið en afgreiðslu frestað.
KJ vék af fundinum við afgreiðslu málsins. | | |
|
4. 2311002 - Vatnsveitufélag frístundalóðaeigenda Indriðastaðalands, fyrirspurn | |
Sveitarstjórn þakkar fyrirspurnina en getur ekki orðið við styrkbeiðninni. | | |
|
5. 2507010 - Skólaakstur veturinn 2025-2026 | |
Hreppsnefnd samþykkir að JEE og ÓRÁ vinni tillögur fyrir næsta fund sveitarstjórnar. | | |
|
| |
6. 2507001F - Skipulags- og byggingarnefnd - 190 | |
Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum. | 6.1. 2504009 - Kerfisáætlun 2025-2034, umhverfismat áætlana Umsögn lögð fram og kynnt. | 6.2. 2506001F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 78 Fundargerð lög fram til kynningar | 6.3. 2504007 - Vatnsendahlíð 189, 8. áfangi, breyting deiliskipulags Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og óskað verði eftir undanþágu hjá ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Fjarlægð byggingarreits frá Skorradalsvegi (508) verður 90 m eftir breytingu. Þegar undanþága liggur fyrir verði skipulagsfulltrúa falið að senda inn samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | 6.4. 2309002 - Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 Lagt fram og kynnt. Málinu frestað. | 6.5. 2504001 - Dagverðarnes 12, svæði 1 - Breyting deiliskipulags Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | 6.6. 2507001 - Vorfundur skipulagsfulltrúa og Skipulagsstofnunar Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundinum. | 6.7. 2507002 - Skipulag skógræktar-leiðbeiningar um val á landi til skógræktar Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru lagt fram og kynnt. | 6.8. 2506002 - Refsholt 23 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að byggingarfulltrúi afli frekari upplýsinga þannig að hægt sé að afgreiða málið. Málinu frestað. | 6.9. 2507004 - Leiðbeiningar um stjórn vatnamála Leiðbeiningar lagðar fram og kynntar | | |
|
7. 2507004F - Skipulags- og byggingarnefnd - 191 | |
Fundargerðin samþykkt í öllum 3 liðum. | 7.1. 2507002F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 79 Fundargerð lögð fram til kynningar | 7.2. 2506017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóra-Drageyri 4 - Flokkur 1 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir Stóru Drageyri 2, 3, 5, 6, 8, 9, 10, landeiganda og umráðanda jarðarinnar. | 7.3. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 Formanni og lögmanni nefndarinnar falið að svara ráðuneytinu í samræmi við umræður á fundinum. | | |
|
| |
8. 2505014 - Aðalfundur Faxaflóahafna sf. | |
| |
|
9. 2502014 - Fundargerðir stjórnar Faxaflóahafnar sf. 2025 | |
| |
|
| |
10. 2504007 - Vatnsendahlíð 189, 8. áfangi, breyting deiliskipulags | |
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að óskað verði eftir undanþágu hjá ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Fjarlægð byggingarreits frá Skorradalsvegi (508) verður 90 m eftir breytingu. Þegar undanþága liggur fyrir verði skipulagsfulltrúa falið að senda inn samþykkta breytingu deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | | |
|
11. 2504001 - Dagverðarnes 12, svæði 1 - Breyting deiliskipulags | |
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu breytingar deiliskipulags til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda. | | |
|
12. 2506017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóra-Drageyri 4 - Flokkur 1 | |
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir Stóru Drageyri 2, 3, 5, 6, 8, 9, 10, landeiganda og umráðanda jarðarinnar sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. | | |
|