Til bakaPrenta
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 84

Haldinn á Hvanneyri,
30.12.2025 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Aðalmaður,
Sæmundur Víglundsson Embættismaður,
Fundargerð ritaði: Sæmundur Víglundssson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Byggingarleyfismál
1. 2511011 - Indriðastaðahlíð 129, Umsókn um byggingarheimild- Flokkur 1
Sótt er um að byggja frístundahús 196,1 m2, þar af kjallari 54,1 m2





Byggingaráformin er samþykkt með teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.

2. 2512008 - Fitjahlíð 15, Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 2
Lagðir inn reyndaruppdrættir af húsinu, nú samkvæmt skráningartöflu 38,8 m2, skráð stærð í fasteignaskrá 29,3 m2.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.
3. 2506017 - Stóra-Drageyri 4 umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -Flokkur 1
Sótt er um að byggja við núverandi hús 174,5 m2, fyrir eru 54,7 m2. Alls verður byggingarmagn því 229,2 m2 og nýtingahlutfall lóðar 0,023.
Samþykkt í samræmi við grenndarkynningu og samþykkt hreppsnefndar.
Fyrispurn
4. 1505001 - Indriðastaðahlíð 134, byggingarmál
Fyrirspurn, hvort að fáist byggingaleyfi til að byggja á núverandi sökklum, sbr.meðfylgjandi rissi.



Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 280 m2 á þessari lóð. Miðað við fyrirspurnina þá er ætlað að byggja 290 m2 sem er umfram heimild í deiliskipulagi. Fyrirspyrjanda er bent á að sækja um breytingu á deiliskipulagsskilmálum þannig að byggja megi allt að 300 m2 á lóðinni, sem er hámarks byggingamagn, á frístundalóðum sem eru stærri en 6000 m2, samkvæmt aðalskipulagi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta