Til bakaPrenta
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 79

Haldinn á Hvanneyri,
11.07.2025 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Aðalmaður,
Sæmundur Víglundsson Embættismaður,
Fundargerð ritaði: Sæmundur Víglundssson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Byggingarleyfismál
1. 2507003 - Vatnsendahlíð 157, Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
Fyrirspurn þar sem óskað er upplýsinga um byggingamagn og húsgerðir sem bæta má við á lóðinni.
Meðfylgjandi svar sent með tölvupósti til fyrirspyrjanda.
Samkvæmt deiliskipulagsskilmálum má stækka samtals upp í 82 m2, nú eru skráðar byggingar á lóðinni samtals 62,5 m2 og því 19,5 m2 ónýttir.
2. 2502006 - Þrætueyri o.fl
Erindi frá Ólafi Guðmundssyni, fh. landeiganda um möguleika á að byggja við núverandi bátskýli, þ.e. stækkun til suðurs og vestur.
Heimilt er að byggja við núverandi bátskýli að því gefni að suð-vesturhorn núverandi byggingar sé a.m.k. 50 m frá Skorradalsvatni.
3. 2506017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóra-Drageyri 4 - Flokkur 1
Sótt er um að byggja við núverandi hús 174,5 m2, fyrir eru 54,7 m2. Alls verður byggingarmagn því 2229,2 m2 og nýtingahlutfall lóðar 0,023.
Vísað til Skipulags- og bygginganefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á þessu svæði.
Byggingafulltrúi aflar frekari gagna, m.a. heimild landeiganda.


4. 2506016 - Vatnsendahlíð 119, framkvæmdir á lóðamörkum
Bréf var sent lóðarhafa Vatnsendahlíðar 119, vegna framkvæmda á lóðamörkum.

Svar við bréfi byggingafulltrúa hefur borist, barst í gær, þar sem lóðarhafi Vantsendahlíðar 119 leggur til ákveðna lausn. Málinu frestað til næsta fundar.
Önnur mál
5. 2507005 - HMS drög að leiðbeiningum til umsagnar
Erindi frá HMS.
Óskað er umsagnar við drög að leiðbeiningum við gr. 9.2.5, 9.4.6, 9.6.13 og 9.8.6 í byggingareglugerð.

Málið kynnt og ekki talin ástæða til að gera athugasemdir.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta