Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 206

Haldinn á Hvanneyri,
30.04.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2007003 - Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar.
ÓRÁ og GE leggja fram drög skýrslu um framkvæmdir við nýbyggingu Laugarbúðar.


Farið yfir drögin og þau rædd. Endanleg drög verða lögð fyrir á júnífundi hreppsnefndar.
 
Gestir
Ástríður Guðmundsdóttir -
Kristján Guðmundsson -
2. 2504008 - Ársreikningur Skorradalshrepps 2024
Lagður fram ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2024 til fyrri umræðu.
PD fór yfir ársreikninginn. Nokkrar athugasemdir og ábendingar komur fram varðandi uppsetningu ársreikningsins.
Hreppsnefnd felur JEE og PD að fara yfir athugasemdir við ársreikning með endurskoðanda.

Samþykkt að vísa ársreikningnum til seinni umræðu.
3. 2504010 - Holtavörðuheiðarlína 1
Hagsmunasamtök landeigenda vegna Holtavörðuheiðalínu 1 óskaði eftir fundi með hreppsnefnd og skipulagsnefnd Skorradalshrepps og var hann haldinn þann 3. apríl.
Þar mættu þrír fulltrúar Hagsmunasamtakanna, Eiríkur Blöndal, Jón Friðrik Jónsson og Viktor Orri Dietersson

Í framhaldi af fundinum barst hreppsnefnd erindi frá Hagsmunasamtöku landeigenda vegna Holtavörðuheiðalínu 1, þar sem óskað er eftir að Skorradalshreppur taki skýra afstöðu með landeigendum að koma því á framfæri við Landsnet og ráðherra málaflokksins að sveitarfélagið hyggist ekki gera neinar þær stjórnvaldsákvarðanir, eða tillögur sem fremja þær áætlanir sem kynntar eru í umhverfismatsskýrslu vegna HH1. Erindið lagt fram.

Hreppsnefnd þakkar Hagsmunasamtökunum fyrir erindið.

Hreppsnefnd telur sig ekkert geta aðhafst í skipulagsmálum vegna lagningu raflína fyrr en full sátt og samningar á milli landeiganda og Landsnets liggja fyrir.

Hreppsnefnd hvetur Landsnet til að ganga frá samningum við landeigendur með sanngjörnum og sómasamslegum hætti, ef að þessari framkvæmd verður.
Fundargerðir til staðfestingar
4. 2503003F - Skipulags- og byggingarnefnd - 188
Lögð fram fundargerð frá 29. apríl s.l.
Fundargerðin samþykkt í öllum 15 liðum.
Fundargerðir til kynningar
7. 2502011 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Lagðar fram fundargerðir nr. 973, 974, 975, 976 og 977.
Skipulagsmál
5. 2504007 - Vatnsendahlíð 189, 8. áfangi, breyting deiliskipulags
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags 8. áfanga frístundalóða Vatnsenda er varðar Vatnsendahlíð 188. Breytingin varðar stækkun byggingarreits til norðurs um 10 m í átt að Skorradalsvegi (508). Óska þarf um undanþágu hjá ráðherra frá ákvæði gr. 5.3.2.5 d-lið þar sem kveðið er á um að ekki skuli staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m. Við breytingu deiliskipulags er fjarlægðin 90 m. Rökin fyrir stækkun byggingarreits er tvíþætt: 1) Að frístundahús sé ofan við skurð en ekki neðan til að komast hjá vatnsaga. 2) Að byggingarreitur er mjög neðarlega í lóðinni miðað við stærð hennar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 186, 187, 188 og landeigendum.

Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 186, 187, 188 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram
28.03.2025. Grenndarkynning, Vatnsendahlíð 189, Skorradalshreppur.pdf
6. 2504001 - Dagverðarnes 12, svæði 1 - Breyting deiliskipulags
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags í Dagverðarnesi á svæði 1 fyrir lóð Dagverðarness 12. Breytingin varðar breytta þakgerð. Heimilaður er mænir yfir miðju húsi og þakhalli á bilinu 15°-40°. Eftir breytingu verður einnig heimilað einhalla þak og þakhalli heimilaður á bilinu 2°- 40°. Breytingin samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 9, 10, 11, 14, 39, 41 og landeigendum Dagverðarness.

Hreppsnefnd samþykkir að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 9, 10, 11, 14, 39, 41 og landeigendum Dagverðarness. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Dagverðarnes 12 deiliskipulagsbreyting 20250425.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta