Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 195

Haldinn á Hvanneyri,
18.11.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar Varamaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Skipulagsmál
1. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Á 191. fundi nefndarinnar var formanni og lögmanni nefndarinnar falið að upplýsa ráðuneytið um afstöðu sveitarfélagsins til hinnar framkomnu beiðni Landsnets um skipan sérstakrar raflínunefndar á grundvelli 9. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Afstaða sveitarfélagsins var send ráðherra þann 30.júlí sl. Erindi barst frá ráðherra þann 14. nóvember sl. þar sem hann fellst á beðni Landsnets um skipan í raflínunefnd.
Erindi sveitarfélagsins til ráðherra lagt fram og kynnt ásamt niðurstöðu ráðherra. Nefndin furðar sig á röksemdafærslu ráðherra um ástæðu þess að hann skipi raflínunefnd. Megin ástæðan er, að hans mati, að landeigendur í Borgarbyggð hafi stofnað með sér hagsmunasamtök og að afstaða Skorradalshrepps kalli á skipun slíkrar nefndar. Nefndin felur lögmanni sveitarfélagsins að óska útskýringa hjá ráðuneytinu á því í hverju mótmæli Skorradalshrepps eru fólgin í umsögn sveitarfélagsins um málið, en í niðurstöðu ráðuneytisins kemur fram að mótmæli Skorradalshrepps séu skýr. Nefndin frestar málinu og leggur til að leitað verði álits Sambands íslenskra sveitarfélaga um næstu skref.
Svar ráðherra við beiðni um skipun raflínununefndar.pdf
Umsögn Skorradalshrepps_raflínunefnd 20250730.pdf
Framkvæmdarleyfi
2. 2510007 - ON óskar álits ÚUA um leyfisskyldu vegna jarðvegsstíflu, Andakílsárvirkjun, mál nr. 157-2025
Lögmaður Sóknar lögmannsstofu kom athugasemdum sveitarfélagsins á framfæri við ÚUA. Úrskurður liggur fyrir í málinu.
Athugasemdir sveitarfélagsins og úrskurður lagður fram og kynntur.
Sjónarmið Skorradalshrepps_UUA.pdf
Fundargerð aðila að Andakílsá 6. mars 2024 - loka[74].pdf
Orkustofnun-bréf í desember 2024_final.pdf
Tpostur 11-06-24 [89].pdf
Tpostur 25-10-24 Afgr 183 og viðhengi[27].pdf
T-postur vetur 24[7].pdf
Úrskurður ÚUA nr. 157 2025.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta