Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 216

Haldinn á Hvanneyri,
19.11.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður
Oddviti spyr um lögmæti fundarins og fundarboðun.
JEE, GE, KJ og ÓRÁ samþykka lögmæti. PD situr hjá við afgreiðsluna.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2511007 - Kosning í farsældarráð Vesturlands
Kosning fulltrúa Skorradalshrepps í Farsældarráð Vesturlands.
Samþykkt var í tölvupóstsamskiptum á milli sveitarstjórnarmanna þann 5.nóvember s.l. að Jón E Einarsson yrði aðalmaður og Kristín Jónsdóttir varamaður í Farsældarráði Vesturlands.

Samþykkt samhljóða.
2. 2511009 - Ákörðun útsvarsprósenta fyrir árið 2026
Oddviti lagði til að útsvarsprósentan fyrir árið 2026 hækkaði í 14,97%. PD lagði til óbreytta útsvarsprósentu.

Tillaga oddvita samþykkt með 3 atkvæðum JEE, GE og KJ.
PD greiddi gegn tillögu oddvita. ÓRÁ sat hjá.

3. 2510011 - Fjárhagsáætlun 2026
Farið yfir stöðuna.
JEE fór yfir fjárhagsáætlunina. Unnið áfram við hana á milli umræðna.
4. 2511001 - Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2026 - til kynningar
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2026 lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

Ekki gerðar athugasemdir við þessi drög að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar.
5. 2511010 - Viðauki V við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2025 málnr. 2502016
Lagður fram viðauki V við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2025.

Lögð fram viðbót við viðauka V við fjárhagsáætlun 2025 en á fundum byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 723, 724 og 726 var vísað til sveitarstjórnar viðaukum eða viðbótum við viðauka við fjárhagsáætlun. Þeir fela þeir í sér eftirfarandi:
Hækkun fjárheimildar til annars vegar viðhalds gatna að fjárhæð 10,0 m.kr. og til viðhalds lóða að fjárhæð 2,3 m.kr. innan eignasjóðs. Fjárheimildin er annars vegar til að ráðast í endurbætur á því svæði sem tilheyrir atvinnusvæði við Melabraut á Hvanneyri og hins vegar endurbætur á bílastæði framan við slökkvistöðina við Sólbakka í Borgarnesi. Á móti þeim endurbótum er lagt til að viðhaldsliður í rekstri slökkviliðs verði lækkaður um 2,3 m.kr.
Þá er með viðaukanum uppfærð áætlun sem tengist breytingum á rauntölum 2024 og áætlunar sem var grunnur áætlunar 2025. Samtals eru áhrif þeirra á rekstraráætlun samstæðu jákvæð um 53,1 m.kr. sem skýrist af áhrifum samstarfsverkefna en um er að ræða reikningsleg áhrif af afskriftum og fjármagnsliðum. Vakin er athygli á því þessi liður hefur verið leiðréttur frá afgreiðslu byggðarráðs en í gögnum var villa er tengdist mati á afskriftum er tengjast eignarhlut sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum og tilheyra liðnum "samstarfsverkefni sveitarfélaga". Hrein áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðu af viðaukanum eru áætluð jákvæð um 43,1 m.kr.

Vísað er til sveitarstjórnanna að gera þær beytingar á fjárfestingaráætlun að stofnaðir verði liðirnir Fráveita á Kleppjárnsreykjum og þar veitt fjárheimild að fjárhæð 45,0 m.kr. Bílastæði í Borgarnesi og þar veitt heimild að fjárhæð 5,1 m.kr. Þá verði hækkaður liðurinn Vallarás gatnaframkvæmdir um 11,0 m.kr. verði ákveðið að færa lagnir til að bæta þar með gæði atvinnulóða á svæðinu. Á móti færð 21,0 m.kr. til lækkunar á liðnum GBF á Kleppjárnsreykjum. Þessi lækkun tengist áðurnefndum endurbótum á fráveitu á Kleppjárnsreykjum m.a. sem tengist byggingum í eigu sveitarfélagsins. Brátt verður lokið við nýbyggingu við Grunnskóla Borgarfjarðar-Kleppjárnsreykjadeild og samhliða þeirri vinnu hefur verið farið í nauðsynlegar umbætur á fráveitu og brýnt að halda áfram þeirri vinnu. Þá er lækkaður rammi vegna stígagerðar í Borgarnesi um 28 m.kr.. Samanlögð áhrif eru til hækkunar á framkvæmdaáætlun um 12,0 m.kr.
Engin breyting er á áætluðum lántökum ársins en hækkun á handbæru fé A-hluta í árslok er áætluð 227,4 m.kr. og samstæðu 248,3 m.kr. sem skýrist að mestu af áðurnefndum breytingum á rauntölum 2024 og áætlun sem var grunnur áætlunar ársins 2025.


Sveitarstjórn samþykkir viðauka V við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2025

Samþykkt samhljóða
6. 2511003 - Kosning endurskoðanda sveitarfélagsins til eins árs
Lagt til að oddviti ræði við KPMG hf. um endurskoðun vegna ársins 2025.
Samþykkt samhljóða.
7. 2511004 - Gjaldskrá Sorpurðun Vesturlands 2026
Lögð fram til kynningar gjaldskrá fyrir árið 2026 og rekstraráætlun fyrir árið 2026
Lagt fram
Gjaldskrá árið 2026.pdf
Rekstraráætlun 2026 - Sorp Vest.pdf
8. 2511005 - Heimsókn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst heimsækja öll sveitarfélög landsins fyrir lok kjörtímabilsins. Sambandið óskar eftir því að hitta bæjar- og sveitarstjórnir hvers sveitarfélags auk landshlutasamtaka. Markmið hringferðarinnar er að efla tengsl og samskipti milli sveitarfélaga og Sambandsins, kynnast betur því góða starfi sem fram fer víða um land og ræða saman um framtíð sveitarstjórnarstigsins, áskoranir og tækifæri.

Óskað er eftir að heimsækja Skorradalshrepp 9. desember nk. kl. 16:00-17:30.

9. 2511006 - Jólasöfnun
Hjálparstarf kirkjunnar er að gefa út fréttablað 30.nóv n.k. og leitar stuðnings með auglýsingu í fréttablaðið.
Ekki hægt að verða við erindinu.
Jolasofnun 2025.pdf
10. 2511008 - Mál IRN25090129 viðauki við kæru 27.september viðauki 9.október 2025
Lagðt fram mál IRN25090129 vegna kæru 27.september 2025 viðauki 9.október 2025 ásamt andsvörum.
IRN25090129 Andsvar við viðbótarkæru.pdf
30b57e72-b97e-4d4f-bc88-c795015427ee-IVR 09-10-25 kaera.pdf
30b57e72-b97e-4d4f-bc88-c795015427ee-Tpostur skyrsla 3-10-25 allt.pdf
30b57e72-b97e-4d4f-bc88-c795015427ee-T-postur 30-9-25 allt.pdf
30b57e72-b97e-4d4f-bc88-c795015427ee-Skýrsla kjörnefndar endanleg.pdf
Fundargerðir til kynningar
11. 2502011 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Lagðar fram fundargerðir nr. 987 og 988.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 987.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 988.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta