Til bakaPrenta
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 80

Haldinn á Hvanneyri,
15.08.2025 og hófst hann kl. 14:30
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Aðalmaður,
Sæmundur Víglundsson Embættismaður,
Fundargerð ritaði: Sæmundur Víglundssson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Byggingarleyfismál
2. 2508005 - Fitjahlíð 13, merkjalýsing
Sótt er um stækkun lóðarinnar Fitjahlíð 13, skráð stærð er 2000 m2, verður 3241,6 m2 samkvæmt merkjalýsingu.
Samþykkt og vísað til endanlegrar afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.
3. 2507009 - Refsholt 35, Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi Flokkur 1
Sótt er um að byggja frístundarhús 88,7 m2 ásamt stakstæðri bílgeymslu 57,6 m2.
Byggingaráform fyrir frístundarhús eru samþykkt.

Byggingaráform fyrir bílgeymslu er hafnað þar sem þau eru ekki í samræmi við deiliskipulag.

Skv. deiliskipulagi má byggja eitt hús allt að 150 m2 að grunnfleti. Því til viðbótar er leyfilegt að byggja allt að 15,0 m2 gestahús sem tengist húsi eða verönd. Samkvæmt aðalskipulagi er hámarksstærð gestahús / geymslu 35,0 m2
Breytt notkun
1. 2507008 - Stóra - Drageyri 2, byggingamál
Sótt er um að breyta skráningu úr sumarbústaður í heilsárshús, íbúðarhús. Lóðin Stóra-Drageyri 2 er ekki á skipulögðu svæði.
Fyrir liggur leyfi landeiganda jarðarinnar Stóru-Drageyri.

Samþykkt þar sem húsið uppfyllir kröfur um íbúðarhús.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta