Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 197

Haldinn á Hvanneyri,
12.01.2026 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar Varamaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2512003F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 84
Fundargerð lögð fram til kynningar
1.1. 2511011 - Indriðastaðahlíð 129, Umsókn um byggingarheimild- Flokkur 1
Sótt er um að byggja frístundahús 196,1 m2, þar af kjallari 54,1 m2




Byggingaráformin er samþykkt með teknu tilliti til athugasemda nefndarinnar.

1.2. 2512008 - Fitjahlíð 15, Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 2
Lagðir inn reyndaruppdrættir af húsinu, nú samkvæmt skráningartöflu 38,8 m2, skráð stærð í fasteignaskrá 29,3 m2.
Samþykkt að teknu tilliti til athugasemda byggingafulltrúa.
1.3. 2506017 - Stóra-Drageyri 4 umsókn um byggingarheimild eða -leyfi -Flokkur 1
Sótt er um að byggja við núverandi hús 174,5 m2, fyrir eru 54,7 m2. Alls verður byggingarmagn því 229,2 m2 og nýtingahlutfall lóðar 0,023.
Samþykkt í samræmi við grenndarkynningu og samþykkt hreppsnefndar.
1.4. 1505001 - Indriðastaðahlíð 134, byggingarmál
Fyrirspurn, hvort að fáist byggingaleyfi til að byggja á núverandi sökklum, sbr.meðfylgjandi rissi.


Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja 280 m2 á þessari lóð. Miðað við fyrirspurnina þá er ætlað að byggja 290 m2 sem er umfram heimild í deiliskipulagi. Fyrirspyrjanda er bent á að sækja um breytingu á deiliskipulagsskilmálum þannig að byggja megi allt að 300 m2 á lóðinni, sem er hámarks byggingamagn, á frístundalóðum sem eru stærri en 6000 m2, samkvæmt aðalskipulagi.
Byggingarleyfismál
2. 2302031 - Indriðastaðir 25
Byggingarleyfisumsókn gestahúss var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi. Gerðar voru breytingar á byggingarleyfisumsókn í samræmi við ábendingar byggingarfulltrúa áður en grenndarkynning fór fram. Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt frá 9.12.2025 til 6.1.2026 í skipulagsgátt, sjá á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/248. Ein umsögn barst frá Vegagerðinni á grenndarkynningartíma. Umsögn hefur ekki áhrif á grenndarkynnt gögn.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Indriðastaðir 25 - breytt 22.10.2025 grenndarkynning.pdf
Vegagerðin 0248_2025.pdf
3. 2510002 - Indriðastaðir 33, Umsókn um byggingarh. eða -leyfi, flokkur 1
Byggingarleyfisumsókn um stækkun frístundahúss var grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi. Byggingarleyfisumsókn var grenndarkynnt frá 17.11.2025 til 15.12.2025 í skipulagsgátt, sjá á eftirfarandi slóð: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1538 . Tvær umsagnir bárust á grenndarkynningartíma, þ.e. frá Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands. Umsagnir hafa ekki áhrif á grenndarkynnt gögn.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarfulltrúa verði falið að veita byggingarleyfi í samræmi við grenndarkynnt gögn byggingarleyfisumsóknar. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Aðaluppdráttur_1 og 2.pdf
Vegagerðin 1538-2025 Grenndar_raf.pdf
Indridastadir 33 Skorradal grenndark byggngar 2025.pdf
Skipulagsmál
4. 2304014 - Forsendur starfsemi Andakílsárvirkjunar
Í desember 2024 var lögmanni falið að svara þáverandi Orkustofnun sem er í dag Uumhverfis og Orkustofnun í kjölfar minnisblaðs sem kom frá stofnuninni. Formaður nefndarinnar sendi fyrirspurn á lögmann sveitarfélagsins um hvort að einhver svör hafa borist.
Svar lögmanns til formannsins lagt fram. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að embættið vinni að umræddum gögnum í ljósi ábendingar lögmanns.
Orkustofnun-bréf í desember 2024_final.pdf
Framkvæmdarleyfi
5. 2501001 - Vindorkugarður í landi Hæls og Steindórsstaða í Borgarbyggð, umhverfismat
Skipulagsstofnun hefur farið yfir matsáætlun framkvæmdaraðila ásamt umsögnum og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim í samræmi við 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Samkvæmt 3. mgr. 21. gr. laga nr. 111/2021 skal álit Skipulagsstofnunar fela í sér leiðbeiningar til framkvæmdaraðila um vinnslu, efni og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Álit Skipulagsstofnunar er bindandi fyrir framkvæmdaraðila og skal hann leggja það til grundvallar umhverfismatsskýrslu ásamt matsáætlun. Að öðru leyti er kveðið á um kröfur til umhverfismatsskýrslna í 22. gr. laga nr. 111/2021 og 15. gr. reglugerðar um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1381/2021.

Álit Skipulagsstofnunar lagt fram og kynnt
Álit Skipulagsstofnunar á vindorkuveri í landi Hæls og Stendórsstaða.pdf
6. 2503014 - Vindorkugarður á Þovaldsstöðum
Skipulagsstofnun hefur farið yfir matsáætlun framkvæmdaraðila ásamt umsögnum og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim í samræmi við 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Samkvæmt 3. mgr. 21. gr. laga nr. 111/2021 skal álit Skipulagsstofnunar fela í sér leiðbeiningar til framkvæmdaraðila um vinnslu, efni og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Álit Skipulagsstofnunar er bindandi fyrir framkvæmdaraðila og skal hann leggja það til grundvallar umhverfismatsskýrslu ásamt matsáætlun. Að öðru leyti er kveðið á um kröfur til umhverfismatsskýrslna í 22. gr. laga nr. 111/2021 og 15. gr. reglugerðar um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 1381/2021.

Álit Skipulagsstofnunar lagt fram og kynnt
Álit Skipulagsstofnunar um vindorkuver í landi Þorvaldsstaða.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta