| |
1. 2509003 - Kaldavatnsmál í Birkimóa | |
Sveitarstjórn fór yfir þá möguleika sem fyrir liggja varðandi kaldavatnsöflun í Birkimóa. Í samræmi við umræður á fundinum er JEE og ÓRÁ falið að ræða við söluaðila á köldu vatni á svæðinu. Einnig er þeim falið að skoða kostnað á tengingu og notkun á köldu vatni.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
2. 2509015 - Niðurstaða íbúakosningar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradals | |
Sveitarstjórn Skorradalshrepps þakkar samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps og sameiginlegri kjörstjórn sveitarfélaganna fyrir vel unnin störf við undirbúning íbúakosninga um sameiningartillögu. Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leiti, að stjórn til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags (hér eftir nefnd undirbúningsstjórn) skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga skuli skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi og að Lilja Björg Ágústsdóttir starfi með undirbúningsstjórn með málfrelsi og tillögurétt á fundum hennar. Sveitarstjórn skipar Jón Eirík Einarsson, Kristínu Jónsdóttur og Sigrúnu Guttormsdóttur Þormar í undirbúningsstjórn skv. 122. gr. sveitarstjórnarlaga fyrir sína hönd og Óla Rúnar Ástþórsson, Pétur Davíðsson og Guðnýju Elíasdóttur til vara.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 2509016 - Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnalögum í samráðsgátt | |
Lagt fram til kynningar. | | |
|