Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 185

Haldinn á Hvanneyri,
01.08.2023 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2306009 - Siðareglur sveitarstjórnar
Seinni umræða
Siðareglur samþykktar og undirritaðar.
2. 2306010 - Skólaakstur
Skólaakstur fyrir komandi vetur 2022-23.
Oddviti lagði fram tillögur að skólaakstri fyrir komandi vetur. Umræður urðu um málið. JEE og ÓRÁ falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund.
3. 2209014 - Erindi frá oddviti
Auglýsing á starfi skipulags- og byggingafulltrúa
Oddviti lagði fram tillögu að auglýsingu að starfi. Auglýsing rædd og málinu frestað til næsta fundar.
4. 1606002 - Samningur v. þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradal
Samkvæmt tölvupósti sem Skorradalshreppur fékk framsendan frá Borgarbyggð 3.apríl sl. frá Innviðarráðuneytinu hefur ráðuneytið farið fram á að samningarnir verði endurgerðir og færðir til þess forms sem IRN samþykkir og samræmist lögum. Oddviti Skorradalshrepps ásamt fulltrúum Borgarbyggðar ákváðu í sameiningu að fela KPMG að færa samningana til ásættanlegs forms. Þann 28.júní s.l. áttu svo PD og JEE fund með Bryndísi Gunnlaugsdóttur og Sesselju Árnadóttur hjá KPMG og sama dag komu drög að samningnum milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.
Hreppsnefnd samþykkir drögin og telur að þau ættu að vera tæk til fyrri umræðu en áréttar að þau verði send til yfirlestrar hjá Innviðarráðuneytinu milli fyrri og síðari umræðu.
Fundargerðir til kynningar
5. 2307014 - Fundargerð nr. 184 fundar heilbrigðsnefndar Vesturlands
Lögð fram
6. 2307013 - Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr.232
Lögð fram
7. 2307012 - Fundargerðir nr.929, 930 og 931 stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagðar fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30 

Til bakaPrenta