Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarnefnd - 196

Haldinn á Hvanneyri,
10.12.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Formaður,
Ingólfur Steinar Margeirsson Varaformaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar Varamaður,
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Ritari.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 2511003F - Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 83
Fundargerð lögð fram til kynningar
1.1. 2201007 - Indriðastaðahlíð 166, umsókn um byggingarleyfi, frestað mál frá fundi nr. 82
Hönnuður leggur fram greinagerð, til stuðnings innsendum teikningum, þar sem staðsetning og hæð hússins er útskýrð.
Rökstuðningi sem fram kemur í greinargerðum sem lagðar hafa verið fram er hafnað. Byggingafulltrúa falið að svara greinagerðunum.

Umsókninni, sem frestað var á afgreiðslufundi byggingafulltrúa nr. 82 er hafnað þar sem að hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, sbr. afgreiðslu Skipulags- og bygginganefndar frá 01.07.2024, hér að neðan.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi skal mænishæð frá gólfi fyrir frístundahús vera að hámarki 5.5 m og 3.8 m fyrir aukahús. Haft skal sem viðmið að gólfhæð og hæð verandar yfir landi yfirstígi ekki 1.5 m. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um að kjallari og sökkulveggir verði sjáanlegar þar sem að umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og byggingarskilmálum þess. Byggingarfulltrúa falið að upplýsa um niðurstöðu nefndarinnar.

Einnig skal á það bent að allar þær framkvæmdir sem eru utan byggingareits eru óleyfisframkvæmdir.
Skipulagsmál
2. 2404022 - Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Áframhald umræðu og málið skoðað af lögfræðingi sveitarfélagsins frá síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fallið verði frá því að óska frekari skýringa hjá ráðuneytinu, en þess í stað að kæra ákvörðun ráðherra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála (ÚUA). Formanni og lögmanni sveitarfélagsins verði falið að vinna að kæru og koma henni til ÚUA fyrir 13. desember nk..
Kæra til ÚUA.pdf
Svar ráðherra við beiðni um skipun raflínununefndar.pdf
Umsögn Skorradalshrepps_raflínunefnd 20250730.pdf
Bréf - Skorradalshreppur.pdf
Útsend_beiðni_um_skipan_raflínunefndar_HH1._27.06.25 (1).pdf
Svar ráðuneytis við beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar - Holtavörðuheiðarlína 1.pdf
Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1 19. des 24.pdf
Bréf Skorradalshreppur 041224.pdf
Bréf_rn_viðbótarrök;beiðni_um_skipan_rafl.ne_HH1_-_Frekari_upplýsingar.pdf
útsent_bréf__skipan_raflínunefndar__25.10.24.pdf
Svar ráðuneytisins við beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar - Holtavörðuheiðarlína 1.pdf
Raflínunefnd vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.pdf
Viðbótarbréfv.beiðniLNumskipunraflínunefndar19.04.24 undirrituð.pdf
Beiðni_um_skipun_raflínunefndar_HH1__01.03.24.pdf
Bréf Skorradalshreppur.pdf
Erindi frá Innviðaráðuneyti.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta