Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 212

Haldinn á Hvanneyri,
04.09.2025 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Óli Rúnar Ástþórsson Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2504009 - Kerfisáætlun 2025-2034, umhverfismat áætlana
Lagður fram tölvupóstur frá Hlín Benediktsdóttur um framkvæmdaráætlun kerfisáætlunar 25-34 sem send var til Raforkueftirlitsins 1.september sl. þar sem breytingar voru gerðar á tímalínu Holtavörðuheiðarlínu 1 og hún færð fyrir aftan Holtavörðuheiðalínu 3. Samkvæmt framkvæmdaráætlun munu framkvæmdir hefjast í lok árs 2028 eða í byrjun árs 2029.
Lagt fram til kynningar. Vísað til Skipulagsnefndar.
HH1 - Breytingar í Framkvæmdaráætlun LN.pdf
2. 2409004 - Fjárhagsáætlun 2025
Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og sérfræðiálit.
Viðaukinn felur í sér annarsvegar:

Styrkur í málaflokki Æskulýðs- og íþróttamálum upp á 36.637.000,-
Styrkur í málaflokki Brunamál og almannavarnir upp á 2.000.000,-


Styrkurinn í málflokkinum æskulýðs- og íþróttamálum tengist væntanlegri afhendingu 40% eignarhlutar sveitarfélagsins í Laugarbúð, Hreppslaug þegar samningar og skilmálar liggja fyrir um afhendingu eignarhlutarins.

Styrkurinn í málflokkinum brunamál og almannavarnir tengist hugsanlegri fjárfestingu Björgunarsveitarinnar Ok á Hvanneyri.

KJ tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Viðaukinn samþykktur af hreppsnefnd.
Álit vegna áætlunar 2025 - Skorradalshreppur_samantekt ÓS.pdf
Viðauki 1 Skorradalshreppur 2025_30.8.2025.pdf
3. 2505009 - Beiðni um fjárhagsstuðning vegna húsnæðiskaupa Bj.sv. OK
Umræðu haldið áfram frá hreppsnefndarfundinum 16. júlí s.l.
Hreppsnefnd samþykkir ef verður af fjárfestingu Björgunarsveitarinnar OK á húsnæði á Hvanneyri þá verður veittur styrkur upp á 2.000.000.

Samþykkt í hreppsnefnd.

KJ vék af fundinum við afgreiðslu málsins.
4. 2007003 - Framlag til byggingar laugarhús Hreppslaugar.
Umræðu haldið áfram.
Oddvita falið vinna áfram að samningum á milli Ungmennafélagsins og sveitarfélagsins varðandi eignarhlut Skorradalshrepps í Hreppslaug.

Samþykkt.
5. 2509001 - Styrkbeiðni félags fósturforeldra
Lögð fram beiðni frá Félagi fósturforeldra um hóflegan styrk fyrir rekstri og þjónustu félagsins sem það veitir fósturforeldrum um allt land.
Ekki er hægt að verða við erindinu.
Félag fósturforeldra - styrkbeiðni til Skorradalshrepps.pdf
6. 2509003 - Kaldavatnsmál í Birkimóa
Vatnsbólið fyrir íbúðarhúsin í Birkimóa hefur þornað og þarf því að bregðast við þeim vanda.
Oddviti kynnti stöðu mála.

Oddvita og ÓRÁ falið að vinna að tillögum fyrir næsta fund.
7. 2507010 - Skólaakstur veturinn 2025-26
Lagður fram samningur um skólaakstur við Tryggva Val Sæmundsson.
Hreppsnefnd samþykkir samninginn.

KJ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
8. 2509002 - Barnamenningarhátíð
Oddviti fer yfir stöðuna.
Hugmynd er að hafa viðburð í Hreppslaug í tengslum við Barnamenningarhátíð í samvinnu Ungmennafélagsins Íslending. Oddvita falið að vinna að málinu.
9. 2209014 - Erindi frá oddviti
Uppgreiðsla láns við Arionbanka.
Oddvita og PD falið að vinna að málinu fram að næsta fundi.
10. 2409006 - Íbúaskrá
Oddviti fór yfir stöðuna.
11. 2508001 - Framkvæmd íbúakosninga - sameining við Borgarbyggð
Lagður fram kjörseðill fyrir íbúakosningar vegna sameiningakosninga Borgarbyggðar - Skorradalshrepps
Kjörseðilinn lagður fram.
PD vildi að byggðamerkið væri í bakgrunni seðlinum líkt og hefur verið í sveitarstjórnarkosningum.
Kjörseðill.pdf
12. 2508002 - Sameiginleg kjörstjórn Borgarbyggðar og Skorradalshrepps vegna sameiningarkosninga.
Farið yfir beiðni PD um afhendingu gagna vegna sameiningar viðræðna Borgarbyggðar og Skorradalshrepps. Samkvæmt tölvupósti frá Lilju Björg Ágústsdóttur mun taka smá tíma að fara í gegn um þær. Afgreiðsla gagnabeiðninnar verður unnin eins fljótt og auðið er og munu svör berast jafnskjótt og hver og einn aðili hefur tekið saman þau gögn sem beiðnin nær til.
Fundargerðir til kynningar
13. 2404011 - Fundur verkefnahóps um formlegar sameiningarviðræður Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Lögð fram fundargerð nr. 11
11. fundur samstarfsnefnd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps.pdf
14. 2508002 - Sameiginleg kjörstjórn Borgarbyggðar og Skorradalshrepps vegna sameiningarkosninga.
Lögð fram fundargerð nr. 6
Sveinbjörn Eyjólfsson_202509012239.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:40 

Til bakaPrenta