Til bakaPrenta
Hreppsnefnd - 194

Haldinn á Hvanneyri,
04.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pétur Davíðsson Hreppsnefndarmaður,
Jón E. Einarsson Hreppsnefndarmaður,
Guðný Elíasdóttir Hreppsnefndarmaður,
Kristín Jónsdóttir Hreppsnefndarmaður,
Sigrún Guttormsdóttir Þormar 1. varamaður,
Fundargerð ritaði: Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404001 - Beiðni um skipun raflínunefndar fyrir Holtavörðuheiðarlínu 1 Hvalfjörður-Holtarvörðuheiði
Fulltrúar frá Landsnet óska eftir að hitta sveitarstjórn Skorradalshrepps og skipulagsnefnd til að fara yfir stöðu verkefnisins og hvað er fram undan.
Fulltrúar Landsnets mættu og fóru yfir stöðu tillögu á umhverfismati vegna Holtavörðulínu og forsendur nýrrar Raflínunefndar sem verður skipuð fljótlega.
Tilk til Skorradalshreppur 04.03.24.pdf
Beiðni um skipun raflínunefndar HH1 _01.03.24.pdf
 
Gestir
Rut Kristinsdóttir -
Kristinn Magnússon -
Hlín Benediktsdóttir -
2. 1606002 - Samningur v. þjónustu sem Borgarbyggð veitir íbúum í Skorradal
Lagður fram til seinni umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi þjónustusamning vegna þjónustu Borgarbyggðar gagnvart íbúum Skorradalshrepps í síðari umræðu.

Samþykkt með 4 atkvæðum.
PD sat hjá við afgreiðslu málsins.
26.01.2024_Borgarbyggð_og_Skorradalshreppur_aðalsamningur.pdf
3. 2206006 - Samþykktir sveitarfélagsins.
Endurskoðaðar samþykktir sveitarfélagsins teknar aftur til fyrri umræðu, eftir ábendingar ráðuneytisins.
Farið yfir samþykktirnar.
Samþykkt að vísa þeim til seinni umræðu.
4. 2404006 - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.
Lagt fram. Gjaldskrár voru ekki hækkaðar um s.l. áramót.
Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar 2024.pdf
5. 2404007 - Afskrift eldra útsvars.
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi
Sveitarstjórn samþykkir að heimila sýslumanninum að afskrifa þær skuldir sem eru tilgreindar í erindi sýslumanns.
6. 2404012 - 102. sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar
Lagt fram þakkarbréf frá 102. sambandsþingi UMSB.
Tillaga til Skorradalshrepps frá sambandsþingi UMSB.pdf
Fundargerðir til kynningar
7. 2404011 - Fundur verkefnahóps um óformlegar sameiningarviðræður Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Lagðar fram 3 fundargerðir verkefnahóps.
Fundargerð verkefnishópur Borgarbyggðar og Skorradalshrepps 18.3.2024.pdf
Fundargerð verkefnishópur Borgarbyggðar og Skorradalshrepps 26.2.2024.pdf
Fundargerð verkefnishópur Borgarbyggðar og Skorradalshrepps 12.2.2024.pdf
8. 2404008 - Fundargerð nr. 943, 944, 945 og 946 Í stjórn Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagðar fram til kynningar
9. 2404009 - Fundargerð nr. 188.fundar heilbrigðsnefndar Vesturlands
Lögð fram.
10. 2404010 - Fundargerð nr. 179 í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Lögð fram
11. 2402012 - Aðalfundur Sorpurðun Vesturlands ehf árið 2024
Lögð fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50 

Til bakaPrenta