| |
1. 2506010 - Skipun kjörstjórnar - sameining við Borgarbyggð | |
Lagt fram til kynnningar | Bref vegna kjorstjornar 28-7-25.pdf | Innvida1.pdf | Innvida3.pdf | | |
|
2. 2508001 - Framkvæmd íbúakosninga - sameining við Borgarbyggð | |
Oddviti fór yfir stöðu mála vegna sameiningarkosninga.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu kjörstjórnar þar sem lagt er til að kjörstaður Skorradalshrepps í Laugabúð í Skorradal verði 5 virka daga á kosningatímabilinu, auk laugardagsins 20. september. Föstudaginn 5. september verði opnunartími kl. 10:00-14:00, en dagana 8., 10., 15. og 18. september verði opið kl. 16:00 til 18:00. Laugardaginn 20. september verði opið kl. 10:00-18:00.
PD lagði fram eftirfarandi bókun. "Ég tel mig ekki geta tekið afstöðu varðandi tillögu sameiginlegrar kjörstjórnar fyrr en ég hef fengið öll gögn er varða þessa tillögu. Ég veit ekki til þess að hvorug sveitarstjórn Borgarbyggðar eða Skorradalshrepps hafi samþykkt á sveitarstjórnarfundum að gefa sameiginlegri kjörstjórn heimild til að ákveða eða gera tillögu um kjörstaði, opnunartíma og þá framkvæmd kosninganna, sem er hlutverk sveitarstjórnar sbr. reglugerð nr. 922/2023 um íbúakosningar. Ekki er búið að leggja fram neinar tillögur í hvorugri sveitarstjórn um gerð kjörseðils og í framhaldi að senda hann til Innviðaráðuneytisins og fá staðfestingu um gerð hans. Ekki hefur verið samþykkt nein viðmiðun um hvað eigi að greiða nefndarmönnum kjörstjórnar í nefndarlaun eða samþykkja kostnaðaráætlun vegna kosninganna. Eins og kemur fram í svari Innviðaráðuneytisins, þá þarf að gera viðauka í fjárhagsáætlun og fá þannig heimild áður en stofnað sé til kostnaðar. Það kemur fram hér í fundargögnum að formaður kjörstjórnar sé búinn að senda ósk á Þjóðskrá um gerð kjörskrá. Hvergi sé ég að það sé búið að gefa kjörstjórn þá heimild af sveitarstjórnum beggja sveitarfélaganna, en það kemur fram reglugerð að aðeins sveitarfélag geti sent þessa tilkynningu inn, sbr. lið a. í 3. gr. áðurnefndar reglugerðar. Það á einnig að senda inn tilkynningu í Lögbirtingablaðið. Ég sé hvergi þá heimild bókaða í sveitarstjórnum að samstarfsnefnd sveitarfélaganna hafi þessa heimild. Hér á fundinum eru lagðar fram fundargerðir sameiginlegrar kjörstjórnar. Fundargerð 1, 2 og 4. Hvar er fundargerð nr. 3? Þessar fundargerðir virðast ekki uppfylla samþykktir fyrir stjórn sveitarfélagsins Skorradalshreppur. Þær eiga m.a. að vera sérstaklega lagðar fram og kynntar fyrir sveitarstjórn. Í ljósi ofangreinds og áður en ég get tekið afstöðu til tillögu sem liggur hér fyrir fundinum, þá óska ég eftir að fá öll samskipti svo sem tölvupósta til og frá kjörnefndarfulltrúum, bréf og allt sem tengist samskiptum er varðar sameiginlega kjörstjórn með bæði vísan til 21. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Skorradalshrepps og til Upplýsingalaga nr. 140/2012 Óska eftir að öllum þessum gögnum verði skilað til undirritaðs innan sjö daga frá að þessi bókun er lögð fram í sveitarstjórn. Pétur Davíðsson"
Umræður urðu um tillögu sveitarstjórnar.
Í framhaldi af umræðum lagði PD fram viðbótarbókun.
"Ég legg hér fram hér viðbótarbókun vegna tillögu sveitarstjórnar sem er hér til umræðu. Sé skoðuð bókun byggðaráðs Borgarbyggðar frá 7. ágúst s.l., liður 11, þá virðist byggðaráð Borgarbyggðar bóka ákvörðun um að það sé heimild að greiða kostnað við mönnum og umsýslu vegna kosninganna ef hann rúmist innan viðmiða Jöfnunarsjóðs. Ég sem sveitarstjórnarmaður hef ekki séð neinar upplýsingar um það áður að Jöfnunarsjóður sé að fara greiða fyrir sameiningarkosningar enda kemur fram í 1 gr. reglugerðar um íbúakosningar að kostnaði vegna sameiningarkosninga sé greidd af sveitarfélögunum. Ekkert kemur fram í fundargerðum samstarfsnefndar sveitarfélaganna um þessi viðmiðun. Ekki hafa allar fundargerðir samstarfsnefndarinnar verið lagðar fram í sveitarstjórn og sumar fundargerðirnar virðast vera ennþá drög að fundargerð. Hef ekki heldur séð neina fundargerð samstarfsnefndarinnar vera undirritaða. Undirritaður hefur spurt eftir þeim gögnum sem hefur verið safnað á vinnu- og eða íbúafundum sem haldnir hafa verið. Það hefur verið sagt að þau gögn verði ekki látin af hendi frá KPMG. Það vakna því þá upp spurningar hvaða heimildir samstarfsnefndin hefur haft, í að vera sameiginleg nefnd undir Skorradalshreppi og Borgarbyggð og að fylgja eftir þeim greinum er varðar nefndir í samþykktum um stjórn sveitarfélagsins Skorradalshrepps. Í ljósi þess óska ég eftir því sem sveitarstjórnarmaður með vísan til 21. gr. samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Skorradalshrepps að fá öll gögn er varðar vinnu samstarfsnefndar Skorradalshrepps og Borgbyggðar. Á þarna við alla tölvupósta er varða vinnu, fundarboð, fundargerðir og samskipti á milli nefndarmanna í samstarfsnefndinni og aðra er varðar vinnu samstarfsnefndarinnar. Einnig öll vinnugögn KPMG er söfnuðust á almennum íbúafundum og samskipti þar á milli KPMG og samstarfsnefndarinnar. Eins öll samskipti á milli Jöfnunarsjóðs og Innviðaráðuneytisins við fulltrúa í samstarfsnefndinni og embættismenn Borgarbyggðar. Eru þetta allt upplýsingar sem við sem fulltrúar í sveitarstjórn eigum að hafa að gang í tengslum við mótun afstöðu til afgreiðslu mála er varðar samstarfsnefndina. Vísa einnig í upplýsingalög nr. 140/2012 um afhendingu gagna. Óska eftir að öllum þessum gögnum verði skilað til undirritaðs innan sjö daga frá að þessi bókun er lögð fram í sveitarstjórn. Pétur Davíðsson"
Lögð fram uppfærð bókun frá sveitarstjórn:
Sveitarstjórn samþykkir tillögu kjörstjórnar þar sem lagt er til að kjörstaður Skorradalshrepps í Laugabúð í Skorradal verði 5 virka daga á kosningatímabilinu, auk laugardagsins 20. september. Föstudaginn 5. september verði opnunartími kl. 10:00-14:00, en dagana 8., 10., 15. og 18. september verði opið kl. 16:00 til 18:00. Laugardaginn 20. september verði opið kl. 10:00-18:00. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti að greiða kostnað við mönnun og umsýslu kosninganna, að því tilskyldu að hann rúmist innan viðmiða Jöfnunarsjóðs um stuðning vegna framkvæmdar íbúakosninganna. Vinna starfsfólks vegna kosninganna er háð samþykki oddvita.
JEE,GE,KJ og ÓRÁ samþykka uppfærða bókun. PD getur ekki tekið afstöðu málsins með vísan til bókanna sinna.
| Sveinbjörn Eyjólfsson_202508061916.pdf | Innvida2.pdf | Innvida4.pdf | Innvida5.pdf | bréf vegna kjörskrár.pdf | | |
|
| |
3. 2508002 - Sameiginleg kjörstjórn Borgarbyggðar og Skorradalshrepps vegna sameiningarkosninga. | |
Sveinbjörn Eyjólfsson_202508061916.pdf | | |
|